Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 70

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 70
34 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Í dag eru 150 ár liðin frá fæðingu Jóns Sveinssonar eða Nonna eins og hann er yfirleitt kallaður en hann er hvað þekkt- astur fyrir Nonnabækurnar margróm- uðu. Af því tilefni hafa konur í Zonta- klúbbi Akureyrar unnið sýningu um ævi hans og störf. Sýningin, sem lýsir viðburðaríku lífshlaupi Nonna í máli og myndum, var opnuð í Amtsbóka- safninu á Akureyri laugardaginn 10. nóvember og stendur út árið. Í dag eru einnig fimmtíu ár frá því að Nonnahús var opnað en Zontakonur föluðust á sínum tíma eftir bernsku- heimili Nonna, fóru að safna munum honum tengdum og opnuðu safnið árið 1957. Brynhildur Pétursdóttir, safn- stjóri Nonnahúss og meðlimur í Zonta- klúbbnum, segir að á þessum tímamót- um hafi Zontakonur, sem hafa nú rekið safnið í hálfa öld, ákveðið að afhenda það Akureyrarbæ að gjöf og verður það gert á milli jóla og nýárs. Brynhildur segir í raun ótrúlegt afrek hjá þessum framsýnu konum að bjarga húsinu á sínum tíma og gera úr því safn enda sé varla hægt að hugsa sér Akureyri án þess. Að hennar mati mættu Íslendingar þó vera duglegri við að halda minningu Nonna á lofti og segir til dæmis athyglisvert að ævi- saga hans hafi verið skrifuð á þýsku og tékknesku en sé ekki til í íslenskri þýðingu. Nonni fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal en flutti sjö ára gamall til Akureyrar. Faðir hans lést þegar hann var ungur að árum og ólst hann upp við fátækt. Tólf ára gamall kvaddi hann móður sína og var sendur til Frakk- lands í kaþólskan skóla. Nonni gerðist jesúítaprestur og starfaði sem kennari í Danmörku í tuttugu ár. Þegar hann hætti kennslu var hann sendur til Hol- lands þar sem hóf að skrifa bækur, kominn vel á sextugsaldur. Fyrsta bókin kom út árið 1913 og naut strax mikilla vinsælda. Nonni skrifaði alls tólf bækur og hafa þær verið gefnar út á fjölmörgum tungu- málum. Meðal bóka hans má nefna Nonna, Nonna og Manna, Á Skipalóni og Sólskinsdaga. Hann hafði einstaka frásagnarhæfileika og hélt fyrirlestra víða um heim. Brynhildur segir hann af mörgum talinn einn helsta sendi- herra Íslands og meðal þeirra sem hvað best hafi kynnt land og þjóð. Hún segir að Nonni, sem skrifaði bækur sínar á þýsku, hafi greinilega haft skynbragð á að þar væri góður mark- aður. Hann er mjög virtur í Þýskalandi og verður sams konar sýning og á Ak- ureyri opnuð í Köln. Nonni átti þó ekki lengi heima í Þýskalandi; hann hrakt- ist þangað í seinni heimstyrjöldinni og lést í Köln árið 1944 og er þar jarðsett- ur. Brynhildur, sem hefur verið safn- stjóri Nonnahúss í sex ár, segir ein- stakt að upplifa að ferðamenn komi til Íslands í þeim eina tilgangi að sjá bernskuslóðir Nonna. „Ég hugsa að flestir safnverðir hafi upplifað það að fá hingað Nonnaaðdáendur sem eru það heillaðir af bókum hans að þeir bresta í grát þegar þeir koma í safnið. Ef til vill er fólk heillað af því að Nonnabækurn- ar, sem að miklu leyti eru endurminn- ingar Nonna, séu byggðar á sönnum at- burðum og fyllast trega yfir örlögum drengsins sem flutti aldrei aftur heim og kom einungis tvisvar til landsins á fullorðinsárunum og þá sem gestur. Brynhildur segir Nonna án efa hafa saknað landsins og leitað huggunar í sögunum. „Hann lýsir æskunni sem sólríkri og yndislegri þó að hún hafi í raun að mörgu leyti verið mjög erfið.“ vera@frettabladid.is JÓN SVEINSSON 150 ÁR FRÁ FÆÐINGU Nonna minnst á Akureyri SAFNSTJÓRINN Brynhildur Pétursdóttur, safnstjóri Nonnahúss, stýrir sýningunni í Amtsbókasafninu á Akureyri en sams konar sýning verður opnuð í Köln síðar í mánuðinum. JÓNAS HALLGRÍMSSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1807 „Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Þetta er erindi úr ljóðinu Ferðalok- um eftir Jónas en hans er nú minnst í dag um allt land enda 200 ár frá fæðingardegi hans. Hafist var handa við gerð Reykjavíkurhafn- ar árið 1913. Það var meðal annars gert vegna ótta verslunareigenda í Kvosinni við áform