Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.11.2007, Qupperneq 2
2 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR Ólafur, hvernig ætlið þið að fylla í þessar Eiður? „Það eru engar eyður, maður kemur í manns stað.“ Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði tekur ekki þátt í landsleik Íslendinga gegn Dönum næsta miðvikudag. Hann dró sig úr landsliðshópnum í fyrradag af persónulegum ástæðum. Jóhannes Karl Guðjónsson hefur einnig boðað forföll í leiknum. VIÐSKIPTI „Kauphöllin leggur til að skráningu Skiptis verði frestað fram á fyrsta ársfjórðung næsta árs. Það sé ekki hægt að uppfylla upplýsingaskylduna undir þessum kringumstæðum. Það eru for- sendurnar fyrir ákvörðuninni,“ segir Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra. Hann hefur fyrir hönd íslenska ríkisins heimilað Skipti, sem keypti Landssíma Íslands af ríkinu í ágúst 2005, að fresta skráningu félagsins í Kauphöll Íslands fram yfir ára- mót. Samkvæmt kaupsamningi átti að selja þrjátíu prósent í félaginu til almennings og annarra fjárfesta fyrir árslok 2007 og skrá félagið í kjölfarið. Var þetta ákvæði sett í samninginn meðal annars vegna gagn- rýni sem kom fram um að almenningur fengi ekki að taka þátt í einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Skipti hefur boðið í slóvenska símafyrirtækið Telekom Slovenije. Ekki verður ljóst fyrr en um áramótin hvort af kaupun- um verður, en allt að 75 prósent af félaginu eru til sölu. Kauphöllin hefur gert athuga- semdir við að mikil óvissa ríki um rekstur og framtíðarhorfur Skiptis á meðan á þessu ferli standi. Upp- lýsingagjöf sé takmörkuð og erfitt fyrir fjárfesta að verðleggja hlutabréfin. Stjórnendur Skiptis hafa haft tíma frá haustinu 2005 til að skrá félagið og selja almenningi. Árni Mathiesen gerir ekki mikið úr þeim vanga- veltum hvort ekki hefði átt að selja félagið fyrr, og áður en ákveðið var að taka þátt í söluferli slóvenska símans. „Ég efast ekkert um það að þeir hafi ætlað sér að standa við skuld- bindingar kaupsamningsins,“ segir fjármálaráðherra. - bg Fjármálaráðherra tekur tillit til óvissu í rekstri Skipta vegna tilboðs í símafyrirtæki: Símasalan frestast yfir áramót ÁRNI MATHIESEN © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 690,- Hátíðarmatur Íslendinga Hangikjöt með kartöflum, uppstúf, rauðkáli og grænum baunum MENNING Háskóla Íslands hefur verið boðið að taka til rannsóknar safn teikninga, vatnslitamynda og olíuverka sem komin eru í ljós frá dvöl Þorvaldar Skúlasonar í París og Tours á stríðsárunum. Í safninu, sem telur um 120 verk, eru meðal annars skissur sem eru sýnilega þreifingar með abstrakt- list. Þorvaldur hélt því fram eftir að hann sneri til Íslands að hann hefði þá verið byrjaður að vinna abstrakt. Sökum þess að verkin frá þessu tímabili hafa alltaf verið talin glötuð er eyða í þroskasögu Þorvaldar sem listamanns og um leið framgangi óhlutbundinnar listar hér á landi, sem Svavar Guðnason er talinn hafa lagt stund á fyrstur manna. Samkvæmt heimildum hefur finnandi verkanna, Jónas Freydal Þorsteinsson, í hyggju að gefa hluta verkanna sem fundust í Frakklandi til Listasafns Háskóla Íslands en þar er stærsta safn mynda Þorvaldar varðveitt. Nánar er fjallað um fundinn og einnig birtar myndir af verkum úr þessari óvæntu viðbót við feril Þorvaldar Skúlasonar í Menningu, fylgiriti Fréttablaðsins, á morgun. - pbb Nýfundin verk eftir Þorvald Skúlason fylla í eyðu í þroskasögu hans: Jónas hyggst gefa hluta af verkunum til Háskóla Íslands LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir liðsinni almennings vegna nauðgunarmáls sem hún hefur til rannsóknar. Rúmlega tvítug kona kærði nauðgun til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Ofbeldið átti sér stað aðfara- nótt laugardags á Grófarsvæðinu í Reykjavík. Lögreglan vill vita hvort einhver þekki manninn á meðfylgjandi mynd en hann er talinn tengjast málinu. Maðurinn er 165 til 170 cm á hæð, grannur, dökkhærður, stuttklipptur með þunnt yfirvaraskegg og pinna í tungunni. Hann er talinn af erlendu bergi brotinn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um manninn eru vinsamlega beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. -jss EFTIRLÝSTUR Þessi maður er eftirlýstur vegna nauðgunarmáls. Myndin er úr eftirlitsmyndavél í borginni. Nauðgunarmálið í Grófinni: Lögregla lýsir eftir manni SJÁLFSMYND Ein af nýfundnum myndum eftir Þorvald Skúlason. Meðal verkanna voru margar sjálfsmyndir listamannsins. VINNUMARKAÐUR BSRB krefst þess að kjör fólks í almannaþjónustu verði stórbætt og því ekki búin lakari kjör en þau sem best gerast á vinnumarkaði. BSRB krefst þess einnig að kynbundið launamisrétti verði upprætt