Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 17.11.2007, Qupperneq 32
32 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR SANNLEIKUR EÐA KONTÓR: ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, RITHÖFUNDUR OG FYRRVERANDI KYNNIR STUND- ARINNAR OKKAR. Við hvaða aðstæður roðnaðir þú mest? Þegar einhver sem maður var hrifinn af svo mikið sem leit á mann. Þurfti yfirleitt ekki meira til. Svo fór maður heim og rang- túlkaði míkrósekúndna augnsam- bandið út í hið óendanlega. Hvaða útlitskomplexa varstu með á unglingsárunum? Augntennurnar komu út úr gómn- um á mér þannig að í nokkra mán- uði leit ég út eins og vampíra. Svo var ég líka frekar seinþroska og gleymi seint gleðinni sem fylgdi fyrsta Freemans-brjóstahaldaran- um. Loksins var ég orðin kona. Svo var ég með fæðing- arblett í andlitinu sem óx skelfilegt hár úr og gott ef nefið á mér var ekki nokkrum númer- um of stórt! Í hvað eyddir þú ferm- ingarpeningunum? Eitthvað algjörlega ömurlegt! Man alla- vega ekki eftir því. Hver voru hryllileg- ustu tískumistökin? Permanent, Tark-buxur, þykkur varablýantur og appelsínugul gler- augu. Hvað ætluðir þú að verða þegar þú varðst stór? Frú Bret Michaels! Eina takmark mitt í fjölda ára var að giftast gullinhærða glysrokk- aranum í Poison! Man ennþá hvenær mann- fjandinn á afmæli! Hvað gerðuð þið á föstudögum eftir skóla? Heim að þrífa. Maður þurfti að vinna fyrir vasapeningnum. Mitt djobb var að þurrka af. Á kvöldin fór maður síðan að hitta vinina. Hvar hénguð þið með vinum ykkar? Hvar var aðalstaðurinn? Félagsmiðstöðin og sjoppan! Nú er þetta fyrir tíma MSN og SMS-skilaboða. Hvernig nálguðust þið þá sem þið voruð skotn- ar í? Yfirleitt með því að vinkonur mínar byrjuðu með þeim og ég fékk að hanga með. Einu sinni fékk ég meira að segja að hætta með strák fyrir vinkonu mína í kaupfélaginu á Blönduósi – því hún nennti því ekki. Dömpaði honum við Helly Hansen-sokka- rekkann! Umræddur drengur var Árni Þór Vigfússon og við höfum oft hlegið að þessari skelfingu í seinni tíð. Hvað kom ykkur mest á óvart í fyrstu samböndum við hitt kynið? Hvað þeim fannst vinkonur mínar yfirleitt miklu sætari en ég. Eftirminnilegasta ástarsorgin? Þegar Gugga vinkona byrjaði með Atla! Ég skil ekki ennþá hvernig reglurnar gátu verið svona sikk! Hvernig gat það verið í lagi að byrja með stráknum sem besta vinkona þín svaf ekki út af! Ég var lengi að jafna mig á því áfalli og sneri mér tímabundið að New Kids on the Block. Veistu hvar fyrsta ástin í lífi þínu er stödd í dag? Hann var nýkominn úr meðferð síðast þegar ég vissi. Svindlaðir þú einhvern tíma á prófum? Já, og var afbragðs flink í því. Verstu vandræði sem þú komst þér í? Úff, ég man að útivistartíminn var alltaf vesen. Ég og vinkona mín þurftum alltaf að koma fyrstar heim og það var ekki til sú afsökun sem við höfðum ekki notað. Sú besta var sjálfsagt drullupollur- inn sem við duttum í með þeim skelfilegu afleiðingum að úrin okkar blotnuðu og því – af mjög svo skiljanlegum ástæðum – gátum við ekki komið heim á rétt- um tíma! Ég gæti sagt margt meira og verra en af tillitssemi við foreldra mína læt ég hér staðar numið. Hvað myndir þú leggja aðal- áherslu á sem foreldri unglings? Opin tjáskipti held ég að séu númer eitt, tvö og þrjú. Svo má maður heldur ekki gleyma því að unglingar eru hundr- að sinnum slyngari en meðalforeldrið ætlar þeim. Ég