Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 52

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 52
● tíska&fegurð10 Sýning til heiðurs verkum franska fatahönnuðarins Christian Lacroix stendur nú yfir í Arts Decoratifs- safninu í París. Sýningin heitir „Christian Lacroix, History of Fashion“. Þar má líta hin ýmsu verk af ferli fatahönnuðarins. Christian Lacroix fæddist 1951 í Arles í Frakk- landi. Lacroix ólst upp við nautaat og dvaldi löng- um í söfnum og las gamlar bækur uppi á háalofti. Hann stundaði nám í listasögu við háskólann í Montpellier og síðar í Sorbonne og Ecole du Louvre 1973. Stefna hans á þeim tíma var að gerast safn- stjóri. Á svipuðum tíma hitti hann Jean-Jacques Picart sem kom Lacroix í vinnu hjá Hermes árið 1978 og síðar Guy Paulin 1980. Við útskrift frá École du Louvre árið 1981 fór hann að vinna hjá Jean Patou. Með hjálp Picart kom Lacroix fram með margar vin- sælar fatalínur. Bjartir litir, glæsileiki og nákvæmni gerðu Lacroix og Picart að vinsælustu hönnuðum síns tíma. Árið 1987 opnaði Lacroix sitt eigið hátískuhús. Árið 1988 setti hann á markað hversdagsklæðn- að þar sem hann fékk innblástur frá hinum mis- munandi menningarheimum. Gagnrýnendur töldu hann hins vegar ekki hafa skilning á því sem hin venjulega kona myndi vilja klæðast. Síðan þá hefur Lacroix hannað allt sem viðkemur tísku. Allt frá skartgripum, veskjum og skóm til gallabuxna og nærfata fyrir konur og karla. Lacroix er kannski best þekktur fyrir stíl í ætt við leikbúninga. Hann er einnig þekktur fyrir „le pouf“-kjólinn (þar sem pilsið er hálfgerður bolti) auk þess sem hann lýkur öllum tískusýn- ingum með fyrirsætu í brúðarkjól. Lacroix hefur hannað kjóla fyrir ýmsar stjörnur. Til að mynda hann- aði hann brúðarkjól fyrir Christ- inu Aguilera. Á tíunda áratugnum var hann þekktur sem uppáhaldshönnuð- ur Edinu Monsoon í bresku gamanþáttaröð- inni Absolutely Fabulous. Þá má einnig geta þess að Lacoix hannaði búninga á flugþjóna og -freyjur flugfélagsins Air France árið 2004. solveig@frettabladid.is Leikrænn ferill Lacroix Christian Lacroix innan um sköp- unarverk sín. NORDICPHOTOS/GETTY ● Verk frá löngum ferli fatahönnuðarins Christian Lacroix eru til sýnis í listasafni í París. 16. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.