og að kjör vakta- vinnufólks verði bætt verulega með hækkun launa og styttri vinnuskyldu. Í ályktun aðalfundar BSRB segir að gera þurfi stórátak til að efla velferðarþjónustuna. „Mjög alvarlegar blikur eru nú á lofti. Sums staðar er manneklan slík að horfir beinlínis til landauðnar,“ segir í álytkun aðalfundarinns sem haldinn var í gær. - ghs Aðalfundur BSRB: Kjörin verði stórbætt DANMÖRK, AP Naser Khader, formaður Nýs bandalags sem hlaut fimm þingmenn kjörna í kosningunum á þriðjudag, sagðist í gær mundu draga flokkinn út úr viðræðum um stuðning hans við ríkisstjórn Anders Fogh Rasmus- sen ef ekki yrði tekið tillit til krafna hans í innflytjendamálum í stefnuskrá stjórnarinnar. Fogh Rasmussen er þar með í klemmu, þar sem Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins sem síðan árið 2001 hefur séð stjórn Foghs fyrir meirihluta á þingi, er alls ekki á þeim buxunum að samþykkja neinar kröfur Nýs bandalags. - aa Stjórnarmyndun í Danmörku: Khader hótar að slíta viðræðum NASER KHADER ORKUMÁL „Við ætlum okkur að vera í útrás en það verður að vera á nýjum forsendum“, segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en eftir eigendafund í Orkuveitu Reykja- víkur í gær er ljóst að Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) verða ekki sameinuð. Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), telur góðar líkur að samkomulag um málið geti náðst á milli allra aðila og ekki verði af málshöfðun GGE vegna niðurstöðunnar. Borgarráð ákvað á fundi í gær að samþykkja ekki samruna REI og GGE í samræmi við vilja stjórnar OR og starfshóps borgarfulltrúa sem Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG, leiddi. Borgar- ráð komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að leita sátta í dóms- máli sem Svandís höfðaði gegn OR vegna lögmætis eigendafundarins þar sem sameining fyrirtækjanna var upphaflega ákveðin. Ekki er talið að málsaðilar hafi hagsmuni af því að málið verði rekið til enda og dæmt verði um lögmæti fundar- ins. Hjörleifi B. Kvaran, forstjóra OR, var á eigendafundinum í gær- kvöldi falið að leiða sáttaferlið. Forsvarsmenn GGE hafa sagt ítrekað að samningarnir skuli standa. Þeir hafa ekki útilokað að skorið verði úr um það fyrir dóm- stólum hvort hægt sé að rifta þeim einhliða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sú afstaða ekki breyst. Dagur sagði í viðtali við Fréttablaðið eftir eigenda- fundinn í gærkvöldi að búið væri að fara yfir allar lagalegar hliðar málsins og hann bæri ekki sérstakan kvíðboga fyrir því ef GGE höfðaði mál gegn OR. „Hins vegar liggja leiðir það víða saman að það er ekki gott að vera með mál í uppnámi. Ég tel því að menn setjist niður og fari yfir þá stöðu sem komin er upp núna.“ Borgarráð fól Bryndísi Hlöð- versdóttur í síðustu viku að ræða við aðra hluthafa REI og stjórn OR um málið og vinna að tillögum um lausnir. Hún er bjartsýn á að sam- komulag náist á milli OR og GGE. „Við erum í samstarfi í verkefnum sem eru eldri en samrunahug- myndirnar, þannig að fyrirtækin eiga mikilla sameiginlegra hags- muna að gæta.“ Aðspurð um hugs- anlega málshöfðun GGE gegn OR segir Bryndís að vissulega sé skoð- anamunur um lögfræðilega stöðu málsins. „Við viljum vissulega lenda málinu með samkomulagi en ekki í málaferlum.“ svavar@frettabladid.is Útrás Orkuveitunnar á nýjum forsendum Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy verða ekki sameinuð í þeirri mynd sem áætlað var. Þetta var staðfest á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Leitað verður sátta í máli Svandísar Svavarsdóttur gegn Orkuveitunni. FRÁ EIGENDAFUNDI Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður OR, eru sammála um mikilvægi þess að sáttir náist á milli OR og GGE. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Við viljum vissulega lenda málinu með samkomu- lagi en ekki í málaferlum. BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR STJÓRNARFORMAÐUR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR FÓLK Sigurbjörn Einarsson biskup tók í gær við verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar úr hendi Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra. Verðlaunin eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu. Þau hlýtur fólk sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn og stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Ráðgjafanefnd dags íslenskrar tungu gerir tillögu til menntamála- ráðherra um verðlaunin sem afhendir þau við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni fór hún fram í Þjóðleikhúsinu. - sgj Sigurbjörn Einarsson heiðraður: Biskup fékk Jónasarverðlaun SIGURBJÖRN EINARSSON SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.