Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 94
58 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. lampi 6. í röð 8. mánuður 9. óhreinka 11. mun 12. japla 14. bragðbætir 16. tónlistarmaður 17. rotnun 18. umfram 20. 49 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag 3. kringum 4. páfagaukur 5. tugur 7. yfirhöfn 10. for 13. meðal 15. krydd 16. kóf 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. lukt, 6. rs, 8. maí, 9. ata, 11. ku, 12. maula, 14. krydd, 16. kk, 17. fúi, 18. auk, 20. il, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. um, 4. kakadúi, 5. tíu, 7. stakkur, 10. aur, 13. lyf, 15. dill, 16. kaf, 19. ká. „Það er fátt sem mér þykir leiðin legt, nema að þurfa að fara frá börnunum mínum.“ Ruth Reginalds söngkona, í viðtali við DV 1991. „Ég er nú umvafin börnum núna, ég á fjórar dætur og tvö barnabörn og fósturdóttur úti í Ameríku. Þessi setning stendur alveg og alltaf,“ segir Ruth nú. Framleidd hefur verið smækkuð bangsaútgáfa af Masa, aðalpers- ónunni á mynddiskunum feiki- vinsælu Söngvaborg, og er hún á leiðinni í verslanir. Allur ágóði af sölunni rennur til Barnaspítala Hringsins. „Masi ætlar að búa til leik- herbergi handa börnunum á Barnaspítala Hringsins og líka leikbiðstofu. Við byrjum á því að panta fimm þúsund eintök af Masa og viljum klára þau og helst panta ennþá meira,“ segir María Björk Sverrisdóttir, sem hefur gefið út Söngvaborg ásamt Sigríði Beinteinsdóttur. Auk þess hefur Helga Braga leikstýrt verkefninu og farið með hlutverk Lóu ókurteisu. „Þegar við vorum að gera Söngva borg langaði okkur að vera með fígúru sem væri sambland af ýmsum dýrategundum,“ segir hún um Masa, sem er blanda af bangsa, eðlu og ljóni. „Hann hefur verið rosalega vinsæll og allir krakk- arnir þekkja til hans. Hann stendur fyrir hið góða og vináttuna því allir eiga að vera vinir.“ Sigga Beinteins segir að Söngva- borgarmyndirnar hafi verið söluhæsta barnaefnið á Íslandi síðastliðin fjögur ár og því byggi verkefnið á góðum grunni. „Við tókum þann pól í hæð- ina að gefa ekki út disk í ár og fara í þetta í stað- inn. Ég hef spilað á Barnaspít- alanum og séð hvernig ástandið er. Það vantar að búa til leikherbergi og bæta aðstöðuna,“ segir Sigga. Björgvin Franz Gíslason, sem hefur leikið Masa í gegnum árin, er ánægður með bangsann. „Mér finnst hann miklu líkari mér en Birgittu-dúkkan var lík Birg- ittu,“ segir hann og hlær. „Þetta er örugglega sveittasta hlutverkið mitt hingað til. Maður þarf ekki að vera nema fimm mínútur í bún- ingnum þegar maður er byrjaður að svitna. En það er búið að vera rosagaman að vinna með Siggu Beinteins, Maríu og Helgu Brögu og það er æðis- legt að allur ágóðinn renni óskiptur til Barnaspítala Hrings- ins.“ - fb Sigga Beinteins selur dúkkur MEÐ MASA Sigga Beinteins og María Björk á góðri stundu með Masa. „Ég er miklu meira en spenntur,“ segir Aron Pálmi Ágústsson um þá staðreynd að ný bók um ævi hans, Enginn má sjá mig gráta – Aron Pálmi – Barn í fangelsi, kemur út á morgun. Jón Trausti Reynisson skráði söguna. „Þetta er viss áfangi í mínu lífi.