Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 16
16 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Sylwia Bajkowska hlýtur íslenskuverðlaun mennta- ráðs Reykjavíkur í dag, á fæðingardegi Jónasar Hall- grímssonar, fyrir góðan árangur í íslenskunámi. Hún er pólsk en talar einnig frönsku, eftir langa búsetu í Belgíu. Sylwia flutti á Frón í fyrra og er orðin næsta altalandi á íslensku, sem er hennar fjórða tunga, því hún kann einnig svo- litla ensku. Sylwia segir að fólkið sitt leggi mikla áherslu á menntun. „Það eru allir alltaf að segja mér að læra og mér finnst gaman að læra,“ segir Sylwia til útskýringar á góðum árangri sínum. Hún er ellefu ára gömul og flutti hingað í fyrra, hinn 26. júlí. Þá hafði hún búið í Belgíu frá fjög- urra ára aldri. Sylwia kann vel við sig á Íslandi. „Á Íslandi er mjög gaman, en í Belgíu var smá gaman. Ég man eiginlega ekkert hvernig var í Póllandi. Ég hef bara farið þangað í sumarfrí.“ Skólarnir í Belgíu og á Íslandi eru ekki ýkja ólíkir, að mati Sylwiu. Í Belgíu fékk hún þó að fara einu sinni í viku til að læra móðurmál sitt. „En ekki hér, ég veit ekki hvar það er kennt hér,“ segir hún. Námið gengur vel og hún hefur getað stuðst við frænda sinn, sem er jafngamall henni en hefur búið lengur á landinu. Í staðinn aðstoð- ar hún hann við stærðfræðina. „Og ég á marga vini,“ segir hún. Það er gaman í Langholtsskóla og Yngvi kennari er skemmtilegur. „Við hlæjum alltaf í bekknum þegar hann gerir eitthvað fyndið.“ Yngvi er ólíkur belgískum kenn- urum, því hann er með sítt hár. Þar eru allir með stutt. Spurð um verðlaunin segir hún: „Ég held ég fái þau fyrir að vera fljót að læra. Ég er búin að læra hver Jónas Hallgrímsson var, hann var í Kaupmannahöfn og skrifaði mikið og svolítið löng ljóð.“ Foreldrar Sylwiu eru báðir pólskir. Faðir hennar býr enn í Belgíu og sendir dóttur sinni af og til bækur á frönsku, til að halda kunnáttunni við. Sylwia segir að íslenskan sé ekki erfiðari en franska og það eru helst málfræðiheitin sem vefjast fyrir henni. „Ég skildi heldur ekkert í frönsku fyrst en ég hlustaði bara og hlustaði og svo talaði ég.“ klemens@frettabladid.is Íslenska er ekki erfiðari en franska SYLWIA BAJKOWSKA Íslenskan var hennar fjórða mál, en nálgast nú óðum annað sæti. Hún fær í dag verð- laun fyrir góðan árangur í náminu. ■ Vatnajökull er þíðjökull á suð- austurhluta Íslands. Hann er stærsti jökull landsins bæði að flatarmáli og rúmmáli og stærsti jökull Evrópu að rúmmáli en sá annar stærsti að flatarmáli eða 8.100 ferkílómetrar og allt upp í kílómetri að þykkt. Fyrir 14. öld var Vatnajökull miklu minni en hann er nú. Stærð hans mun hafa verið í hámarki um 1930 en síðan þá hefur hann verið í stöðugri rýrnun. Hugsanlegt er að Vatnajökull hafi áður verið tveir aðskildir jöklar, enda hét hann Klofajökull lengi fram eftir öldum. Undir Vatnajökli eru einhverj- ar mestu eldstöðvar landsins. VATNAJÖKULL: HÉT LENGI KLOFAJÖKULL „Það er allt mjög gott að frétta,“ segir Borghildur Sverrisdóttir líkamsræktarþjálfari. „Ég vinn sem einkaþjálfari og kenni eróbikk og ýmis námskeið hjá Heilsuakademíunni. Svo skrifa ég heilsupistla í Víkurfréttir í Hafnar- firði. Þetta er það helsta í mínu lífi þessa dagana. Svo eru mörg spennandi verkefni fram undan í starfi mínu í heilsugeiran- um, ýmislegt sem ég er byrjuð að vinna að og mun vekja mikla athygli þegar að því kemur,“ segir hún. Borghildur telur þetta vekja svo mikla athygli þegar að því kemur næsta haust að almenningur komist ekki hjá að verða var við það. „Þetta verður magnað. Fólki á eftir að finnast það virkilega spennandi en ég get því miður ekki sagt meira strax af því að þetta er á svo viðkvæmu stigi.“ Borghildur hefur almennt mikið að gera enda segir hún að verkefnin séu næg í heilsugeiranum. „Það er engin niðursveifla, frekar að allt sé upp á við. Öll námskeið eru yfirfull og líka mikið að gera í einka- þjálfuninni. Minn vinnutími er langur og sjaldnast minna en tíu tímar á dag. Oftast er miklu meira en nóg að gera. Líka þegar maður hefur tekið að sér hin og þessi lítil verkefni sem fylla daginn. Það er sko aldeilis nóg að gera.