Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 30

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 30
30 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneyt- isins Á degi íslenskrar tungu finnst mér rétt að vekja athygli á því sem vel horfir. Í skýrslu til Alþingis um utanríkis- mál sem flutt var í síðustu viku lagði ég út af nýjum veruleika íslensku þjóðarinnar. Þó að stutt sé liðið á 21. öldina hefur hún borið með sér miklar breytingar og Ísland er lifandi vitnisburður þeirra hröðu breytinga. Í stjórnmálum eru skilin milli innanlandsmála og alþjóðamála að hverfa. Þetta má orða sem svo að á 21. öld séu heimsmálin einnig heimamál og heimaverkefnin heimsverkefni. Sumir óttast um íslenska tungu við þessar aðstæður og aðrir ganga langt í að tala fyrir aukinni notkun ensku hér heima í viðskiptum, skólum, stjórnsýslu og jafnvel menningarstarfi. Eins og oft gerist hjá okkur hneigist umræðan til tveggja póla og kappræðan tekur yfir. Staðreyndin er sú að íslensk tunga er sterk sem fyrr og áfram er það viðfangsefni Íslendinga að hún endurnýist og smíðuð séu ný orð um allt sem er hugsað á jörð. Þýðingarmiðstöð utanríkis- ráðuneytisins hefur verið starfrækt frá því að undirbún- ingur hófst að aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Í þeirri aðild fólst í raun umfangs- mesta upptaka erlends réttar frá því að Járnsíða og Jónsbók urðu lögbækur Íslendinga á 13. öld. Í sautján ár hefur þýðingarmið- stöðin íslenskað nýja hugsun í tækni, samfélagsmálum, vísindum og menn- ingu og leitt ný orð og hugtök inn í íslenskt ritmál í sátt við formgerð íslenskunn- ar. Þetta starf er ómetanlegt því með þessu móti eru tengslin við Evrópu og heiminn virkjuð til að endurnæra íslenskuna og svara kalli tímans. Starfsstöð þjálfaðra íslensku- fræðinga og annarra sérfræð- inga er mitt í kviku nýmæla í þróun tækni, samfélags og vísinda og færir inn í íslenskuna orð og hugtök til að fjalla um þau nýmæli. Með starfi þýðingarmiðstöðv- arinnar er orðið til hugtakasafn með ríflega 46 þúsund íslensk grunnhugtök sem aðgengilegt er öllum á vefsetri utanríkisráðu- neytisins. Þýðingarmiðstöðin starfrækir í raun þekkingarnet sem nær inn á afar fjölbreytt starfssvið samfélagsins – í verkgreinar, í opinberar stofnan- ir, til rannsóknafólks og víðar. Þetta fólk liðsinnir við að skilja við hvað er átt á erlendu tungu- máli og hvernig það verði best orðað á lipurri íslensku. Metnað- ur allra er mikill til þess að tryggja vöxt og viðgang íslensk- unnnar. Með starfi af þessu tagi tryggj- um við til framtíðar fastatök íslenskrar tungu í glímunni við hnattvæðinguna. Höfundur er utanríkisráðherra. Fastatök íslenskrar tungu á hnattvæðingu Hvað er í gangi? UMRÆÐAN Öryrkjar Stundum er ÖBÍ legið á hálsi fyrir að beita sér ekki nóg opinber- lega. ÖBÍ leggur áherslu á að ræða sem mest milliliðalaust og af hei- lindum við þá aðila sem ráða miklu um það hvort tillögur okkar ná fram að ganga eða ekki. Í slíkum sam- skiptum gildir oft maður á mann aðferðin fremur en fjandsamlegar upphrópanir í fjölmiðlum. Við vilj- um láta verkin tala. Það er óvenjulegt að ÖBÍ setji fram kröfur í tengslum við fjár- lagagerð og samningagerð á almennum vinnumarkaði. Við ákváðum að gera það að þessu sinni til að freista þess að ná árangri varðandi bætt kjör fatl- aðra og sjúkra um áramót umfram það sem felst í lagabreytingum þeim sem tóku gildi um síðustu áramót. Meginkrafa okkar er tvö- földun á grunnlífeyri eða hækkun úr 24.831 krónu í kr. 50.000. Einnig að skattleysismörk hækki úr kr. 90. 000 í 140.000 og að frítekju- mark á atvinnutekjur hækki í kr. 900.000 í stað 300.000 á ári nú. Ljón í vegi Í viðræðum mínum við fulltrúa stjórnvalda hef ég fundið fyrir miklum skilningi og áhuga á að koma til móts við tillögur okkar. Við kynntum þessar kröfur strax í haust og þótt óvíst sé að þær nái fram að ganga strax um áramót nema þá vonandi að hluta til er vilji til að ganga lengra á næsta ári. Um áramót mun lífeyrishluti almannatrygginga flytja frá heilbrigðis- ráðuneyti yfir til félags- málaráðuneytis. 