Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 60

Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 60
BLS. 14 | sirkus | 16. NÓVEMBER 2007 ■ 5 leiðir til að lifa helgina af H rafnhildur er á vissum lokapunkti í lífi sínu. Hún skuldar engum neitt og er með hreint borð fyrir framan sig,“ segir Sigríður Klingen- berg um fegurðardrottninguna Hrafn- hildi Hafsteinsdóttur. „Hrafnhildur er að raða upp taflmönnum sínum til að athuga hvaða stöðu hún ætlar að leika. Hún er náttúrulega drottning sem lætur engan snúa á sig til lengdar. Hrafnhildur á eftir að koma fram á sjónarsviði með hraði, fyrr en alþjóð heldur, og taka hlutina með bravúr. Dálítillar spennu mun þó gæta, jafn- vel í sambandinu, en Hrafnhildur veit hvað hún er að gera. Eitthvað sem hún er búin að óska sér lengi verður að veruleika. Heimili hennar verður líkt og höll en hún hefur smekk fyrir hlutum með sál og hlutum með stíl. Þar af leiðandi ef maður gengur inn á heimili Hrafnhildar og Bubba þá lýtur maður létt höfði. Hrafnhildur byrjar nýjan þriggja ára kafla árið 2009 sem verður spennandi og árangursríkur en margt gæti verið að krauma undir niðri í augnablikinu því desember fram í apríl eru mánuðir sem virðast eiga eftir að gefa henni miklar og ómældar breytingar. Hrafnhildur er fimma, eins og frú Klingenberg, og þar af leiðandi á hún að nota orðið og gæti komið vel út í sjónvarpi. Kannski Þórhallur ætti bara að ráða hana í sjónvarpið því hún Hrafnhildur hefur bein í nefinu.“ DROTTNING „Hún er náttúrulega drottning sem lætur engan snúa á sig til lengdar,“ segir Sigríður Klingenberg um Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, fyrrverandi fegurðar- drottningu og kærustu Bubba Morthens. SPURNINGAKEPPNI sirkuss Rétt svör: 1. Bjartmar Guðlaugsson. 2. Lay Low. 3. Stefán Hjörleifsson. 4. Ball á Bessastöðum. 5. Gunnlaug Egilsson. 6. Knut Ödegard. 7. Roma. 8. Garðabær. 9. Ég skemmti mér um jólin. 10. Toshiki Toma. ■ Ásgrímur 1. Veit ekki. 2. Lay Low. 3. Stefán Hjörleifsson. 4. Veit ekki. 5. Gunnlaugur Egilsson. 6. Ekki hugmynd Hannes Heimir bar sigur af hólmi og jafnar þar með met Helga Seljan. Hannes hlaut sex stig af tíu mögulegum á móti fjórum stigum Ásgríms. Ásgrímur skorar á Friðrik Erlingsson rithöfund til að binda enda á sigurgöngu Hannesar. 1. Hvaða ástsæli söngvari var fótbrotinn í 27 ár án þess að fá meina sinna bót? 2. Hver semur tónlistina fyrir verkið Ökutím- ar, sem er sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar? 3. Hver er framkvæmdastjóri tónlistarvefs- ins Tónlist.is? 4. Hvað heitir nýútkomin barnabók rithöf- undarins Gerðar Kristnýjar? 5. Eftir hvaða Íslending er dansverkið „Degenerator“ sem frumsýnt var í Konung- lega leikhúsinu í Stokkhólmi í síðustu viku? 6. Hver hlaut alþjóðlegu Jan Smrek ljóðlist- arverðlaunin nú á dögunum? 7. Með hvaða ítalska liði leikur körfuknatt- leikskappinn Jón Arnór Stefánsson? 8. Hvaða bæjarfélag hlaut leiðtogaverðlaun Dale Carnegie nýverið? 9.Hvað heitir platan sem tvíeykið Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar gefa út fyrir jólin? 10. Hvað heitir prestur innflytjenda á Íslandi? SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. TRYMBILLINN HANNES HEIMIR VIRÐIST ALGER- LEGA ÓSIGRANDI. HANNES HEFUR ÞEGAR UNNIÐ SJÖ STERKA MÓTHERJA OG NÚ RÆÐST HVORT HANN NÆR METI HELGA SELJAN, EN HELGI VANN ALLS ÁTTA MÓTHERJA. HÉR REYNIR HANNES VIÐ ÁSGRÍM SVERRISSON DAGSKRÁRGERÐARMANN OG KVIKMYNDASPEKÚLANT. 