Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 42
BLS. 8 | sirkus | 16. NÓVEMBER 2007 Þ ulur Ríkissjónvarpsins hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkast- ið en í síðustu viku voru fjórar nýjar þulur ráðnar til starfa. Katrín Brynja Hermannsdóttir hefur verið þula í sjö ár og er langt frá því að vera á förum. Hún hefur þó ekki sést mikið á skján- um upp á síðkastið því hún eignaðist son 28. september síðastliðinn. „Ég sótti um í upphafi í þeim til- gangi að reyna að finna þefinn af fjöl- miðlum og átta mig betur á starfs- umhverfinu. Pabbi hafði alla sína tíð unnið við fjölmiðla, sem blaðamaður, ritstjóri og fréttamaður á RÚV. Það var eitthvað sem heillaði. Að sjálfsögðu bað ég hann um að reyna að greiða leið mína að starfinu og reyndi að fá hann til að tala við yfirmann þulanna. Fannst það þjóðráð að hann stykki bara á hann á göngunum og legði inn gott orð fyrir mig, en allt kom fyrir ekki. Pabbi horfði á mig og sagði stutt og laggott: „Nei. Katrín – ef þú átt eitt- hvað í þetta starf, þá færðu það á eigin forsendum,“ og þar með var það útrætt. Ég hins vegar veit að einhverjir vildu tengja tilveru pabba á fréttastofunni við að ég var ráðin á sínum tíma. Ég skil það vel enda gerði ég heiðarlega tilraun til að notfæra mér tengslin,“ segir hún og brosir. „Það er auðvitað gott og kannski fyrst og fremst þægilegt ef einhver hefur tækifæri til að greiða leið manns að því sem mann langar í en það er töluvert mikið skemmtilegra að ná markmiðum sínum einn og óstuddur. Það er góð tilfinning,“ segir hún og hlær og rifjar upp þuluprófið sem hún þurfti að þreyta til að hnjóta um starfið. „Þegar við Ellý byrjuðum var held ég unnið úr bunka umsókna og við boðuð í próf sem gekk út á að semja eigin texta og lesa hann af textavélinni. Þetta var tekið upp og hefur eflaust vakið kátínu þeirra sem fengu að sjá – við stukkum ekkert fullskapaðar í djobbið og maður var dágóðan tíma að finna sig, eða ég allavega. En það kom á óvart hversu margir sóttu um þetta núna – eins umdeilt og starfið virðist oft vera og skiptar skoðanir um ágæti þulustarfsins. Á meðan ein- hverjir geta ekki hugsað sér Ríkissjón- varpið án okkar þá eru aðrir sem vildu helst henda starfinu út í hafsauga og hugsa ekki um það söguna meir. Þetta höfum við alltaf vitað og lendum reglu- lega í því að ræða við fólk um starfið, sem allir virðast hafa skoðun á.“ Í síðustu viku var greint frá því að fjórar nýjar þulu hefðu verið ráðnar. Katrínu Brynju líst vel á sínar nýju samstarfskonur. „Við hittumst einmitt í vikunni og ég gat ekki betur séð en að þetta væru stelpur sem eiga eftir að pluma sig frá- bærlega – flottar að öllu leyti. Ég þekki Önnu Rún, en hún hefur málað mig niðri í Sjónvarpi fyrir kynningar. Ef hinar stelpurnar eru eitthvað líkar henni þá getur fólk leyft sér að hlakka til að fylgjast með þeim á skjánum,“ segir Katrín Brynja en bætir því við að þulurnar hittist nú ekki mikið þar sem það sé alltaf bara ein á vakt hverju sinni. „En starfið er skemmtilegt og ekki síst vinnuumhverfið og fólkið hjá Sjónvarpinu. Þar eru gullmolarnir hver um annan þveran. Í starfinu sjálfu þarf maður svo stöðugt að vera tilbúinn til að gera betur og það er skemmtilegt í sjálfu sér.“ Þegar hún er spurð að því hvort hana langi til að vera með sinn eigin sjónvarpsþátt hugsar hún sig um í smá stund áður en hún svarar. „Kannski í fyllingu tímans eða vera hluti af stærra teymi. Ég er samt ekki að hugsa um það núna,“ segir hún. Með þulustarfinu hefur Katrín Brynja verið í meistaranámi í blaða-og fréttamennsku í Háskólanum. Hún hefur líka verið flugfreyja, kennari og unnið sem blaðamaður. „Að setjast á skólabekk aftur var frábært og þvílíkt endurnýjandi. Tilhlökkunin var nákvæmlega eins og þegar maður labbaði í skólann fyrsta daginn í grunnskóla. Í óléttunni kláraði ég svo lokaritgerðina en á eftir tvö fög sem ég stefni á að klára næsta haust. Ég ætlaði að vera ofurkona og klára núna um jólin en áttaði mig sem betur fer á því að láta aðra og mikilvægari hluti hafa forgang.