71 árs gamalt kerfi verður ekki stokkað upp á nýtt á einum degi eða mán- uði en ég hef fulla trú á því að ef tekst að ná víðtækri samstöðu um nýtt fyrirkomulag muni það strax á næstu mán- uðum skila sér í bætt- um kjörum, betri þjónustu við fólk, aukinni virkni og nýjum tækifær- um. Það eru auðvitað ýmis ljón í veg- inum. Mikilvægt er að til verði eitt öflugt almannatryggingakerfi fyrir alla landsmenn þar sem fólk þarf ekki að rekast á veggi við að leita réttar síns. Öllum hugmynd- um um aðgreinandi einkarekin kerfi sem mismuni fólki verður að hafna svo við getum einbeitt okkur að hinu sameiginlega stórverkefni að skapa hér góðar almannatrygg- ingar fyrir alla landsmenn. Ég hef trú og von um að það takist að gera besta almannatryggingakerfi Norðurlanda hér á Íslandi í stað þess versta sem við nú búum við. Við verðum líka að finna starfsemi lífeyrissjóðanna stað þar sem þeir skerði ekki eða felli einhliða niður örorkulífeyri fólks sem engum vörnum kemur við. Það er óviðun- andi og ömurlegt að ÖBÍ þurfi að standa í málarekstri vegna þessa eins og nú er raunin gagnvart Gildi lífeyrissjóði. En við munum fylgja málinu til enda. Tækifærin blasa við Það er ábyrgðarlaust af stjórnend- um sjóðanna að fresta ekki ákvörð- unum um skerðingar og niðurfell- ingar á lífeyri að minnsta kosti á meðan unnið er að nýju fyrirkomu- lagi almannatrygginga. Eftir eitt ár er markmiðið að endurhæfing- arþjónusta við sjúka og fatlaða verði stóraukin. Það skiptir líka mjög miklu máli að einstaklings- miðuð ráðgjöf og stuðningur verði efldur og getum við mikið lært af Akureyringum í þeim efnum. Það á einnig við um búsetumál fatl- aðra, sem eru í miklu ólagi í Reykjavík en að mörgu leyti til fyrirmyndar fyrir norðan. Eftir breytingu mun örorkumat heyra sögunni til og færnimat verða tekið upp þess í stað, sem veitir ótekjutengdan einstaklingsbund- inn rétt til stuðnings og fram- færslu í hlutfalli við starfshæfni. Það er þannig mikið í gangi og hið mikla breytingaferli sem er að hefjast mun skila sér í auknum lífsgæðum fatlaðra og sjúkra. ÖBÍ mun sjá til þess. Tækifærin blasa við okkur. Heildarhreyfing fatlaðra hefur verið kölluð til leiks og það er skylda okkar að axla ábyrgð og taka fullan þátt í þeirri miklu vinnu sem það kostar að búa til réttlátt og gott fyrirkomulag fram- færslutrygginga á Íslandi. Við fylgjum verkinu til enda! Höfundur er formaður Öryrkja- bandalags Íslands. SIGURSTEINN MÁSSON Ég hef trú og von um að það takist að gera besta almanna- tryggingakerfi Norðurlanda hér á Íslandi í stað þess versta sem við nú búum við. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Kostun á dagskrá RÚV UMRÆÐAN Ríkisútvarpið Samningur RÚV og Ólafsfells, sem er hluthafi í Árvakri hf. og í eigu Björg- ólfs Guðmundssonar, um sameiginlega kostun þessara aðila á framleiðslu á dag- skrárefni fyrir RÚV, hefur eðlilega vakið athygli og umræður. Flestum finnst ánægjulegt að fé sé varið til innlendrar dagskrárgerðar, en málið er ekki svo ein- falt, því samningurinn felur í sér augljóst brot á ákvæðum í lögum um Ríkisútvarpið ohf., sem mikilvægt er að séu virt til að stemma stigu við vax- andi samkeppnismismunun á fjölmiðlamarkaði. Yfirlýsingar útvarpsstjóra og menntamálaráð- herra um að ekki sé um kostun að ræða þar sem féð renni til sjálfstæðra framleiðenda eru rökleysa. Nán- ast allt leikið efni á Stöð 2 er framleitt með sama hætti og algjört aukaatriði efnislega hvort féð fer um hendur stöðvarinnar eða beint til lækkunar á inn- kaupskostnaði efnisins, þótt það geti t.d. skapað skattaleg álitaefni. Útvarpslög skilgreina kostun sem hvers konar fémætt framlag til framleiðslu eða útsendingar dagskrárliða í útvarpi. RÚV og enginn annar fær verðmætin í hendur, þ.e. dagskrárefnið, sem sýnt er í samkeppni við dagskrá einkarekinna sjónvarpsstöðva, sem ekki njóta tæplega þriggja milljarða styrks frá skattgreiðendum árlega. Þetta er vinsælt efni sem leggur grunn að áhorfsmælingum og verðmætum auglýsingatímum. Því er lýst yfir af dagskrárstjóra RÚV að RÚV fari með allt dagskrár- vald varðandi þessa framleiðslu. Hvar er þetta bannað? Í 11. gr. laga um RÚV ohf. eru tekjustofnar RÚV tæm- andi taldir. Þeir eru 1) Sérstakt gjald sem skattstjórar leggja á og leysir afnotagjöld af hólmi 1. janúar 2009. 