“ Í tilefni af útgáf- unni heldur Aron Pálmi útgáfuteiti á skemmtistaðnum Rex. Þar segist hann bæði munu lesa upp úr bókinni og lesa ljóð sem hann hefur ort. „Ég geri mikið af því að yrkja og hef gert það allt frá því ég var lokaður inni. Þetta er besta leið sem fáanleg er til þess að létta á hjarta sínu,“ segir Aron Pálmi en þetta verður í fyrsta skipti sem hann les ljóð sín opinberlega hérlendis. Bandaríkja- menn hafa fengið að heyra þau áður enda vann Aron oftar en einu sinni til verðlauna fyrir kveðskap sinn þegar hann stundaði nám við Lamar University þar ytra. Móðir Arons Pálma, Hulda Thomas, er komin hingað til lands alla leið frá Houston í Texas til þess að samgleðjast syninum. „Hún verður hérna þangað til á mánudag til þess að sýna mér stuðning og vera til staðar þegar bókin kemur út. Við erum búin að vera önnum kafin við að njóta samvistanna frá því hún kom og höfum verið að gera hversdags- lega hluti sem við höfum ekki getað gert í tíu ár. Fara í bíó, út að borða, hitta fjölskyldu- meðlimi og bara einfaldlega að eyða tíma saman.“ Aron Pálmi er að öðru leyti önnum kafinn við að njóta lífsins en hann starfar með fötluðum á hæfingarstöð í Kópavogi og á íslenska kærustu. „Kærastan mín er í Háskóla Íslands en hefur beðið mig að gefa ekki upp nafn sitt.“ - sók Aron Pálmi les ljóðin sín í fyrsta sinn GEFUR ÚT BÓK Í DAG Bók Arons Pálma um ævi hans kemur út í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Aðalpartíið um helgina virðist ætla að vera árlegt kynningarpartí Senu sem haldið verður á Apótekinu annað kvöld. 400 útvaldir gestir hafa fengið boðskort og nóg er eflaust að gera í tískuverslunum landsins því gerð er krafa um að gestir mæti í svörtum, hvítum og rauðum klæðnaði. Meðal þeirra sem hafa feng- ið boðskort eru Logi Bergmann Eiðsson, Auðunn Blöndal, Pétur Jóhann Sigfússon, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Birgitta Haukdal og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Annað áhugavert partí verður haldið í kvöld klukkan 21 þegar rit- höfundarnir Eyvindur Karlsson og Valur Gunnarsson fagna útgáfu fyrstu bóka sinna á Ljóta andarung- anum í Lækjargötu. Auk þess að lesa úr bókum sínum við undirleik hljómsveita má líklegt telja að þeir taki sjálfir lagið. Til að tryggja viðeigandi stemn- ingu bjóða höfund- arnir veitingar sem passa við bækur þeirra; Eyvindur býður viskí og hnetur en Valur finnskar veitingar og rússneskan vodka. Jón Yngvi Jóhannsson, bókarýnir Íslands í dag, var í góðu skapi í þættinum á dögunum. Þá tók hann skýrt fram að safnrit þýðinga á verkum Astrid Lindgren væri skyldueign á hverju heimili. Jón Yngvi ætti að vita hvað hann er að tala um því móðir þeirrar útgáfu er barnabókastjóri Forlagsins, Sigþrúður Karlsdóttir, en þannig vill til að hún er eigin- kona Jóns Yngva. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Framleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur keypt kvikmyndaréttinn að fyrstu glæpasögu Óttars M. Norðfjörð, „Hnífur Abrahams“, sem hefur verið líkt við Da Vinci lykilinn. Sögusvið bókarinnar er New York og því ljóst að myndin verður að stærstum hluta tekin upp á erlendri grundu auk þess sem hún verður að líkindum á ensku. „Við höfum fulla trú á því að kvikmyndin verði einn af sumarsmellum kvikmyndahúsanna innan nokkurra ára,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak. „Ein af burðarpersónum hennar á ættir að rekja til Íslands, sem er aldrei leiðinleg landkynning.