6 RÉTT SVÖR 4 RÉTT SVÖR■ Hannes Heimir 1. Bjartmar Guðlaugsson. 2. Lay Low. 3. Stefán Hjörleifsson. 4. Hef ekki hugmynd. 5. Ég giska á Ernu Ómarsdóttur. 6. Veit ekki. 7. Napolí 8. Garðabær. 9. Ég skemmti mér um jólin. 10. Toshiki Toma. 7. Nú stend ég á gati. 8. Ég giska á Hafnarfjörð. 9. Ég er í svaka stuði. 10. Toshiki Toma. Kæmi vel út í sjónvarpi Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is Þegar piparkökur bakast… Dustaðu rykið af piparkökumótunum og hentu í deig, það er ekkert skemmtilegra á þessum árstíma en að dunda sér við að búa til piparkökukalla áður en allt stressið byrjar. Þeir sem ekki finna kökukeflið geta keypt fínustu piparkökur í næstu matvöruverslun og látð sér nægja að skreyta þær af hjartans lyst. Sundferð Slakaðu á eftir vinnuvikuna og skelltu þér í sund, það er fátt jafn afslappandi en að láta líða úr sér og skilja þreytuna eftir í heita pottinum. Morgunmatur í rúmið Njóttu þess að geta sofið út, dekraðu við þig og borðaðu morgunmatinn í rúminu. Það þarf enginn að leigja sér hótelher- bergi til að lifa eins og blómi í eggi. Stanslaust stuð Það veit enginn hvar hann dansar næstu jól, en í þessum ómótstæðilegu skóm er víst að gamanið er ekki langt undan. Útgáfutónleikar Páls Óskars Farðu á útgáfutónleik- ana á Nasa og skvettu ærlega úr klaufunum við dúndrandi danstónlist. Á tónleikunum ætlar hann að spila lögin af nýjustu plötunni sem rýkur út úr verslunum þessa dagana. Ekki skrítið þar sem þetta er engin venjuleg stuðplata. ÞRÍR ÆTTLIÐIR Bryndís Guðmundsdóttir er hér ásamt móður sinni, Hervöru Guðjónsdóttur og dóttur sinni Védísi Hervöru Árnadóttur. B ryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og bæjarstjórafrú í Reykjanesbæ, er nýbúin að gefa út bókina, Einstök mamma, sem fjallar um Ásdísi og Óla sem eiga mömmu sem er heyrnarlaus. Bryndís miðlar af eigin reynslu í bókinni en sjálf er hún alin upp hjá heyrnarlausri móður. „Mér fannst vera þörf fyrir bók af þessu tagi og langaði til að skrifa niður þætti úr mínu lífi sem ég upplifði sem barn. Ég var búin að hugsa lengi um þetta efni og upplifði það sterkt að kannski hefði ég eitthvað að segja,“ segir Bryndís. Hún segir að skrifin hafi runnið vel en það hafi kannski verið vegna þess hvað efnið var nálægt. „Það sem var kannski erfiðast var að lesa bókina fyrir mömmu og ég verð að viðurkenna að ég var með svolítið í maganum yfir því hvað hún segði.“ Hervör Guðjónsdóttir móðir Bryndísar brást hins vegar vel við. „Mamma er ótrúlega góð fyrirmynd og hún hefur alltaf sýnt það í verki að hún gefst ekki upp og er enginn eftirbátur heyrandi mæðra.“ Þegar Bryndís er spurð að því hvort það hafi ekki verið erfitt að alast upp hjá heyrnarlausri móður segir hún svo ekki vera. „Þetta var öðruvísi reynsla en að sama skapi jákvæð og lærdómsrík. Ég á heyrandi pabba og hann var mjög sterkur inni á heimilinu. Auðvitað komu upp erfið atvik en ég held að allir upplifi það sem alast upp við óhefðbundið fjölskyldumunstur. Mín skilaboð eru þau að þeir sem eru aldir upp við öðruvísi fjölskylduaðstæður eigi að gera það að jákvæðri og uppbyggilegri reynslu,“ segir Bryndís. Erfi ðast að lesa bókina fyrir mömmu BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR SKRIFAÐI BÓK UM EIGIN UPPLIFANIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.