Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 33

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 33
FÖSTUDAGUR 16. nóvember 2007 3 Koníakskryddlögur á lambafilé Koníaki hrært út í „Bezt á lambið“- kryddblönduna. Fyrst þarf að skera raufar í fituna með beittum hníf. Svo er þurrkryddað með „Bezt á lambið“ á kjöthliðinni og koníaks- kryddleginum síðan makað á fitu- hlið filéstykkjanna. Gott er að láta kjötstykkin marinerast í koníaks- kryddleginum í hálfan til einn sól- arhring áður en kjötið er steikt. BERNAISESÓSA 5 eggjarauður 500 g brætt smjör 1 msk Bezt á kalkúninn nokkrir dropar Tabasco-sósa (rauð) 1 tsk bernaise-essens estragon nokkrir dropar af sítrónusafa Aðferð: Setjið eggjarauðurnar í stál/keram- ikskál og hafið skálina í vatnsbaði, en sósan er löguð í vatnsbaðinu (ca. 37-40°C). Fyrst eru eggjarauð- urnar stífþeyttar með handþeytara þar til þær eru nánast hvítar. Þá er bræddu smjörinu hellt varlega í smáskömmtum og handþeytar- inn látinn ganga á hægum hraða á meðan. Þá er tabascosósa, ess- ens, krydd og sítrónusafi sett út í og hrært í augnablik. Athugið að ekki má setja lok á skálina eða hita sósuna upp aftur því þá skil- ur hún sig. Sósan er ekki síður góð þótt hún kólni eitthvað. Uppskrift Stefáns Koníaksfilé og bernaise Jól í hjarta Ólafsvíkur Jólahlaðborð 17. nóv, 24.nóv, 1.des og 8. des Foréttir Aðalréttir Meðlæti Eftirréttir Hótel Eldhestar á Völlum í Ölfusi býður upp á jólahlað- borð fyrir fyrirtæki og hópa. Algengt er að fólk gisti á hótel- inu eftir jólahlaðborðin. „Við erum með kalda og heita rétti á hlaðborð- inu auk meðlætis og ábætisrétta,“ segir Fríða Rut Stefánsdóttir, sem heldur utan um bókanir á hlað- borðin. Hún nefn- ir sem dæmi reykt svínakjöt, hangi- kjöt, heilsteikt lambalæri og rifjasteik, reyktan lax, ýmis paté og síld. „Yfirleitt er miðað við að hlað- borðið hefjist klukkan sjö en ann- ars reynum við að sníða þetta eftir hverjum hópi fyrir sig og byrjum þá þegar hópnum hentar,“ segir Fríða en salur hótelsins tekur um sjötíu manns í sæti. „Síðan erum við með 26 herbergi þannig að miðað við að tveir séu saman í her- bergi getum við tekið allt að 52 manns í gistingu. Það er nokkuð mikið um að fólk gisti eftir jóla- hlaðborðið en það á helst við um hópa sem koma lengra að. Þeir sem búa í nágrenninu eins og á Selfossi eða í Hveragerði fara nú yfirleitt bara heim að hlaðborðinu loknu,“ bætir hún við og bendir á að þeir sem séu í gistingu geti yfirleitt komið um hádegið og slakað á fram að hlaðborðinu um kvöldið. „Hlaðborðið hjá okkur hefur verið rosalega vinsælt og við erum búin að fylla allar dagsetningar fyrir utan tvær og fáum enn mjög mikið af fyrirspurnum svo það verður örugglega bráðum allt orðið fullt hjá okkur,“ segir Fríða Rut hjá Eldhestum. sigridurh@frettabladid.is Jólahlaðborð og gisting í Ölfusi Fríða Rut segir það mjög algengt að fólk sem komi lengra að í jólahlaðborðið gisti á hótelinu nóttina eftir. Eftirréttirnir eru einstaklega girnilegir og auk þess að bragðast vel þá eru þeir mikið fyrir augað. Girnilegir kjötréttir tilbúnir til framreiðslu í eldhúsi Hótels Eldhesta. Fríða Rut Stefánsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.