Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 56

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 56
BLS. 10 | sirkus | 16. NÓVEMBER 2007 ELIN HIRST OG FRIÐRIK Fréttastjórinn Elín Hirst ljómaði á Eddunni ásamt Friðriki eiginmanni sínum. Elín minnti óneitanlega á leikkonuna og fegurðardísina Audrey Hepburn. Edda var í svörtum einföldum kokteilkjól sem hún kryddaði með þessari skemmtilegu grófu tösku. RAUTT, RAUTT, RAUTT Eiginkona Astrópíu- leikstjórans Gunnars B. Guðmundssonar, Sigríður Þóra Árdal grafískur hönnuður og nýbökuð móðir, bar af í þessum flotta rauða kímonó úr hrásilki. Vinkona Sigríðar, Lísa Kristjánsdóttir framleiðandi og hægri hönd Baltasar Kormáks, gaf henni kímonóinn fyrir hátíðina. Þess má geta að Sigríður sá um alla grafík myndarinnar Syndir feðranna sem hlaut Edduna í flokknum besta heimildarmynd ársins, MYNDIR/VÖLUNDUR ALLTAF JAFN SMART Systurnar Margrét og Ásthildur Sverrisdætur skörtuðu sínu fegursta en báðar hafa þær gaman af fallegum fötum. Guðmundur Breiðfjörð markaðstjóri og eiginkona hans Kristín Karólína Harðardóttir tóku galastemninguna alla leið og mættu í sínu fínasta pússi. Kristín var glæsileg í skósíðum svörtum kjól með keip yfir axlirnar og hefði eflaust sómt sér vel í konungsveislu. SVART/HVÍT EDDA MEÐ RAUÐU ÍVAFI Sjónvarpskonan Nadia Banine og Ingibjörg Lárusdóttir söngkona voru flottar saman. Nadia var klassískum hnésíðum kjól frá Spaksmanns- spjörum og við hann klæddist hún ermum sem hún hannaði sjálf úr þæfðri ull. Takið eftir breiðu leðurbandinu sem Nadia bætti við efri hluta kjólsins og gefur heildarútlitinu skemmtilegan og óvenjulegan efnisblæ. Ingibjörg Lárusdóttir var hnésíðum kjól en braut hann upp með því að klæðast skósíðum buxum innan undir sem kemur skemmtilega út. Takið eftir rauðu lakkskónum hennar sem gefa alklæðnaðnum lit.erið mjög áberandi í hausttískuni. „LITLI SVARTI KJÓLINN“ Helga Braga leikkona var glæsileg að vanda í svörtum hnésíðum Dolce & Gabbana kjól frá Sævari Karli og ekki spillti ásýnd leikarans Péturs Jóhanns fyrir. Kvenlegur vöxtur Helgu naut sín sérstaklega vel í þessum aðsniðna kjól. Það eru ekki margir sem geta skartað berleggja fótleggjum á þessum árstíma eins og Helga notaði tækifærið til. Svavar Örn á heiðurinn af hárgreiðslunni en veskið fékk hún að láni hjá vinkonu sinni. Svarti og hvíti liturinn voru áberandi á Eddunni í ár. „Litli svarti kjóllinn“ og stórar töskur virtust eiga upp á pallborðið hjá kvenþjóðinni. Sirkus fór yfir dressin á Eddunni sem voru að þessu sinni dálítið einsleit miðað við oft áður. Hlín Helga Guðlaugsdóttir listnemi og eiginmaður hennar Björn Ingi Hilmarsson leikari voru í stíl á Eddunni. Björn Ingi skipti út bindinu og þessum forláta hálsklút sem gefur jakkafötunum gamaldags yfirbragð. Hlín Helga var eins og kvikmynda- stjarna í þessum dásamlega kjól sem hún keypti af eldri konu í San Fransisco fyrir nokkrum misserum en við kjólinn bar hún gyllta tösku sem er erfðagripur. SVART OG HVÍTT Edda Andrésdóttir og eiginmaður hennar Stefán Ólafsson prófessor. Sjónvarpskonan ástsæla, Edda Andrésdóttir, braut upp kjólastemmingu Eddunnar með svartri buxnadragt. Blússan, sem Edda ber einstaklega vel, gaf dragtinni rokkaðan blæ sem og hálsnælan og lakkskórnir sem toppuðu dressið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.