um að gera höfn annað hvort í Nauthólsvík, í landi Skildinganess, eða í Viðey. Að auki hafði hin nátt- úrulega höfn austan Örfiriseyjar versnað þegar brotnaði úr grandanum sem lá út í eyjuna árið 1902 svo að sjór gekk þar látlaust yfir. Ofsaveð- ur árið 1910, þar sem mörg skip slitnuðu upp og skemmdust, þrýsti enn frekar á framkvæmdir. Fyrstu framkvæmdirnar miðuðu að því að hlaða Grandagarð og gera síðan brimgarð til austurs frá Örfirisey. Frá austri var síðan Ingólfsgarður hlað- inn og kom hann til móts við hinn og afmark- aði þannig hafnarsvæðið. Lögð var járnbraut frá Öskjuhlíð að höfninni til að flytja efni til hafnar- gerðarinnar. Árið 1915 var smíði fyrstu hafskipabryggjunnar lokið. Hafnargerðinni átti að ljúka 1916 en það var ekki fyrr en í október árið 1917 að mannvirkin voru tilbúin og var höfnin formlega tekin í notk- un 16. nóvember það ár. ÞETTA GERÐIST: 16. NÓVEMBER 1917 Reykjavíkurhöfn tekin í notkun Í tilefni af þrjátíu ára afmæli hestatímaritsins Eiðfaxa og útgáfu veglegs afmælisrits verður efnt til töltkeppni í verslunarmiðstöðinni Smáralind í dag. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkt er reynt í verslunar miðstöð. Afmælishátíð Eiðfaxa stendur frá 16 til 19. Þar sýna margir af fremstu knöpum landsins hesta sína og taka þátt í keppni í hægu tölti. Meðal hestamanna sem fram koma á hátíðinni er Valdimar Bergstað en hann var kjörinn efnilegasti knap- inn árið 2007 á uppskeru- hátíð hestamanna um síð- ustu helgi. Þá mun Þorvaldur Árni Þorvaldsson reiðkenn- ari vera með sýnikennslu í grunnatriðum reiðmennsk- unnar. Reynt verður að höfða bæði til hestamanna og annarra gesta Smára- lindar. Settir verða upp sýn- ingarbásar í Vetrargarðin- um þar sem fyrirtæki sýna vörur sem tengjast hesta- mennsku og félagasamtök hestamanna kynna starf- semi sína. Aðgangur að af- mælishátíðinni er ókeypis og er hægt að nálgast dag- skrá hennar á vef Eiðfaxa: www.eidfaxi.is Tölt í Smáralind TÖLT Margir knáir knapar og hestar mæta í Smáralind í dag og keppa í hægu tölti. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, verður á ferð og flugi á degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur í dag á 200 ára afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar. Síðastliðin ár hefur skapast sú hefð að menntamálaráðherra heimsæki skóla og menningarstofnanir í einu ákveðnu sveitarfélagi á degi íslenskrar tungu. Síðustu tvö ár hefur ráðherra heim- sótt Reykjanesbæ og Kópavog og nú í ár verður Þorgerður Katrín í Reykjavík. Hún mun heimsækja leikskóla og opna vef um lestrarerfiðleika í Árbæjarskóla. Hún mun einnig opna formlega vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum og taka þátt í íslenskuhátíð í Háskóla Íslands. Ráðherra á degi íslenskrar tungu ÞORGERÐUR KATRÍN Tekur virkan þátt í degi íslenskrar tungu. Elskulegur faðir okkar, Arinbjörn S. E. Kúld Hjallavegi 25, Reykjavík, lést á Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Reykjavík, sunnudaginn 11. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 21. nóvember kl. 11.00. Börn hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Eymundsson Stigahlíð 36, andaðist mánudaginn 12. nóvember. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 20. nóvember kl. 13.00. Þórhalla Karlsdóttir Sigríður Austmann Þórarinn Magnússon Helga Austmann Guðlaugur Heiðar Sigurgeirsson Eymundur Austmann Emilía Sveinbjörnsdóttir Viðar Austmann Elfa Dís Austmann Páll Blöndal barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1944 Bandamenn sprengja Du- eren í Þýskalandi í tætlur. 1957 Raðmorðinginn Edward Gein myrðir hinsta fórnar- lamb sitt. 1965 Sovétríkin skjóta könn- unarhnettinum Vener- ea 3 á loft til plánetunn- ar Venus, sem verður þar með fyrsta geimfarið til að snerta yfirborð annarr- ar plánetu. 1988 Pakistanar kjósa Benazir Butto sem forsætisráð- herra landsins. 1996 Móðir Teresa fær banda- rískan ríkisborgararétt í heiðursskyni. 2000 Bill Clinton verður fyrstur Bandaríkjaforseta til að heimsækja Víetnam eftir Víetnamstríðið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.