“ Ottó Geir Borg hjá Zik Zak segir að framleiðslan verði af „annarri stærðargráðu en við eigum að venjast hér á landi“. „Við erum ekki farnir að leita að leikstjóra og þess háttar enn þá. Fyrst er að skrifa handritið og við erum í viðræðum við nokkra aðila. Það er eigin- lega lúxusvandamál enda er efniviðurinn frábær. Útgangspunktarnir eru margir og það er að miklu leyti undir handritinu komið hvernig mynd þetta verður.“ Ottó segist ekki tilbúinn að nefna tölur þegar kemur að kostnaði við myndina. „Fyrst þarf að sjá drög að handritinu, hversu margir tökustaðirnir eru og þess háttar. Ég myndi skjóta á að kostnaður yrði vel yfir meðallagi og í ætt við það sem gengur og gerist í Hollywood.“ Hann segir vel koma til greina að erlend fyrirtæki komi að framleiðslunni enda sé myndin fyrst og fremst ætluð fyrir erlendan markað. „Við erum með menn bæði í Bandaríkjunum og Danmörku sem þekkja vel til í bransanum. Kvikmyndaframleið- endur líta hins vegar einnig til þess hversu gott handritið er og því of snemmt að fara í viðræður núna.“ Hvað verðmiðann á kvikmyndaréttinum varðar segir Ottó það vera trúnaðarmál. „Við viljum ekki ræða þá upphæð eins og er, en Óttar er örugglega brosandi út að eyrum.“ Óttar M. Norðfjörð er búsettur í Barcelona en var á heimleið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég er í skýjunum yfir þessu,“ segir hann. Velgengni bókarinnar hefur verið með ólíkindum frá því hún kom út í byrjun mánaðarins en hún situr í öðru sæti metsölulistans á eftir bók Arnaldar Indriðasonar. „Þetta hefur allt gerst mjög hratt og maður er í mestu vandræðum með að halda báðum fótum á jörðinni.“ Hann segir að þar sem söguhetjunni sé líkt við Pierce Brosnan í bókinni væri ekki leiðinlegt að sjá hann í hlutverk- inu. „En ég ætla nú ekki að taka íslenska stílinn á þetta og þykjast vera að sigra heiminn. Það er kannski fullsnemmt.“ sigrunosk@frettabladid.is ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ: SELDI KVIKMYNDARÉTTINN AÐ HNÍFI ABRAHAMS Íslensk skáldsaga kvikmynd- uð fyrir erlendan markað Í SKÝJUNUM Rithöfundurinn ungi Óttar M. Norðfjörð segist vera í skýjunum með að hafa selt kvikmyndaréttinn að Hnífi Abrahams sem er hans fyrsta glæpasaga. „Maður er í mestu vandræðum með að halda báðum fótum á jörðinni.“ Vika er nú í að ævisaga Guðna Ágústssonar, formanns Fram sóknar- flokksins, komi í verslanir. Eins og fram hefur komið í fjöl miðlum gerir Guðni í bókinni upp mörg viðkvæm deilumál innan Framsóknarflokksins sem og ríkisstjórnar Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar. Sagt er að bókin um Guðna sé eins og tifandi tímasprengja í hugum margra á vettvangi stjórnmálanna. Að minnsta kosti eru margir svo spennt- ir að þeir hafa sett sig í samband við Veröld, sem gefur bókina út, til að fá að lesa handritið yfir. Það hefur þó engan árangur borið og persónur í bókinni verða því að bíða eins og aðrir eftir útgáfudeginum. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14. Þú færð aðeins það besta hjá okkur STÓR HUMAR, HÖRPUSKEL, LÚÐA RISARÆKJUR, SKÖTUSELUR, LAX NÝLÖGUÐ SJÁVARRÉTTASÚPA. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.