Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 78
42 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Fyrir tæpum tveimur mánuðum hóf Amazon.com að selja MP3-skrár til niðurhals. Fyrir eru margir aðilar að selja MP3 þannig að einn í viðbót hljómar kannski ekki eins og einhver stórfrétt, en innkoma Amazon inn á MP3-markaðinn gæti samt haft mjög mikil áhrif. Fram að þessu hefur i-Tunes verið langstærsti aðilinn í sölu tónlistar á MP3-skrám. Vandamálið við i-Tunes hefur samt alltaf verið að skrárnar eru læstar, þ.e.a.s. það er aðeins hægt að spila þær í einni tölvu og á einum i-Pod. Þetta hefur mörgum tónlistarunnendum þótt ansi gróft og menn hafa beðið vongóðir eftir því að fallið verði frá þessum höftum. Það mundi enginn láta bjóða sér að kaupa disk sem aðeins væri hægt að spila í einum geislaspilara. Smám saman hefur þeim söluaðilum á Netinu sem selja ólæstar MP3 skrár fjölgað, en þeir eru flestir peð við hlið risans, i-Tunes. Tónlist.is seldi upphaflega læstar skrár, en selur nú lögin ólæst. Það sama á við um tónlistarsíðuna Grapewire. com sem m.a. Einar Örn og Mugison standa að, en plötur Mugisons og útgáfutónleikarnir hans á Ísafirði í síðustu viku eru seldir í gegnum þá síðu og líka þær plötur sem Smekkleysa gefur út og dreifir. Fram til þessa hefur i-Tunes þráast við en þegar Amazon.com opnaði sinn MP3-vef 25. september sl. með 2 milljón ólæst lög var það nógu öflugur aðili til þess að ýta við þursinum. Þegar brambolt tónlistariðnaðarins síðustu ár er skoðað má kannski segja að sú krafa stóru útgáfufyrirtækjanna að læsa öllum MP3-skrám hafi verið einn stærsti feillinn og komið þeim sem kjósa að hafa tónlistina sína í formi stafræns niðurhals endanlega yfir á hin vafasömu skráarsk- iptiforrit. Enn eru það bara Bandaríkjamenn sem geta keypt MP3-skrár í gegnum Amazon. com. Eins og áður segir er úrvalið þar ansi gott. Til dæmis eru þar 723 lög með David Bowie, 666 lög með Miles Davis, 382 lög með Dylan, tæplega 100 lög með Björk og 77 lög með Mugison... Amazon.com og þursinn i-Tunes BOWIE Á NETINU 723 ólæst Bowie-lög eru á Amazon. com. > Í SPILARANUM Kylie Minogue - X Duran Duran - Red Carpet Massacre Amy Winehouse - Frank Hjálmar - Ferðasót Birgitta Haukdal - Ein BIRGITTAKYLIE > Plata vikunnar Beirut - The Flying Club Cup ★★★★ „Zach Condon heldur áfram að færa unaðslega nostalgíu- tóna frá Evrópuferðalagi sínu. Nú enn betri en áður.“ SHA Íslensku rokksveitirnar Gavin Portland og We Made God fá fjögur K af fimm möguleg- um hjá breska tónlistartímaritinu Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Kerrang!-kvöldi Airwaves-hátíðarinnar í október. „Fjórmenningarnir frá Reykjavík taka allt það besta frá Shellac, Drive Like Jehu og Fugazi og flytja það á kröftugan og ákafan hátt. Þeir eru líklega ein besta nýja hljómsveitin sem þú getur séð á þessu ári. Bókaðu flug núna,“ segir í umsögn blaða- manns Kerrang! um Gavin Portland. Hann segir að hin hafnfirska We Made God blandi saman áhrifum frá Sigur Rós og Deftones á áhrifaríkan hátt. „Hinn myndar- legi söngvari Maggi, sem lítur út eins og blanda af Simon Neil úr hljómsveitinni Biffy Clyro og Dave Grohl úr Foo Fighters, keyrir rödd sína upp í hæðir norðurljós- anna.