Fréttablaðið - 16.11.2007, Qupperneq 36
BLS. 2 | sirkus | 16. NÓVEMBER 2007
MORGUNMATURINN:
Heima.
SKYNDIBITINN:
Hádegismatur á Garðinum.
UPPÁHALDSVERSLUN:
Herrafataverslun Kormáks og
Skjaldar. Sjoppan í Valsheimilinu
kemur líka sterk inn.
LÍKAMSRÆKTIN:
Ganga upp og niður Bankastrætið
og Skólavörðustíginn.
RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA:
Gleymérei-borgarinn á Vitabarnum
er ávallt rómantískur.
BEST VIÐ BORGINA:
Hraðinn er svakalegur og hér er
alltaf allt að
gerast.
■ Heyrst hefur
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Ritstjóri Marta María Jónasdóttir
martamaria@365.is
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@frettabladid.is
Forsíðumynd Anton Brink
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Reykjavík, sími 512 5000
Sölustjóri Bergur Hjaltested
512 5466 bergurh@365.is
Benni Hemm Hemm,
tónlistarmaður
REYKJAVÍK
U m fátt hefur verið rætt meira síðustu vikurnar en brúðkaup aldarinnar
þegar Jón Ásgeir Jóhannesson
og Ingibjörg Stefanía Pálma-
dóttir ganga í það heilaga. Í til-
efni af brúðkaupinu hafa þau
afþakkað allar brúðargjafir en
biðja fólk í stað þess að gefa í
Sólarsjóðinn sem er góðgerða-
sjóður. Tilgangur sjóðsins er að
styrkja börn sem eiga um sárt að
binda vegna langvarandi veik-
inda og aðstandendur þeirra. Í
bréfinu sem barst til veislugesta
segir: „Í þeim efnum hefur okkur
meðal annars dottið í hug að
kaupa mætti íbúðir í Reykjavík
eða London, þar sem fjölskylda
barnsins getur búið saman á
meðan meðferð þess stendur.“
Jón Ásgeir og Ingibjörg Stefanía
munu sjálf leggja sitt af mörkum
inn í sjóðinn sem er ætlað að
styrkja langveik börn og munu
þau sjálf leggja fram stofnfram-
lag. Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem verðandi brúðhjón leggja
þeim sem minna mega sín lið en
um árin hefur Jón Ásgeir verið
duglegur að styrkja bágstadda á
Íslandi. Tilkoma Sólarsjóðsins
mun þó ekki bara styðja við
bakið á langveikum börnum
heldur mun þetta létta þungu
fargi af veislugestum sem hafa
margir hverjir misst svefn út af
brúðargjafakaupum.
martamaria@365.is
JÓN ÁSGEIR OG INGIBJÖRG STEFANÍA PÁLMADÓTTIR AFÞAKKA BRÚÐARGJAFIR:
Stofnuðu góðgerðasjóð
til að styðja við bakið á
langveikum börnum
GERA GÓÐVERK
Jón Ásgeir og Ingibjörg Stefanía
afþakka hefðbundnar brúðargjafir.
Heyrst hefur að Telma Tómasson,
fyrrverandi fréttakona Stöðvar 2, muni
sjá um lifandi fréttaflutning á fréttavefn-
um MBL.is. Telma
sagði skilið við
fjölmiðlaheiminn fyrir
þónokkrum árum og
hefur gegnt starfi
fjölmiðlafulltrúa
Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands
síðan 2004. En auk
þess hefur sinnt Telma hestamennskunni
af mikilli ástríðu en hún er mikil
hestakona. Telmu hefur verið sárt
saknað af skjánum og ættu fréttahaukar
að taka endurkomu hennar í fréttirnar af
mikilli gleði.
Telma Tómasson aftur í
fréttirnar
Í fantaformi
Líkamsræktarstöðin World Class hefur
verið þéttsetin síðustu vikuna og hafa
veislugestir í brúðkaupi Jóns Ásgeirs og
Ingibjargar Stefaníu
verið sérlega
áberandi. Það ætlar
enginn að láta hanka
sig á úthaldsleysi fyrir
brúðkaup aldarinnar.
Á miðvikudaginn sást
til þeirra Ara Edwald
og Þórðar Más
Jóhannessonar þar
sem þeir spörkuðu af öllu afli í boxpúða
með þeim afleiðingum að svitinn lak af
þeim. Þeir ættu því að vera nýuppgerðir
og sprækir á laugardaginn enda búnir að
taka vel á því.
V ið erum að taka við rekstri veit-ingastaðarins Salts,“ segir Guð-
varður Gíslason veitingamaðurinn
ástæli betur þekktur sem Guffi. Guffi
og eiginkona hans Guðlaug Hall-
dórsdóttir textílhönnuður eða Gulla
eins og hún er kölluð hafa verið
öflug í veitingarekstri á höfuðborg-
arsvæðinu, en þau hjónin ráku
meðal annars skemmtistaðinn Gauk
á Stöng og veitingastaðinn Apótekið.
Nýi staðurinn sem þau eru að opna
hefur hlotið nafnið Gullfoss Rest-
aurant Lounge og skírskotar þar
með til hússins sem að það er stað-
sett í, gamla Eimskipahússins. „Stað-
urinn er afar kaldur í dag og við
ætlum að gera hann hlýlegri og
notalegri þar sem Íslendingar þurfa
meiri hlýju í kaldan veruleikann. Við
hefjum framkvæmdir við húsnæðið
á sunnudaginn en miklar breytingar
eru á döfinni. Veitingastaðurinn
verður færður yfir þar sem barinn er
í dag. Lounge bar verður opnaður
þar sem veitingastaðurinn er núna,
þar sem áherslan verður á kokteila,
mikinn og góðan vínbar og seinna
meir er stefnan að bjóða upp á fjöl-
breyttan rommbar,“ segir
Guffi um fyrirhugaðar breyt-
ingar á húsnæðinu. Gull-
foss Resturant Lounge
mun sérhæfa sig í svoköll-
uðum „New style tapas“ og
mun bjóða upp á fjöl-
breyttan matseðil smárétta
sem verður ólíkur því
tapasúrvali sem hefur
verið á boðstólum á
Íslandi. „Við ætlum okkur
að framreiða tapas eins
og það gerist hvað best í
Barcelona og Madrid og
leggjum mikla áherslu á að
hráefnið sem við notum sé
fyrsta flokks.“ Guffi mun halda
áfram að njóta fulltingis Frakkans
og stjörnukokksins Nicolas Verg-
naut sem fylgir Guffa af Apótekinu
og verður yfirkokkur á nýja staðn-
um. Gullfoss Resturant Lounge á án
efa eftir að setja skemmtilegan blæ
á veitingahúsalífið og skemmtana-
lífið á höfuðborgarsvæðinu og mun
ylja barflugum, fagurkerum og mat-
gæðingum um hjartarætur.
Bergthora@frettabladid.is
GUFFI OG GULLA KEYPTU VEITINGASTAÐINN SALT
Tileinka sér „New style tapas“