Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 82
 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Hönnunarkeppnin Stíll, sem Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, eða Samfés, standa fyrir, verður haldin í íþróttahús- inu Smáranum í Kópavogi á morgun. Keppnin er nú haldin í sjöunda skipti, en þar keppa lið frá félagsmiðstöðvum landsins í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun. Liðin eru skipuð nemendum úr 8. til 10. bekk í grunnskóla. Stíll hefur mismunandi þema á ári hverju, og í ár munu keppendur sækja innblástur sinn í íslenskar þjóðsögur. Margrét Ægisdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Mekka í Kópavogi, segir áhugann á Stíl fara vaxandi ár frá ári. „Í fyrra voru 42 lið sem kepptu, en núna eru þau 56,“ segir hún. Félagsmiðstöðvar mega senda eitt lið hver og um helmingur þeirra tekur þátt í keppninni í ár. „Þetta eru yfir 250 krakkar sem keppa,“ segir Margrét, sem segir félagsmiðstöðvar á lands- byggðinni mjög duglegar að senda lið í bæinn. Húsið verður opnað fyrir almenningi klukkan 15.30 á morgun og aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á skemmtiatriði frá félagsmiðstöðinni í Kópavogi og tískusýningar frá ýmsum verslunum auk tónlistaratriða frá Ljótu hálfvitunum og Perlunni. „Mér sýnist keppnin líka ætla að verða mjög skemmtileg. Við höfum verið að skoða efnislýsingar núna og það eru mjög margar spennandi flíkur í keppninni,“ segir Margrét. Keppnin hefst klukkan 16, þegar liðin undirbúa fyrirsætu sína með hárgreiðslu og förðun. Liðin sýna svo afrakstur vinnu sinnar klukkan 18.30 á sameiginlegri sýningu og í kjölfar hennar verða úrslitin gerð kunnug. - sun Skemmtileg keppni í vændum SKEMMTILEG KEPPNI Á Stíl keppa lið frá félagsmiðstöðv- um landsins í hönnun, förð- un og hárgreiðslu. Myndin er frá keppninni í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tímaritið People hefur útnefnt kynþokkafyllstu menn heims. Matt Damon trónir á toppnum í fyrsta sinn. Leikarinn Matt Damon er kyn- þokkafyllsti maður heims sam- kvæmt tímaritinu People. Meðleik- arar hans úr Ocean’s-myndunum, þeir George Clooney og Brad Pitt, hafa verið tíðir gestir á slíkum list- um síðustu ár og hafa unnið að því að koma Damon í sæti. Hvort list- inn í ár er til vitnis um að sá áróður hafi borið árangur skal ósagt látið, en svo mikið er víst að George Clooney er hvergi að finna og Brad Pitt krækir eingöngu í fjórða sætið. Á lista ársins er að finna þekkt andlit á borð við ofannefndan Pitt, Patrick Dempsey úr Grey’s Ana- tomy, Johnny Depp, Will Smith, Ben Affleck og Justin Timberlake, sem vermir botnsætið, en þar er einnig mikið um nýgræðinga. Í fimmta sæti er til dæmis leikarinn James McAvoy úr kvikmyndinni Atone ment. Handan við hann sitja til dæmis Dave Annable úr þáttun- um Brothers & Sisters, Javier Bardem, kærasti Penelope Cruz, og Adrien Grenier úr Entourage, sem virðast hafa náð svo mikilli hylli að þeir skáka jafnvel sjálfum Cloon- ey. Kynslóðaskipti á kyn- þokkalista People DAVE ANNABLE ADRIEN GRENIER „Ég held að ég sé nú búinn að finna þær,“ segir Ragnar Bragason, sem týndi Eddu-verðlaunagripunum sínum á Hilton-hótelinu eftir að hafa farið þar hamförum og hlotið alls fimm sjálfur og verk hans átta í það heila. En Ragnar nennti ekki að burðast með stytturnar út um allt, skildi þær eftir á borði sínu þegar gleðinni var haldið áfram annars staðar og vaknaði síðan upp við þann vonda draum að stytturnar höfðu ekki fengið að fljóta með heim úr veislunni. „Þær eru þungar, þessar styttur, og ég lét þær standa eftir á borðinu þegar ég fór í eitthvert eftirpartí. Vonandi hefur bara enginn stolið þeim enda er helvíti leiðinlegt að vera með verðlaunagrip heima í stofu sem maður á ekkert í,“ segir Ragnar. Og það kom líka á daginn að enginn fingralangur hafði komist yfir verðlaunin heldur biðu styttuarnar hans í óskila- munadeild Hilton-hótelsins og hugðist Ragnar vitja þeirra fyrr en síðar. Hann vissi þó ekki hvern- ig hann ætlaði að koma öllum þessum styttum fyrir; hafði ekki komið sér upp neinni verðlauna- hillu og leyfði sér meira að segja að efast um að hún yrði nokkurn tímann að raunveruleika. „Það er hins vegar skemmtilegra að hafa þær innan seilingar,“ segir Ragn- ar en bætti því við að hann ætti nú heldur ekki allar stytturnar einn og dvalarstað þeirra yrði deilt jafnt á milli samstarfsfólks- ins. - fgg Ragnar fær Eddurnar aftur MEÐ FJÓRAR Ragnar gleymdi styttunum á Hilton-hótelinu og voru þær kirfilega geymdar í óskilamunadeild Hilton- hótelsins. Matt Damon skaut félaga sínum, Ben Affleck, ref fyrir rass á nýjum lista People yfir kynþokkafyllstu menn heims, en Ben prýðir þar 11. sætið. Mikið er um nýgræðinga á listanum. Auk þeirra sem birtast hér má þar finna fyrirsætuna og leikarann Shemar Moore, sem leikur í þáttum að nafni Criminal Minds ytra, og Will Yun Lee úr Bionic Woman. Nýju andlitin í Holly- wood hafa þar með skákað sér reyndari mönnum, eins og George Clooney. NÝGRÆÐINGAR SKJÓTA GÖMLUM REFUM FYRIR RASS JAVIER BARDEM MATT DAMON OG BEN AFFLECK JAMES MCAVOY PATRICK DEMPSEY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.