2) Tekjur af auglýsingum, kostun og sölu eða leigu á vörum tengdum dagskrárefni. 3) Aðrar tekjur sem Alþingi kann sérstaklega að ákveða. Ef það væri rétt að tekju- eða verðmætaöflunin, sem samningurinn við Ólafsfell aflar RÚV, falli ekki innan þessara liða að ofan, væri því um óheimila tekjuöflun að ræða. Varðandi umfang kostunar er sú takmörkun sett í lagagreininni, að tekjur af kostun megi ekki vera hærra hlutfall af samanlögðum tekj- um RÚV af kostun og auglýsingum, heldur en var á árinu 2006. Það voru um 10% af einum milljarði króna og heimildir RÚV til kostunar því löngu sprungnar samkvæmt lagaákvæðinu, eftir þessa samn- ingsgerð. Þessi takmörkun var ekki sett í hugsunar- leysi, heldur að undangengnum ítarlegum umræðum í menntamálanefnd um hvort rétt væri að banna slíka tekjuöflun RÚV algerlega. Ekki tókst hins vegar að fá sett neitt þak á aðkomu RÚV að auglýsinga- markaðnum, sem er náskylt umræðuefni, með þeim afleiðingum að RÚV leggur nú höfuðáherslu á að framleiða auglýsinga- sjónvarp, sem fyrirtækið niðurgreiðir með skattfé. Á þetta hefur m.a. Viðskiptaráð Íslands bent í ítarlegum áherslupunktum til stjórn- valda um þarfar kerfisbreytingar. Yfirlýsingar til Alþingis um að ekki stæði til að auka hlut RÚV á aug- lýsingamarkaði hafa reynst blekkingar einar. Prinsipp í stjórnmálum Samkeppnisstaðan gagnvart RÚV er því svipuð og ef Ríkisskip væru enn til og gætu í krafti 3 milljarða niðurgreiðslu frá skattgreiðendum boðið hagstæðari farmgjöld í samkeppni við önnur skipafélög. Allir sjá að slíkt getur ekki gengið. 365 hefur þó ekki gengið svo langt að krefjast brotthvarfs RÚV af auglýsinga- markaði, en ljóst er að skýrari línu þarf að draga milli þeirra þátta sem ríkið greiðir fyrir og samkeppnis- rekstrar sem aflar fjár með auglýsingum og kostun- um. Hámark á slíka tekjuöflun dregur úr líkunum á að ríkisstyrkur sé notaður til undirboða í samkeppn- isstarfsemi. Að mati 365 er ríkisstuðningurinn við RÚV a.m.k. að hluta til ólögmætur eins og nú stendur, þar sem hann mætir ekki kröfum samkeppnislaga og Evrópu- reglna um hvernig það er afmarkað sem ríkið er að greiða fyrir. Þau atriði eru til skoðunar hjá Sam- keppniseftirliti og Eftirlitsstofnun EFTA. Erfiðara er að átta sig á hvert er hægt að snúa sér með þá lög- leysu sem nú er uppi varðandi kostanir. Stjórn RÚV og menntamálaráðherra bera þar ábyrgð, en ráð- herra hefur þegar gefið yfirlýsingar í samræmi við þann skilning sinn að RÚV sé það fyrirtæki á mark- aðnum sem hún heldur með í keppni við önnur fyrir- tæki. Virðist hún algerlega vanhæf til að líta hlutlægt á málefni fjölmiðlamarkaðarins í heild. Hugsanlegt virðist að bera málið undir Ríkisendurskoðun eða jafnvel umboðsmann Alþingis, en tilefnið sýnist líka ærið að slíkar stofnanir taki málið upp að eigin frum- kvæði eins og umboðsmaður gerði í Orkuveitu- málum. Orkuveitumálin leiddu til líflegrar umræðu um prinsipp í stjórnmálum og stakk m.a. menntamála- ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins niður penna af því tilefni. Hún ætti að líta sér nær, því lög- leysan í kringum RÚV ohf. er orðið eitt versta dæmið í samtímanum um prinsipplaust samkrull skattpen- inga og samkeppnisrekstrar, eins og flestir sjá sem hafa tök á að setja sig inn í málið. Höfundur er forstjóri 365-miðla. ARI EDWALD ...lögleysan í kringum RÚV ohf. er orðið eitt versta dæmið í samtímanum um prinsipplaust samkrull skattpeninga og samkeppnisrekstrar, eins og flestir sjá sem hafa tök á að setja sig inn í málið. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.