Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 24
24 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. MERKISATBURÐIR 1558 Elísabet I hlýtur krúnuna við fráfall Maríu Englands- drottningar. 1913 Panamaskurðurinn tekinn í gagnið. 1940 Akureyrarkirkja vígð, þá stærsta kirkja landins. 1962 Samvinnubankinn stofn- aður. 1970 Breska dagblaðið Sun birtir fyrstu fáklæddu stúlkuna á síðu 3. 1973 Nixon Bandaríkjaforseti segir AP-fréttastofunni að hann sé ekki krimmi. 1980 John Lennon gefur út Double Fantasy. 1983 Stærsta verslun lands- ins, Mikligarður, opnuð í Reykjavík. 1984 Jón Baldvin Hannibalsson kosinn formaður Alþýðu- flokksins. Þennan dag fyrir nítján árum var hin íðilfagra Linda Pétursdóttir frá Vopnafirði kjörin ung- frú heimur í samnefndri keppni sem haldin var í Lundúnum. Linda, sem árið 1988 var átján ára gömul, hafði einnig verið kjörin ungfrú Ísland í maí sama ár. Ekki voru liðin nema þrjú ár frá því Hólmfríður Karlsdóttir var einnig valin fegurst kvenna í heimi hér og vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar í hlutverki sínu sem ungfrú heimur, en Linda fet- aði óhikað í spor Hófíar og varð ekki síður mikils metin og vinsæl í hlutverki sínu um allan heim. Á úrslitakvöldinu þegar Linda var krýnd al- heimsfegurðardrottning vakti mikla eftirtekt að hún felldi ekki stakt tár þegar úrslitin voru kunn- gjörð, en vaninn var að tár sæust á fögrum hvörmum vegna spennufalls og geðshræringar, og sumir töluðu um listgrein fegurðardrottninga að gráta af undrun þegar þær hlutu kórónur fyrir ómótstæðilega fegurð sína. Við sama tækifæri var Linda Pétursdóttir kjörin ungfrú Evrópa. ÞETTA GERÐIST: 17. NÓVEMBER 1988 Linda Pé kjörin Ungfrú heimur LINDA PÉTURSDÓTTIR MISS WORLD 1988 KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN MARTIN SCORSESE ER 65 ÁRA Í DAG „Fólk verður taugaveiklað í kringum mig vegna mynd- anna sem ég geri, og telur mig illan og erfiðan viður- eignar. Ég er illur og erfiður viðureignar, en fólk reikn- ar ekki með kímnigáfunni. Gamansemi og spaug er það.“ Martin Scorsese er meðal virtustu leikstjóra samtím- ans, og er þekktastur fyrir ofbeldisfullar mafíumyndir. „Línan varð til á togaraárunum þegar ísfirski togarinn Júlíus Geirmunds- son var í smíðum í Flekkefjord í Nor- egi og konur fylgdu mönnum sínum utan vegna smíðinnar,“ segir Ragna Arnaldsdóttir í kvennadeild Slysa- varnarfélagsins á Ísafirði, sem hefur verið í föndurnefnd Línunnar síðast- liðinn áratug. „Í Flekkefjord tók Anna Helgadóttir eftir því að þarlendar hvítasunnukon- ur komu vikulega saman til að vinna handverk sem þær seldu til fjáröflunar með því að selja fólki línur, og Anna kom með þennan sið til Ísafjarðar,“ segir Ragna, en með línum á hún við nafnalínu í sérstaka bók sem seinna er klippt niður, miðarnir brotnir saman og settir með öðrum nafnalínum í jóla- happdrættispott Línunnar. „Þar til í hittifyrra gengum við Línu- konur í hús og seldum línur, en nú eru margar farnar að eldast og bærinn okkar að stækka, svo góðir kaupmenn á Ísafirði leyfa bókum okkar að liggja hjá sér og svo seljum við sjálfar línur í tveimur verslanamiðstöðvum hér fyrir jólin,“ segir Ragna, en ein lína kostar 400 krónur og kaupa margir línur fyrir sjálfa sig og alla fjölskyld- una í von um fallegt handverk ísfirsku slysavarnakvennana í desember. „Þetta eru allt veglegir og fallegir vinningar sem við drögum um á hátíð- legum jólafundum sem nú verður 12. desember. Sýnishornum af handverk- inu er stillt upp í ákveðnum glugga bæjarins og hefð fyrir því hjá bæj- arbúum að skoða í gluggann og fara svo í línukaup. Því er jólahappdrættið orðinn stór hluti af aðventunni hér,“ segir Ragna brosmild um þetta góða málefni sem leggur nauðsynlegu mál- efni lið í bland við jólaskap Vestfirð- inga. „Þetta er langstærsta fjáröflun okkar og árið um kring hittumst við í Guðmundarbúð á þriðjudagskvöld- um og föndrum fram eftir kvöldi. Það er synd hvað ungu konurnar skila sér illa í starfið því þetta er svo virkilega skemmtilegur og gefandi félagsskap- ur, og beinlínis hollt að standa upp frá sjónvarpinu og leyfa sköpunargáfunni að fá útrás,“ segir Ragna sem gekk í Slysavarnafélagið árið 1977. „Stór liður í okkar starfi eru slysa- varnir, en einnig fáum við óskalista frá Björgunarfélagi Ísafjarðar og veitum því styrki til tækjakaupa, og erum alltaf tilbúnar að standa við hlið þeirra þegar á þarf að halda, elda fyrir þá og nesta fyrir útköll,“ segir Ragna sem í dag heldur opið hús með Línukonum í Björgunarsveitarhús- inu að Sindragötu 6 frá klukkan 14 til 16.30, þar sem kynnt verður starf deildarinnar og línuvinningar sýndir í tilefni af 35 ára afmælinu. „Vinningarnir eru allt frá púðum og prjónuðum ungbarnateppum yfir í útsaumaða dúka og póstpoka, jóla- skraut, engla, pottaleppa, steinafólk og allt þar á milli. Hér er ekkert drasl; bara hvert öðru fegurra handverk- ið,“ segir Ragna sem mun föndra og bjóða gestum upp á ilmandi kaffi og nýbakaðar vöfflur í tilefni dagsins. Þeir sem ekki komast á Ísafjörð en langar að kaupa sér línu geta hringt í Guðmundarbúð á þriðjudagskvöldum í síma 456-5990, eða í gjaldkera í 897- 6782. thordis@frettabladid.is JÓLAHAPPDRÆTTI LÍNUNNAR Á ÍSAFIRÐI 35 ÁRA: OPIÐ HÚS OG VÖFFLUR Í DAG Nauðsyn með jólaskapinu AFMÆLI DANNY DEVITO, LEIKSTJÓRI OG LEIKARI, ER 63 ÁRA Í DAG. KRISTÍN JÓHANNESDÓTT- IR KVIKMYNDA- GERÐARMAÐUR ER 59 ÁRA Í DAG. Norrænu bókasafnsvikunni lýkur formlega í Bókasafni Vestmannaeyja í dag. Af því tilefni verður efnt til ráð- stefnu klukkan tvö þar sem Róbert H. Haraldsson, dós- ent í heimspeki við HÍ, og Ingunn Ásdísardóttir þjóð- fræðingur flytja fyrirlestra í Safnahúsinu, þar sem mikið verður um dýrðir. Tema Norrænu bókasafns- vikunnar er Konan í norðri. Fyrirlestur Róberts verður um Nóru eftir Henrik Ibsen en Ingunn, sem gaf fyrr á árinu út bókina Frigg og Freyja, fjallar um gyðjuna í norðri. Eftir fyrirlestra þeirra Róberts og Ingunnar munu 8. bekkingar Grunnskóla Vestmannaeyja lesa upp úr nýjum verkum kvenna, og í anddyri Safnahússins verða til sýnis verk í eigu safnsins eftir kvenkyns höfunda sem hlotið hafa Nóbelsverð- laun og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Til gamans má geta þess að Bókasafn Vestmanna- eyja, til heiðurs konum, útbjó þrjátíu poka sem inni- héldu tvær bækur kvenkyns höfunda og buðu karlkyns notendum bókasafnsins að taka með sér heim í nor- rænu bókasafnsvikunni. Reyndust karlarnir spenntir fyrir pokunum, sem ruku út úr safninu. Boðið verður upp á pipar- kökur og jólalega stemmn- ingu í Safnahúsinu í dag og verður líf í tuskunum; bóka- safnið opið með nýútgefnum jólabókum landsmanna í hillum, og vitaskuld verða líflegar umræður eftir fyrirlestrana og upplestur unglinganna. - þlg Bókasafnsvika kvödd í Eyjum VESTMANNAEYJAR DÁSEMDIR JÓLANNA Hér situr frú Ragna Arnaldsdóttir við föndur Línukvenna, sem allt eru töfrandi og jólaleg handverk sem enda sem stuðningur við þarft málefni. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, Gests Sigurðssonar Bústaðavegi 75, Reykjavík áður til heimilis á Dalvík, Guðrún Jónína Sigurpálsdóttir Hanney Árnadóttir Helgi Jónsson Snorri Gestsson Auður Ingvarsdóttir Signý Gestsdóttir Hákon Aðalsteinsson Sigurpáll Gestsson barnabörn og barnabarnabörn. 80 ára afmæli Þorsteinn Einarsson (Steini frá Sólheimum) (Steini Rock) Ég verð 80 ára þann 17. nóvember og af því tilefni tek ég á móti gestum á Hótel Lunda í Vík í Mýrdal frá kl. 18.00 í kvöld. Vonast til að sjá sem fl esta, Steini Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, Elsa Halldórsdóttir áður til heimilis að Lindasíðu 2, Akureyri, lést að dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þriðjudaginn 13. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Starfsfólki Hlíðar eru færðar hjartans þakkir fyrir góða alúð og umönnun. Birgir Pálmason Sigurbjörg Sigfúsdóttir Elísabet Pálmadóttir Ketill Tryggvason Ásta Pálmadóttir Hjördís Pálmadóttir Pétur Haraldsson Elsa Pálmadóttir Valmundur Einarsson Hreinn Pálmason Þórunn Sigurðardóttir Jón Karl Pálmason Kolbrún Jónasdóttir Viðar Pálmason Kamilla Hansen stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.