Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 12
12 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR
kokka.is
Opið mán.- föstud. 10-18 og lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is
Þórarinn og Sigrún Eldjárn
koma í dag kl 15
MENNING Degi íslenskrar tungu var
fagnað um land. Í Ráðhúsi Reykja-
víkur færðu börn af leikskólanum
Seljaborg borgarstjóra bók að gjöf
þar sem er að finna ýmsar vanga-
veltur um lífið og tilveruna í leik-
skólanum.
Grunnskólanemar voru verð-
launaðir í Borgarleikhúsinu fyrir
afburðagóðan árangur í íslensku og
veittu Vigdís Finnbogadóttir og
Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi
börnunum verðlaunagrip eftir
Dröfn Guðmundsdóttur mynd-
höggvara.
Íslenskuhátíð var haldin í
Háskóla Íslands og komu þar saman
ýmsir fræðingar. Ræddu þeir meðal
annars íslensku fyrir útlendinga og
stríð um stafsetningu.
Á öðrum stað í Háskóla Íslands
opnaði Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra nýjan
íslenskuvef Stofnunar Árna
Magnússonar.
Forseti Íslands tók einnig þátt í
degi íslenskrar tungu og færði
grunnskólanemum í Þelamerkur-
skóla nýja bók Böðvars Guðmunds-
sonar um Jónas Hallgrímsson, sem
Menningarfélagið Hraun í Öxnadal
gefur öllum nemendum 10. bekkjar
í grunnskólum landsins. Þá opnaði
forseti minningarstofu um skáldið
og náttúrufræðinginn Jónas Hall-
grímsson á fæðingarstað hans,
Hrauni í Öxnadal.
eva@frettabladid.is
Dagur íslenskunnar
SPRELLAÐ MEÐ HLJÓÐNEMA Krakkarnir á Seljaborg brugðu á leik á meðan borgarstjóri skoðaði bókina sem honum var færð að
gjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ALLIR FENGU BÆKUR Forseti Íslands færði öllum 10. bekkingum í Þelamerkurskóla
nýútkomna bók Böðvars Guðmundssonar um ævi Jónasar Hallgrímssonar að gjöf.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS
Í ÖXNADAL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti fæðingarstað Jónasar
Hallgrímssonar í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS
SUNGIÐ VIÐ HAMRAHLÍÐ Hamrahlíðarkórinn söng ljóð Jónasar Hallgrímssonar í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Þorgerður
Ingólfsdóttir stjórnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ÍSLENSKUVERÐLAUN Nær hundrað grunnskólanemar fengu
verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku. Verðlaunin afhentu
Vigdís Finnbogadóttir og Oddný Sturludóttir, formaður mennta-
ráðs Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SKJALDBORG UM FORSETANN Nemendur í Þelamerkurskóla
hófu fána á loft til heiðurs forsetanum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS