Fréttablaðið - 16.11.2007, Page 88

Fréttablaðið - 16.11.2007, Page 88
52 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR KÖRFUBOLTI Það styttist óðum í leiki KR og tyrkneska liðsins Banvit BC í forkeppni Evrópukeppninnar í körfubolta. Tyrkneska liðið hefur samið við Donnell Harvey, 27 ára og 203 cm framherja sem á að baki 205 leiki í NBA-deildinni og var síðast í æfingahópi Utah Jazz fyrir tíma- bilið. Lítið hefur gengið hjá tyrkneska liðinu í byrjun móts en liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð og er sem stendur í 12. sæti með tvo sigra og fjögur töp. Fyrir hjá liðinu voru Banda- ríkjamennirnir Kenny Adeleke og Chris Hill. Adeleke er með 16 stig og 13 fráköst að meðaltali í fyrstu sex leikjunum en Hill er með 8,8 stig og 2,0 stoðsendingar í leik. Aðeins má nota tvo Bandaríkja- menn í Evrópukeppninni þannig að búast má við að annar þeirra verði settur út úr hópnum fyrir leikinn á þriðjudag. Donnell Harvey var valinn númer 22 í nýliðavalinu 2000, af New York Knicks, en spilaði fyrstu tvö tímabilin sín hjá Dallas. Hann fékk ekki mörg tækifæri og var loksins skipt til Denver Nuggets á miðju tímabili. Þar átti hann sín bestu tímabil í NBA þar sem hann skoraði 7,9 stig og tók 5,6 fráköst að meðaltali. Harvey flakkaði síðan á milli Orlando, Phoenix og New Jersey áður en hann fór að spila í Evrópu. Alls hefur hann leikið 205 leiki og í 3.318 mínútur í NBA-deildinni og hefur skorað 5,6 stig og tekið 4,0 fráköst að meðaltali í leik þessi fimm tímabil hans í deildinni. Harvey var í æfingahópi Utah Jazz fyrir þetta tímabil en var lát- inn fara rétt fyrir mót. Hann hefur leikið einn leik með Banvit-liðinu þar sem hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst á 29 mínútum. - óój Fyrrum NBA-leikmaður verður með Banvit gegn KR: Tyrkirnir smeykir? TREÐUR Donnell Harvey sést hér troða í leik á móti Kevin Garnett, sem getur ekkert gert. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði dró sig í gær úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Dönum sem fram fer á Parken næsta miðvikudag. Eiður Smári dró sig úr hópnum af per- sónulegum ástæðum. „Ég átti gott samtal við Eið Smára og ég sætti mig við ástæð- ur Eiðs þó svo að ég sé hundfúll að missa hann úr liðinu enda besti knattspyrnumaður Íslands,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðs- þjálfari við Fréttablaðið í gær. „Ég hef ákveðnar hugmyndir um hver tekur við fyrirliðaband- inu en það birtist ekki í blöðunum áður en ég greini viðkomandi frá því. Eyjólfur Héðinsson kemur í staðinn en ég þekki hann ágætlega og ég hlakka til að sjá hvernig hann lítur út eftir veruna í Svíþjóð þar sem hann hefur staðið sig vel,“ sagði Ólafur. Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára, vildi ekkert tjá sig nánar um þessar persónulegu ástæður sem Eiður hefði gefið fyrir fjarveru sinni. - hbg / - óþ Íslenska landsliðið varð fyrir miklu áfalli í gær: Eiður Smári ekki með gegn Dönum SKARÐ FYRIR SKILDI Eiður Smári verður ekki með gegn Dönum á Parken. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 490 Reykjavík SelfossMosfellsbærHafnarfjörðurKópavogur Tilboð gildir til 25.11 2007 G O T T F O L K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.