Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 31
Stefán Halldórsson hefur rekið verslunina Skerjaver ásamt konu sinni Hjördísi Andrés- dóttur um nokkurra ára skeið. Nýlega hættu þau búðarrekstrinum og ætla að snúa sér að kryddframleiðslu. Verslunin Skerjaver fer ekki framhjá neinum sem keyrir inn í Skerjafjörð en hún hefur staðið við Einars- nes 36 um áratuga skeið. Þar hefur lengi verið búðar- rekstur og hafa kaupfélagsstjórarnir iðulega búið á efri hæðinni. Þau Stefán Halldórsson og Hjördís Andrésdóttir hafa rekið verslunina síðastliðin sjö ár en ákváðu nýlega að hætta búðarrekstrinum og nota húsnæðið undir kryddframleiðslu. Krydd Stefáns, Bezt á lambið, Bezt á fiskinn, Bezt á kjúklinginn og Bezt á kalkúninn, hafa náð miklum vinsældum og má finna í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Stefán byrjaði að fikta við að setja saman krydd- jurtir til að nota á lambakjöt fyrir um það bil tíu árum. Hann geymdi kryddið í stórum dalli og spurð- ist ágæti þess út. Stefán gaf kryddið til vina og vanda- manna og hafði brátt ekki undan. „Það var svo góð- vinur minn Sigurður Steinþórsson hjá Gulli og silfri sem hvatti mig til að hætta þessari vitleysu og fara að selja kryddið. Ég tók hann nú ekki beint á orðinu og spurði hvort hann hefði ekki komið í búð nýlega og séð kryddrekkana, sem venjulega eru tíu metra langir og tveggja metra breiðir,“ segir Stefán og hlær. Hann segist þó hafa látið til leiðast og þá var ekki aftur snúið. Bezt á lambið kom fyrst á markað og í því má meðal annars finna steinselju, basilíku, myntu, rósmarín, majoram, oreganó, sítrónupipar og papriku og er blandan án allra aukaefna. Í kjölfarið fór Stefán að þróa fleiri blöndur. „Ég prófaði mig áfram með hjálp góðra aðila en hef ekki látið krydd á markað fyrr en ég er búinn að láta að minnsta kosti hundrað manns prófa það,“ útskýrir hann. Kryddin eru hentug því ekki þarf að krydda hráefnið með neinu öðru, nema ef til vill salti eftir smekk. Stefán segir að vissulega sé eftirsjá í búðinni en mörg spennandi tækifæri séu fram undan og er hann þessa dagana að innrétta húsnæðið fyrir framleiðsl- una. Hann ætlar að setja fullan kraft í kryddin, hugsar stórt og stefnir jafnvel á erlendan markað. Skiptu úr búðarrekstri í kryddframleiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.