“ Hljómsveitirnar Momentum, Brain Police, Changer og Sign fá hver um sig þrjú K fyrir sína frammistöðu. Bandaríska hljómsveitin The Bronx fær aftur á móti bestu dómana, eða fullt hús stiga. Gavin í uppáhaldi GAVIN PORTLAND Rokksveitin Gavin Portland fékk mjög góða dóma í Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Airwaves. Rokksveitin Benny Crespo´s Gang hefur gefið út sína fyrstu plötu, sem er samnefnd sveitinni. Sveitin þykir með þeim áhugaverðari í íslensku rokki og hefur plötunnar því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. „Hún er búin að vera í maganum á okkur lengi. Við byrjuðum að taka upp plötu fyrir þremur árum en vorum búin að henda henni þremur til fjórum sinnum þangað til við kláruðum þessa,“ segir söngvarinn Helgi Rúnar Gunnarsson. „Við vorum tiltölulega ung hljómsveit þegar við byrjuðum. Við gerðum þetta allt sjálf og maður lærði heilmikið á þeim tíma. Síðan varð maður miklu klárari að gera hlutina.“ Benny Crespo´s Gang var upphaflega boðinn samningur hjá plötufyrirtækinu Cod Music sem er undirfyrirtæki Senu en sveitin hafnaði honum og gerði í staðinn samning um þessa einu plötu. Rokkið er í fyrirrúmi á plötunni þó svo að inni á milli leynist popplög. Eitt þeirra syngur Lovísa Elísabet Sigrúnar- dóttir, betur þekkt sem Lay Low, sem var í hljóm- sveitinni áður en hún hóf sólóferil sinn. „Það er alveg popp í þessu líka. Við hlustum á alls konar tónlist og höfum ekki fordóma gagnvart neinni tónlistarstefnu,“ segir Helgi. Hann bætir því við að hljómsveitin hafi lítið spilað á tónleikum undanfarið ár, eftir að hafa spilað mjög stíft þar á undan. „Við höfum verið að einbeita okkur að því að klára plötuna og síðan þurfti Lovísa að kynna Lay Low- verkefnið. Það var gott fyrir okkur en hefur líka tafið okkar dæmi.“ Hvað varðar frama erlendis viðurkennir Helgi að stefnan sé sett á það. „Það er samt ekki neitt sem er í einhverri bígerð en kannski verður eitthvað eftir áramót.“ - fb Áhugaverðir ungir rokkarar Nýjar plötur með Páli Ósk- ari, Siggu Beinteins, Ragga Bjarna og Einari Ágústi, sem gefa öll út plöturnar sínar sjálf, hafa tafist í framleiðslu í Danmörku og Austurríki. Kemur þetta sér vitaskuld illa fyrir þau þegar jólagjafakaup lands- manna eru í þann mund að hefjast. „Prentsmiðjan í Austurríki brást. Þeir ætluðu að skila af sér fyrsta upplagi 5. nóvember en höfðu síðan samband við mig á föstudag- inn fyrir viku og sögðu að þetta myndi tefjast um tíu daga og kæmi ekki fyrr en 15. nóvember. Við urðum í neyð að vinna fyrstu 1.700 eintökin á Íslandi,“ segir Páll Óskar um plötu sína Allt fyrir ást- ina. Bretti upp ermarnar Páll hafði samband við Mynd- bandavinnsluna, sem prentaði fyrir hann plötuna og síðan sá Prentmet um að búa til plötuums- lögin. „Við náðum fyrstu þúsund eintökunum rétt fyrir morguninn síðasta föstudag og þau kláruðust strax,“ segir Páll, sem setti afgang- inn í búðir í gærmorgun. „Maður getur reiknað með smá töfum en ekki svona miklum. Þetta setur auðvitað strik í reikninginn svona stuttu fyrir jólin en sem betur fer bjargaðist þetta með því að bretta upp ermarnar. Ég hef mjög góða reynslu bæði af Danmörku og Austurríki og þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem ég upplifi eitt- hvað svona.