Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 77
FÖSTUDAGUR 16. nóvember 2007 41
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Ráðhúsið er
vettvangur tónleika á morgun.
Lúðrasveit verkalýðsins blæs til
tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur á
morgun kl. 14. Á tónleikunum
verður eingöngu leikin tónlist sem
tengist hinni einkar líflegu
klezmer-stefnu.
Klezmer-tónlist á rætur sínar að
rekja til tónlistar gyðinga í
kringum fimmtándu öld. Áður fyrr
vísaði klezmer til hljóðfæra og
seinna til hljóðfæraleikaranna, en
það var ekki fyrr en á seinni hluta
20. aldar sem orðið klezmer var
notað til þess að skilgreina
tónlistarstefnuna sem slíka.
Haukur Gröndal hefur verið
sveitinni innan handar við að
útsetja klezmer-lög fyrir tónleik-
ana. Stjórnandi sveitarinnar er
Snorri Heimisson.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis. - vþ
Lífleg tónlist
í Ráðhúsinu
FIM. 15. NÓV. KL. 20 -
FRESTAÐ
TÓNLEIKAR MANNAKORNA
LAUG. 17. NÓV. KL. 17
TÍBRÁ: FÍFILBREKKA GRÓIN
GRUND
JÓNAS 100 ÁRA
Miðaverð 2000/1600 kr.
SUN. 18. NÓV. KL. 20
LEONE TINGANELLI
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Miðaverð 2000 kr.
MIÐV. 21. NÓV. KL. 20
TÍBRÁ: LIENE CIRCENE
PÍANÓTÓNLEIKAR
Miðaverð 2000/1600 kr.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
NASA OG VÍFILFELL KYNNA:
LAU. 17. NÓV. 2007
KRAKKABALL
ÞEYTIR SKÍFUM OG TREÐUR UPP
VEGNA NÝJU DANSPLÖTUNNAR
ALLIR KRAKKAR OG UNGLINGAR VELKOMNIR
FRÁ KL. 16 – 18
FULLORÐNIR LÍKA, Í FYLGD MEÐ KRÖKKUM.
PS. ÚTGÁFUPARTÍ FYRIR FULLORÐNA ER SVO UM KVÖLDIÐ
ALDURSTAKMARK 20 ÁRA
FORSALA Á NASA FÖS 16. NÓV MILLI KL. 13-16
MIÐAVERÐ KR. 1500.-
PÁLL ÓSKAR SPILAR FRÁ KL. 23.00 – 5.30
WWW.PALLOSKAR.IS
ÓKEYPIS AÐGANGUR
Bob Dylan er þekktur tónlistar-
maður, en færri vita að hann er
einnig liðtækur á sviði myndlistar.
Nýverið var opnuð fyrsta einka-
sýning hans og það á óvæntum
stað: í litlum sýningarsal í
Chemnitz í Þýskalandi.
Fyrir nokkrum árum rakst
stjórnandi sýningarsalarins,
Ingrid Mössinger, á bók sem inni-
hélt teikningar Dylans. Hún
hreifst af myndunum og fékk út
frá þeim hugmyndina að spyrja
söngvarann hvort hann hefði
áhuga á að sýna í salnum hennar.
Hún játar þó að hafa orðið hissa
þegar henni barst jákvætt svar
frá Dylan. „Ég trúi því varla enn
að hann hafi samþykkt að sýna
hjá mér. En ég held að hann hafi í
raun bara verið að bíða eftir því
að einhver bæði hann um að sýna
myndlist sína og fram að þessu
hafði engum hugkvæmst það,“
segir Ingrid.
Dylan byrjaði að teikna og mála
á sjöunda áratugnum þegar hann
var að ná sér eftir mótorhjóla-
slys. Hann hefur lagt stund á
myndlist jafnt og þétt síðan og
meðal annars myndskreytt sín
eigin plötuumslög.
Ingrid átti von á því að Dylan
myndi senda henni eldri verk, en
hann fór fram á að fá að skapa ný
verk sérstaklega fyrir sýninguna.
Á átta mánaða tímabili málaði
hann 320 myndir, en eðlilega
verður aðeins hluti þeirra til sýnis
enda sýningarrýmið takmarkað.
Sýningin hefur hlotið ágæta
dóma og góða aðsókn. Ingrid
hefur orðið vör við að gesti drífi
að frá fjarlægum heimshornum
til þess eins að berja sýninguna
augum. Þó lætur einn gestur sig
vanta: listamaðurinn sjálfur. „Ég
sendi honum boðskort en hef ekk-
ert svar fengið. Það má vel vera
að hann komi hér einn daginn í
dulargervi og það fari alveg fram-
hjá mér. Það væri frekar fyndið
og í takt við þetta ævintýri,“ segir
Ingrid. - vþ
Dylan sýnir á sér nýja hlið
VEÐURFAR Verk eftir Sari Maarit
Cedergren.
Nú um helgina lýkur sýningum
þeirra Sari Maarit Cedergren og
JBK Ransu í Listasafni ASÍ.
Sýning Sari heitir Hviða. Sari
hefur undandarin ár verið að
vinna verk sem endurspegla
mismunandi hliðar á íslensku
veðri með lágmyndum úr gifsi og
steypu sem ganga út frá rými
sem og samspili ljóss og skugga.
Sýning JBK Ransu kallast Xgeo
III. Á henni má sjá málverk sem
listamaðurinn hefur verið að þróa
síðan árið 2000 og eru tilraun til
að setja athafnarmálverk og
strangflatarmálverk í eina
skynheild út frá öfgum hvors
myndmáls fyrir sig.
Listasafn ASÍ er á Freyjugötu
41 og er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 13 til 17.
Aðgangur að báðum sýningum er
ókeypis og öllum opinn. - vþ
Síðasta sýning-
arhelgi í ASÍ
BOB DYLAN Hann hóf að eiga við mynd-
list á sjöunda áratugnum.