“ Heilsan og heilsumálefnin eru áhugamál Borghildar. „Bæði hreyfing og góð næring. Ég les líka mikið um þessi mál og svo hef ég sálfræðimenntun svo að ég les mikið um sjálfseflingu, töluvert af sjálfshjálparbókum og ýmislegt tengt því. Ég hef líka mikinn áhuga á golfi og spila það á sumrin.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR LÍKAMSRÆKTARÞJÁLFARI Magnað, en má ekki segja frá Er ekki allt falt í dag? „Það má lesa út úr þessu að Orkuveitan hafi keypt sér skipulag og framkvæmda- leyfi.“ BERGUR SIGURÐSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI LANDVERNDAR UM SAMNING ORKUVEITUNNAR OG SVEITARFÉLAGSINS ÖLFUSS UM GREIÐSLUR VEGNA VIRKJANA Á HELLISHEIÐI. Fréttablaðið 15. nóvember 2007 Hringdu bara seinna „Hann var ekki við en ég skildi eftir skilaboð. Hann hringdi á meðan ég var í fimleikum.“ ANNA SIGURRÓS STEINARSDÓTTIR, NEMENDI Í 7. BEKK LANGHOLTS- SKÓLA, REYNDI AÐ HRINGJA Í BORGARSTJÓRA TIL AÐ EITTHVAÐ YRÐI GERT Í SKÓLALÓÐINNI SEM FYRST. Morgunblaðið 15. nóvember 2007 Ómar Ragnarsson og Jónas Kristjánsson fagna hálfrar aldar starfsferli í fjölmiðlum, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa setið í ritstjórn skólablaðs MR árið 1957. „Reyndar byrjaði ég fimm árum fyrr þegar ég gaf út skólablað Lindargötuskóla ásamt Margréti Jónsdótt- ur fjölmiðlakonu og fleirum. Það má því segja að ég hafi verið að fagna hálfrar aldar afmæli okkar Jónasar á fjölmiðlamarkaði og 55 ára blaðamennskuafmæli,“ segir Ómar, sem fagnaði áfanganum með Jónasi á Humarhúsinu í gær. „Við höfum aldrei starfað á sama miðlinum, en við höfum alltaf haldið góðum kunnings- skap eftir menntaskólaárin. Við Margrét höfum hins vegar unnið saman á RÚV,“ segir Ómar. Ómar segir þá félaga hafa setið lengi og ekki getað hætt að tala um sín hjartans mál, enda séu þeir skoðanabræður í mörgu. Hermann Gunnarson leit svo við hjá þeim félögum, en hann sótti fund gamalla Valsara sem fer reglulega fram á efri hæð hússins. Ómar Ragnarsson og Jónas Kristjánson fagna tímamótum: Fimmtíu ár í fjölmiðlum FAGNA FIMMTÍU ÁRA STARFSFERLI Hermann Gunnarsson heilsaði upp á þá Ómar og Jónas þar sem þeir sátu á Humarhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til fjórða fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Samgöngur og umhverfi Vegagerð og umhverfi Matthildur Bára Stefánsdóttir deildarstjóri hjá Vegagerðinni Losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum Jón Bernódusson skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun Græn framtíð fl ugsins Sveinn V. Ólafsson verkfræðingur hjá Flugmálastjórn Umræður og fyrirspurnir Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2007 kl. 15-17 á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum er heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 20. nóvember 2007. „Ég er nú ekki mjög hrifinn af því ef satt skal segja,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um þá fyrirætlan að breyta gamla Apótekinu í Austurstræti í skemmtistað. „Ég býst við að það verði nú gengið enn frekar á þetta hús en hefur verið gert fram að þessu. Þetta verður nú sjálfsagt svona kvöld- og næturstaður þannig að ég efast nú um að þetta verði beint bænum til framdráttar, svona sem sólarhringsstaður. En ég veit svo sem ekkert hvað þeir ætla að gera þarna inni útlitslega. Þetta er náttúrlega eitt af allra fínustu húsum í bænum og ef þetta á að vera ein- hver skrallstaður þá finnst mér það nú eiginlega ekki hæfa þessu húsi.“ Guðjón segir þó best að hafa starf- semi í gömlum og merkilegum húsum. „Ég er nú á móti því að gera hús að söfnum, mér finnst nú best að þau hafi fúnksjón ef það er mögu- lega hægt. Það er allt í lagi að vera með góða restauranta og kaffihús þar til dæmis en það er hálfleiðinlegt ef þar koma einhverjir djammstaðir.“ SJÓNARHÓLL SKEMMTISTAÐUR Í GAMLA APÓTEKINU Hæfir ekki húsinu GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Sagnfræðingur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V Ö LU N D U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.