Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 74

Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 74
38 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Það verður nóg um að vera í dag í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli þjóðskáldsins Jónasar Hallgríms- sonar og degi íslenskrar tungu. Hér er tekinn saman hluti þeirra viðburða sem fram fara til að halda upp á daginn. Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu má líta á sýninguna Ferðalok – um manninn, skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hall- grímsson. Sýningin er opin frá kl. 11-17. Fagráð í íslensku við Kennara- háskóla Íslands býður til hátíðar- samkomu í Hylnum, bókasafni skólans við Stakkahlíð, í hádeginu í dag. Flutt verður tónlist, ljóð lesin og verðlaun afhent í ljóða- samkeppninni Ljóð á tungu – ljóð um tungu. Dagskráin hefst kl. 12.05. Minningarstofa um Jónas Hall- grímsson verður opnuð um hádegis bilið á Hrauni í Öxnadal. Minningarstofan og fræðimanns- íbúðin á Hrauni verða opnar fyrir almenningi á morgun og á sunnu- daginn kl. 13-18. Íslenskuskor Háskóla Íslands og Mímir, félag stúdenta í íslensk- um fræðum, standa fyrir hátíðar- dagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu frá kl. 16-18.30. Hátíðin fer fram í stofu 201 í Árnagarði við Suðurgötu. Menntamálaráðherra flytur ávarp og fræðimenn og skáld ræða stöðu íslenskunnar. Í tilefni af degi íslenskrar tungu lesa nemendur 10. bekkjar Hvols- skóla á Hvolsvelli Brennu-Njáls sögu í samstarfi við Sögusetrið á Hvolsvelli. Lesturinn hefst kl. 7.30 að morgni og lesa nemendur úr sögunni til skiptis fram á kvöld. Áætlað er að lestrinum ljúki um kl. 22. Öðru hverju verður gert hlé á upplestrinum og verður þá meðal annars boðið upp á söngatriði og ljóðaflutning. Eins og sjá má af þessari upp- talningu, sem er engan veginn tæmandi, er af nógu að taka fyrir unnendur íslenskrar tungu og ljóð- listar í dag. Nánar má kynna sér dagskrána á síðu menntamála- ráðuneytisins: www.menntamala- raduneyti.is - vþ Til hamingju með þjóðskáldið Vart hefur farið framhjá nokkrum Íslend- ingi að í ár er 200 ára fæðingarafmæli skáldsins ástsæla Jónasar Hallgrímssonar. Margvíslegir viðburðir hafa sett mark sitt á hátíðarhöldin, en þau ná hámarki í dag, á sjálfum afmælisdeginum, með glæsilegri dagskrá í Þjóðleikhúsinu. Sveinn Einarsson skipuleggur og leikstýrir hátíðar- höldum kvöldsins. „Alþingi fól menntamálaráðuneyt- inu að skipa nefnd til að hafa yfirumsjón með hátíðarhöldum og viðburðum á afmælisári Jónasar. Halldór Blöndal er formaður nefndarinnar en auk hans sitja í henni þau Páll Valsson, Margrét Eggerts- dóttir, Jón G. Friðjónsson og Sigrún B. Jakobsdóttir. Nefndin fékk mig svo til þess að veita ráðgjöf varðandi viðburði og hafa umsjón með framkvæmd þessarar stóru hátíðar í kvöld.“ Mikið hefur verið um dýrðir það sem af er afmælisárinu og munu hátíðarhöldin halda áfram í einhverri mynd allt til áramóta þó að aðalhátíðin sé í dag. „Nefndin hefur staðið fyrir nokkrum viðburðum á árinu og styrkt eða stutt fjölda annarra með einhverjum hætti. Svo hefur grasrótin í menningar- lífinu verið ákaflega öflug í að hrinda í framkvæmd ýmsum viðburðum til að heiðra minningu skáldsins. Fjölbreytileikinn hefur þannig einkennt hátíðarhöldin hingað til og við tökum því fagnandi, enda var nefndin ekki skipuð með það í huga að vera einráð yfir þessu afmælisári heldur mun fremur til að koma með tillögur að viðburðum og veita þeim stuðning sem vilja hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.“ Dagskrá kvöldsins í Þjóðleikhúsinu verður afar glæsileg og koma þar fram margir af okkar þekkt- ustu og virtustu listamönnum. Má þar nefna Arnar Jónsson, Arnbjörgu Hlíf Valsdóttur, Benedikt Erlingsson, Bergþór Pálsson, Gunnar Eyjólfsson og Þórunni Lárusdóttur. Dagskráin verður send beint út hjá Sjónvarpinu. „Hátíðardagskráin í kvöld er samstarfsverkefni nefndarinnar, Þjóðleikhússins og Sjónvarpsins. Útsendingin hefst kl. 19.30 og verður boðið upp á mörg glæsileg atriði. Jónas verður heiðraður með ljóðum, í tónum og með leiklist. Menntamálaráðherra flytur ávarp og afhendir verðlaun vegna Dags íslenskrar tungu. Svo má ekki gleyma að minnast á ávarp Matthíasar Johannessen skálds. Einnig er ég sérstaklega ánægður með að fram koma þrír kórar skipaðir börnum og ung- mennum, enda á skáldskapur Jónasar ekki síður erindi við yngri kynslóðirnar en þær sem eldri eru,“ segir Sveinn. Sveini þykir afmælisárið hafa verið vel heppnað í alla staði og segir að sá gríðarlegi fjöldi listamanna og annarra sem kusu að minnast Jónasar á sinn hátt hafi ekki komið sér hið minnsta á óvart. „Ég er sjálfur alinn upp við skáldskap Jónasar og hef alla tíð haft mikla ást á honum. Því hefur það glatt mig mjög að sjá hve sterkan sess hann á enn hjá þjóðinni og ekki síður hefur það glatt mig að finna hve áhugasöm yngsta kynslóðin er um hann og skáldskap hans. Við eigum öll Jónas saman og því er það svo mikilvægt að heiðra minningu hans og skáldskap.“ Útsending frá afmælishátíðinni í Þjóðleikhúsinu hefst í Sjónvarpinu í kvöld kl. 19.30. Fyrir hátíðina verður farin blysför frá aðalbyggingu Háskóla Íslands og gengið að styttu Einars Jónssonar af þjóðskáldinu í Hljómskálagarðinum. Ávörp flytja Vésteinn Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Pétur Gunnars- son, formaður Rithöfundasambandsins. Blysförin hefst stundvíslega kl. 18. vigdis@frettabladid.is Við eigum Jónas öll saman BERGÞÓR PÁLSSON SÖNGVARI Einn af listamönnunum sem koma fram á afmælishátíðinni í kvöld. SVEINN EINARSSON LEIK- STJÓRI Stendur fyrir glæsilegri hátíðardagskrá í Þjóðleik- húsinu. HÁSKÓLI ÍSLANDS Íslenskuskor býður upp á spennandi dagskrá í dag. Frumsýning í kvöld á Smíðaverkstæðinu eftir Roland Schimmelpfennig. Leikstjóri Hafliði Arngrímsson Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is KONAN ÁÐUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.