“ Í bölvuðum vand- ræðum Sigga Beinteins, Raggi Bjarna og Einar Ágúst hafa sömu sögu að segja með sínar plötur. „Þetta kemur sér auðvitað mjög illa en ég vonast til að hún komist um helg- ina á markað,“ segir Sigga um plötu sína Til eru fræ. Raggi Bjarna er á sama máli varðandi plötu sína Gleðileg jól með Ragga Bjarna þar sem hann syngur glæný íslensk jólalög, flest eftir Gunnar Þórðarson. „Ég er í bölvuðum vandræðum. Hún átti að vera komin fyrir tíu dögum. Þetta er vont fyrir mig en ég held að þetta hljóti að fara að gerast á næstu dögum,“ segir Raggi, sem framleiðir plötuna í Danmörku. Fékk ráð frá Páli Óskari Plata Einars Ágústs, Það er ekkert víst að það klikki, er reyndar nýkomin út og það á réttum tíma. Þar með er ekki öll sagan sögð því flest eintökin eru enn í framleiðslu í Austurríki. „Ég brá á það ráð að framleiða fyrstu eintökin heima. Maður brá undir sig betri fætinum og spurði Pál Óskar út í þetta því ég heyrði að platan hans hefði tafist. Það var seinagangur í mér sem gerði það að verk- um að hún tafðist en hún á að koma í næstu viku. Þeir eru að hanna fjórar milljónir eintaka af Britney Spears þarna úti í Austurríki og síðan eru Íslendingar bara með nokkur eintök þarna,“ segir hann í léttum dúr. Tekur tíu daga Jónatan Garðarsson, formaður Félags hljómplötuframleiðenda, segir að venjulega taki það tíu daga að framleiða plötur erlendis. Þegar nær dragi jólum verði dag- arnir þó stundum fimmtán og jafn- vel fleiri. „Það kemur alltaf fyrir öðru hvoru þegar það er gríðar- legt álag að plötum seinki en ég man ekki eftir því undanfarin ár að þetta hafi verið átakanlegt nema menn hafi verið allt of seinir sjálfir,“ segir Jónatan. Austurríki vinsælast Að sögn Jónatans hafa langflestir skipt við Austurríki undanfarin ár þar sem Sony er með stóra verk- smiðju. Einnig hefur Danmörk verið stór í þessum bransa síðustu ár. Einhverjir hafa jafnframt brugðið á það ráð að framleiða plötur í Póllandi og Tékklandi vegna þess hversu ódýrt það er. Jónatan segir hægt að framleiða nokkrar plötur hérna heima en afganginn þurfi að búa til úti því engin verksmiðja sé fyrir hendi á Íslandi. freyr@frettabladid.is Plötutafir koma sér illa EINAR ÁGÚST Einar Ágúst Víðisson fékk góð ráð frá Páli Óskari. BENNY CRESPO´S GANG Hljóm- sveitin Benny Crespo´s Gang hefur gefið út sína fyrstu plötu. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝS- SON Páll Óskar þurfti að vinna fyrstu 1.700 eintökin af plötunni sinni á Íslandi.. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Grýla og jólasveinar ganga um gólf á safninu á Stokkseyri Álfa, trölla og Norðurljósasafnið (Icelandic Wonders) Hafnargötu 9, 825 Stokkseyri • www.icelandicwonders.com Pantanir og uppl. í info@icelandicwonders.com eða s. 483 1600/895 0020 G. Tyrfingsson ehf. á Selfossi gerir hópum tilboð í rútuferðir s. 482 1210 Grýludagar hefjast í Álfa-, trölla og norðurljósasafninu laugardaginn 17. nóvember og standa fram á þrettándann 6. janúar. Jólasveinarnir koma einn af öðrum í hellinn til Grýlumömmu. Sá fyrsti, Stekkjastaur, mætir kátur 12. desember og sá síðasti hverfur á þrettándanum. • Jólamarkaður, kaffi og vöfflur, Opnunartími : 13.00 – 20.30 um helgar og 18.00 – 20.30 virka daga, en hópar geta einnig pantað safnaheimsókn á öðrum tímum. Skólahópar, starfsmannahópar, ferðamenn, fjölskyldur, vinahópar o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.