“ Upptekin í móðurhlutverkinu Í haust eignaðist Katrín Brynja annan son sem er orðinn sex vikna og segir hún fæðinguna hafa gengið ótrúlega vel. „Ég var í frábærum höndum Önnu Eðvaldsdóttur ljósmóður, fílaði hana vel um leið og við hittumst, enda rómaður snillingur í sínu fagi. Ég var mjög heppin með hana. Pilturinn hefur ekki hlotið nafn og ekki verið nefndur, ætli ég sé ekki eitthvað pínu- lítið gamaldags í þessum málum. Hann gengur því undir nöfnunum Litli eða Moli í bili,“ segir hún og hlær. Fyrir á hún soninn Mána Frey sem er fimm ára og er stoltur stóri bróðir. Hún segir að það sé heilmikil breyting að vera heima með tvö börn en það sé vel þess virði. „Næturbröltið og baugarnir eru vel þess virði,“ segir hún brosandi. Fæðingarorlofið leggst vel í hana þótt hún stelist til að taka eina og eina þuluvakt. „Það eru þvílík forréttindi að geta verið heima og sinnt nýfæddu barni. Þetta eru stundir sem koma aldrei aftur og eins gott að njóta þeirra. Oft vildi ég óska að ég gæti ýtt á ein- hvern takka og fryst mómentið svo ég geti notið þess lengur. Þetta er svo ótrúlegt undur, meðganga og fæðing barns. Að þetta skuli vera hægt finnst mér stórmerkilegt.“ Katrín Brynja er á bólakafi inni í sápukúlu móður- hlutverksins. „Um leið og barnið fæddist var eins og heimurinn minnkaði og hlutir sem maður var upptekinn af, kannski alveg fram að fæðingu, skiptu ekki máli lengur eða færðust langt aftur í for- gangsröðinni. Svo hefur mér tekist mun betur að lifa í núinu og þá fer maður ósjálfrátt í naflaskoðun og hún er holl.“ Hún segist ekki hafa neinn sér- stakan metnað í að byrja að vinna sem fyrst og ætlar bara að láta það ráðast hvað hún verður í löngu orlofi. Síðast tók hún sér 15 mánaða fæðingarorlof og segir að það hafi verið mjög ánægju- legt. „Þegar ég hef tekið þuluvakt hef ég haft soninn með mér og það hefur gengið ótrúlega vel.“ Í nýliðinni viku voru ekki bara fjórar nýjar þulur ráðnar til starfa. Björgólfur Guð- mundsson færði Ríkissjónvarpinu styrk upp á 150 milljónir. „Ég sé fulla ástæðu til að gleðjast yfir þessum samningi og sé ekki að það skipti máli hvaðan gott kemur. Þetta snýst um fjármögnun á leiknu sjón- varpsefni og að efla íslenska leiklist – af því munum við hin svo njóta góðs. Öll umræða um mál af þessum toga er hins vegar af hinu góða því af henni hlýst meiri skilningur í allar áttir. Ég hef litlar áhyggjur af því að þetta veiti Björgólfi einhvern óljósan valdasprota innan RÚV – ég treysti stjórnendunum bara miklu betur en það, og þar fyrir utan hef ég enga trú á að það sé tilgangurinn,“ segir Katrín Brynja. Katrín Brynja er mjög skipulögð. Þegar hún er spurð út í jóla- undirbúninginn fer hún að hlæja og segist hafa byrjað að undirbúa hátíð ljóss og friðar í júlí. „Við mamma fórum til Boston og fengum þá frábæru hugmynd að kaupa nokkrar jólagjafir. Þá var ég komin 34 vikur á leið og þar af leiðandi komin með stóra kúlu. Flugið, steikjandi sól og hiti var ekkert rosalega óléttuvænt. Skórnir mínir öðluðust sjálfstætt líf og minnkuðu eftir því sem líða tók á daginn. Ég held ég hafi prófað hvern einasta bekk sem á vegi okkar varð,“ segir hún og skellihlær og bætir því við að fólki hafi fundist þær stórskrítnar að vera að huga að jólunum svona snemma. „Fyrir mér var þetta eðlilegasti hlutur í heimi því þegar ég vann sem sumarflugfreyja sankaði ég að mér jólagjöfum á ferðum mínum erlendis. Mér finnst þetta miklu skemmtilegra heldur en að vera í einhverju stressi í KATRÍN BRYNJA HERMANNSDÓTTIR ER FARIN AÐ TAKA EINA OG EINA ÞULUVAKT ÞÓTT HÚN SÉ Í FÆÐINGARORLOFI. HÚN ER SPENNT AÐ KYNNAST NÝJU ÞULUNUM OG SEGIR STARFIÐ SKEMMTILEGT ÞÓTT SUMIR ELSKI AÐ HATA ÞULURNAR. Næturbröltið og baugarnir eru þess virði Uppáhaldsmaturinn: Rósmarínkryddaðar lambalundir að hætti mannsins míns eru ólýsanlega bragðgóðar. Vel heppnaður humar er líka ómótstæðilegur. Besti veitingastaðurinn: Hornið stendur alltaf fyrir sínu og missir aldrei sjarmann – pitsurnar þar eru snilld. En ég bíð spennt eftir að einhver opni California Pitza Citchen hérna heima – þann mat gæti ég snætt daglega. Tónlistin: Það eru langar í mér tónlistar- leiðslurnar... nú er James Blunt, gamli diskurinn í uppáhaldi og svo var ég að panta mér þann nýja á Amazon. Ég get hlustað á þetta daginn út og inn. Bíllinn minn er ... silfurgrár eðalkaggi með skynjurum í stuðurunum – þvílíkur lúxus! Ef ekki sjónvarpþula hvað þá? Skíðakenn- ari í svissnesku ölpunum, sól og skemmti- legheitum. Uppáhaldsflíkin: Lopapeysa sem frænka mín prjónaði handa mér – nú er komið gat á olnbogann svo mig bráðvantar nýja... MÓÐIR AÐ STÖRFUM Katrín Brynja og Máni Freyr sonur hennar á góðri stundu heima. MYNDIR/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.