Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 11

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 11
FÖSTUDAGUR 16. nóvember 2007 11 UTANRÍKISMÁL Fjörutíu og eitt félag Samtaka um vestræna samvinnu frá aðildarríkjum NATO funduðu á dögunum í Ottawa, höfuðborg Kanada. Þingstörf snerust um útvíkkun bandalagsins, viðbrögð við hryðjuverkum og hlutverk NATO í Afganistan. Þingfulltrúar voru sammála um að NATO hefði áfram mikilvægu hlutverki að gegna, segir í tilkynningu frá Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergi. Fulltrúar Íslands hittu að máli varnarmálaráðherra Kanada, Peter MacKay, og segja hann áhugasaman um land og þjóð. - kóþ Vestræn samvinna: Fjörutíu um stækkun NATO NORÐFJÖRÐUR Síldveiðin hefur gengið treglega það sem af er vertíð, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmda- stjóra Síldarvinnslunnar. Langt er að sækja í síldina og dýrt vegna olíuverðs sem er í sögulegu hámarki. Þá hefur síldin verið lítil. „Það er langt fyrir okkur hér fyrir austan að sækja hana vestur. Það hefur engin síld veiðst á vertíðinni úti fyrir Austfjörðum það sem af er,“ segir hann. „Svo hefur tíðarfarið verið mjög erfitt. Við vonum bara að það fari að lægja og síldin að veiðast.“ Gunnþór telur lélega síldveiði í samræmi við þá þróun sem hafi verið undanfarin ár. Sífellt stærra hlutfall af síldinni hafi veiðst fyrir vestan og síldin minnkað að sama skapi á Austfjarðamiðum. „Þetta er sú þróun sem við höfum verið að horfa upp á en við trúum því að það komi einhver síld austur þegar fer að líða að jólum,“ segir hann. Síldarvinnslan hefur fengið ríflega níu þúsund tonn það sem af er, þar af rúmlega sjö þúsund tonn inn í frystihúsið. Gunnþór segir að októbermánuður hafi gengið ágætlega, mörg skip verið að. „Stærðin á síldinni hefur ekki verið upp á marga fiska. Þetta hefur verið 240-260 gramma síld og ég hefði kosið að hafa hana kringum 300 grömmin en það hefur ekki verið í boði.“ Gunnþór bendir á að þar sem olíuverð sé í sögulegu hámarki kosti siglingin vestur tvær milljónir fram og til baka. - ghs Langt og dýrt er fyrir austfirsku skipin að sækja síldina á miðin fyrir vestan: Síldin mætti vera nær og líka vera stærri VIÐ HÖFN Í NESKAUPSTAÐ Síldarvinnslan í Neskaup- stað hefur fengið ríflega 9.000 tonn það sem af er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUNNÞÓR INGVASON ÖRYGGISMÁL Fjarskiptabúnaður í Vaktstöð siglinga verður endur- nýjaður á næstu mánuðum. Nauðsynlegt þótti að endurnýja meginhluta tækjakostsins í stjórnstöð ásamt sendum og viðtækjum á um þrjátíu stranda- stöðvum víðs vegar um landið. Miðlægur búnaður stöðvarinnar var orðinn gamall og framleið- andi hættur að ábyrgjast þjón- ustu og varahluti. Gert er ráð fyrir að uppsetning geti hafist fljótlega og að hann verði kominn í gagnið á næsta ári. Kristján L. Möller samgönguráð- herra, Björn Bjarnason dóms- málaráðherra, Þórhallur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Neyðar línunnar, og Peter Habert, sölustjóri Frequentis, skrifuðu undir samninginn í gær. - shá Vaktstöð siglinga fær búnað: Fjarskipti færð til nútímahorfs F plús hjá VÍS er samheiti yfir tryggingar fyrir fjölskyldur og heimili. Þarfir fólks, fjölskyldu- og heimilishagir eru mismunandi og þess vegna er mikilvægt að hafa tryggingu sem tekur mið af því. Kynntu þér F plús og veldu þá tryggingu sem hentar þér og þínum best. VÍS – ÞAR SEM TRYGGINGAR SNÚAST UM FÓLK TRYGGING SEM VEX MEÐ ÞÉR Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 www.vis.is V IN S Æ L A S T A F J Ö L S K Y L D U T R Y G G IN G IN VÍÐTÆKA STA FJÖLS KYLDUTRY GGINGIN Ó D Ý R O G H A G K V Æ M Ó D Ý R M E Ð F E R Ð A T R Y G G IN G U M F í t o n / S Í A Auglýsingasími – Mest lesið NOREGUR, AP Kælibúnaður í hinum risavöxnu hvelfingum, sem grafn- ar hafa verið inn í fjall á Sval- barða til að geyma til vonar og vara fyrir mannkynið fræ og útsæði að milljónum plantna, var í gær gangsettur í fyrsta sinn. Markmiðið með geymslunni, Svalbard Global Seed Vault eins og hún heitir á ensku, í sífreran- um á hinum afskekkta eyjaklasa er að vernda allt að fjórar og hálfa milljón tegunda útsæðis fyrir loftslagsbreytingum, plöntufarsóttum, náttúruhamför- um og kjarnorkuhernaði. Til stendur að taka geymsluna formlega í notkun í lok febrúar. - aa Frægeymsla á Svalbarða: Kælibúnaður gangsettur FRÁ SVALBARÐA Í geymslunni á útsæði að milljónum plantna að vera öruggt fyrir hamförum og stríði. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.