Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2007, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 17.11.2007, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 17. nóvember 2007 FINNLAND Erlendum starfsmönn- um hefur snarfjölgað í Finnlandi. Á þessu ári er talið að um fjörutíu þúsund erlendir starfsmenn hafi komið til vinnu í Finnlandi og er það fimm þúsund mönnum meira en í fyrra, að sögn Helsingin Sanomat. Búist er við að fjölgunin haldi áfram. Margir erlendu starfs- mannanna eru frá Póllandi og öðrum nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Í dag eru um 120 þúsund erlendir starfs- menn í Finnlandi. Talið er að þrír fjórðu þeirra séu frá Rússlandi og Eistlandi. Þeir vinna einkum við iðnað í Finnlandi. - ghs Vinnumarkaður í Finnlandi: Útlendingar flykkjast að INDLAND, AP Lakshmi N. Mittal, indverski stáliðjubaróninn sem búsettur er í Lundúnum, er enn eignamesti maðurinn í hópi indverskra auðmanna, en Mukesh Ambani, sem á meðal annars olíu- hreinsistöðvar, dregur hratt á hann samkvæmt nýrri samantekt tímaritsins Forbes um indverska milljarðamæringa. Hraðhækkandi hlutabréfaverð í indversku kauphöllinni og styrking rúpíunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur valdið því að auður Ambanis telst hafa meira en tvöfaldast á einu ári. Hann er nú metinn á 49 milljarða dala, en Mittals á 51 milljarð. 54 Indverj- ar teljast nú eiga milljarð Bandaríkjadala eða meira. - aa Indverskir milljarðamæringar: Heimamaður dregur á Mittal LAKSHMI MITTAL Er talinn eiga 51 milljarð Banda- ríkjadala. NORDICPHOTOS/AFP SPÁNN, AP Samningamenn frá um 140 þjóðum samþykktu í gær- morgun, eftir þrotlaust fundahald í Valencia, samantekt á niðurstöð- um skýrslu alþjóðlegu sérfræð- inganefndarinnar um loftslags- mál, IPCC. Samantekt þessi er talin hafa mikla pólitíska þýðingu, þar sem hún leggur grunninn að viðbrögðum ráða- manna um allan heim við niðurstöðunum. Eins og áður hefur komið fram er komist að þeirri niðurstöðu að hlýnun loftslags sé staðreynd, hún sé stöðugt að versna og stafi að miklu leyti af gerðum mann- anna. Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun gera samantektina opinbera í dag, laugardag. - aa Alþjóðlega loftslagsskýrslan: Samkomulag um samantekt FORMAÐUR IPCC Rajendra Pachauri, for- maður IPCC, talar á fundinum í Valencia. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes á Hornafirði hefur fest kaup á uppsjávar- veiðiskipi í Skotlandi. Skipið er smíðað í Noregi árið 2000 og er útbúið á tog- og nótaveiðar. Burðargeta þess er um 1.540 tonn í kælitönkum. Skipið er rúmlega 61 metri að lengd og þrettán á breidd. Áætlaður afhendingartími er maí 2008. SJÁVARÚTVEGUR Nýtt skip á Hornafjörð WALES, AP Áhugamenn um flug- minjar úr síðari heimsstyrjöld hafa glaðst mjög yfir því að nú hefur uppgötvast allvel varð- veitt flak Lockheed P-38 Lightning-orrustuflugvélar grafið í sand í fjöru í Wales, 65 árum eftir að hún brotlenti þar. Til stendur að grafa vélina upp úr fjörunni á komandi vori með það fyrir augum að koma henni fyrir á stríðsminjasafni. Flugvélin er af sömu tegund og vél sem ómældu fjármagni var varið í að bjarga upp úr Grænlandsjökli fyrir nokkrum árum. Um 10.000 P-38 voru smíðaðar, skrokkar um 32 eru til enn svo vitað sé og þar af eru um 10 í flughæfu ástandi. - aa Sögulegar stríðsminjar frá 1942 finnast á Bretlandseyjum: P-38-vél birtist í velskri fjöru FLAKIÐ Útlínur tveggja hreyfla vélarinnar sjást vel á loftmynd af fundarstaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.