Fréttablaðið - 16.11.2007, Page 49
tíska&fegurð ●
snyrtivörur
● MASKARI MEÐ DAGAMUN
Geturðu ekki ákveðið hvernig
augnhár þú vilt í dag?
Konan vill geta
valið maskara eftir
skapi sínu. Suma
daga vill hún löng og
daðrandi augnhár.
Aðra daga vill hún
hafa þau þykk og
munúðarfull.
Í Double Black
Designer maskaran-
um frá Nivea Beauté
fær hún það sem
dagsformið óskar.
Þessi tvöfaldi maskari
geymir tvær ólíkar
formúlur og tvo ólíka
bursta sem veita val-
frelsi fyrir lengd, þykkt
og lögun augnháranna.
KARL LAGERFELD sýndi og sannaði hvers hann er megnugur þegar hann sýndi vorlínu
Chanel í París á dögunum. Línan þykir nokkuð ungæðingsleg, létt og sportleg, en meðal fylgihluta
voru tennisspaðar sem fyrirsæturnar sveifluðu óspart meðan á sýningu stóð. Hvort Lagerfield, sem
gagnrýndi Yves St. Laurent harðlega fyrir að hætta í bransanum fyrir aldurs sakir, er með þessu að
sýna að honum eru enn allir vegir færir á áttræðisaldri skal ósagt látið. Málið er að línan þykir töff.
7
● TÍSKUTEIKNINGAR Í
ALDARFJÓRÐUNG
Tískusafnið við New York-
háskóla er með yfirlitssýningu á
tískumyndskreytingum Steven
Stipelman.
Sýningin Ethereal Elegance:
Fashion Art of Steven Stipelman
stendur nú yfir hjá tískusafni the
Fashion Institute of Technology
við New York-háskóla.
Sýningin spannar aldarfjórð-
ung af teikningum og tískumynd-
skreytingum Steven Stipelman
sem er prófessor við skólann.
Stipelman, sem er borinn og
barnfæddur New York-búi, byrj-
aði í tískuiðnaðinum árið 1964
og næstu tuttugu og fimm árin
teiknaði hann allt frá minipilsum
til Halston. Hann teiknaði ætíð án
fyrirmyndar og notaðist heldur
við skissur frá hönnuðum á borð
við Yves Saint Laurent, Geoffrey
Beene, Christian Dior ásamt
fleirum. Markmiðið var að ferðast
út fyrir landamæri tísku sam-
tímans hverju sinni og Stipelman
er sagður hafa haft mikil áhrif
á tískustrauma og hönnuði
frá upphafi ferilsins. Sýningin
stendur yfir til 15. desember.
Nánari upplýsingar: www.fitnyc.
edu/museum
New York hefur fætt af sér marga
snillinga tískuheimsins.