myndi því sjálfsagt vera við öllu búin en vona – og svo sannarlega reyna – mitt besta. Gastu rætt við foreldra þína um „syndirnar þrjár“ – kynlíf, dóp og áfengi? Nei, það hefði liðið yfir mömmu og pabba og sjálfsagt mig í leiðinni. Finnst þér unglingar vera eitthvað öðruvísi í dag en þegar þú varst fimmtán ára? Tískan er heppilegri og stelpurnar þar af leið- andi sætari. Tark-buxur og hvítur augnblýantur voru ekki að gera mikið fyrir mann – hvað þá þegar maður toppaði vitleysuna með perman- enti. Er söguhetja bókarinn- ar, Klara Thoroddsen, byggð að einhverju leyti á eigin reynslu? Í mínu tilfelli held ég að Klara sé fantasía – hún er allt það sem ég hefði viljað vera án þess þó að fara út í öfgar. Það er fullt af sönnum atvikum í bókinni sem koma bæði úr manns eigin lífi sem og lífi vinkvenn- anna. Klara er til dæmis tuttugu sinnum úrræðabetri og sjálfsör- uggari en ég var og ábyggilega sjö sinnum meira töff. Hún myndi til dæmis aldrei setja í sig perman- ent! SANNLEIKUR EÐA KONTÓR: MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR, RITHÖFUND- UR OG BLAÐAMAÐUR Við hvaða aðstæður roðnaðir þú mest? Maður var með stöðugan fiðring í maganum út af einhverjum hlut- um. Ætli það hafi þó ekki oftast tengst strákum. Hvaða útlitskomplexa varstu með á unglingsárunum? Mér fannst ég vera allt of feit og hugsaði með mér að ég myndi aldrei giftast út af því. Breiðir kjálkar fylgdu svo í kjölfarið. Á tímabili var ég orðin mjög flínk í því að hafa sítt hár fyrir andlitinu til að fela þennan „útlitsgalla“. Í hvað eyddir þú ferm- ingarpeningunum? Þeir voru frystir í banka en komu eins og himnasending inn í líf mitt þegar ég var 17 ára. Þá fóru þeir upp í bíl sem síðar varð að íbúð og enduðu í rað- húsi. Fermingargræj- urnar mínar lifa líka ennþá góðu lífi og það er slegist um að fá þær lánaðar. Hver voru hryllileg- ustu tískumistökin? Að halda að hneppt ull- arpeysa gæti falið á manni vaxtarlagið með því að toga hana niður fyrir rass. Svo var maður í Levi‘s 501 sem er versta snið í heimi ef þú ert með mitti og mjaðmir. Þegar ég náði tökum á því að sauma breyttist hins vegar allt og þá tók við ódauðlegt „taftefnis“ tímabil. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varðst stór? Fyrst ætlaði ég að verða sjónvarpskona í 19:19 á Stöð 2 en eftir að þátturinn var lagð- ur niður vandaðist málið. Það eina sem ég var viss um var að ég ætlaði að verað forrík, en það hefur eitthvað látið á sér standa. Hvað gerðir þú á föstu- dögum eftir skóla? Við vinkonurnar fórum alltaf í Kringluna, ekki til að kaupa okkur föt held- ur til að skoða stráka og fara á Kvikk til að deila einum skammti af brauðstöngum. Alla föstudaga labbaði maður hring eftir hring eftir hring og skemmti sér konung- lega. Ef maður var heppinn var manni boðið í partí í öðrum hverfum og það þótti náttúrlega mun smart- ara en að hanga allar helgar í Árbæ-city. Hvar hékkstu með vinum þínum? Hvar var aðalstaðurinn? Fyrir utan Kringluferðir var félagsmiðstöðin Ársel heitasti staðurinn. Nú er þetta fyrir tíma MSN og SMS-skilaboða. Hvernig nálgaðist þú þá sem þú varst skotin í? Ég byrjaði eiginlega ekki að ná alvöru tengslum við stráka fyrr en ég fékk gemsa átján ára gömul. Fyrir þann tíma var maður aðal- lega í því að labba framhjá heimil- um þeirra sem maður var skotinn í og ég var orðin snillingur í að draga vinkonur mínar með mér í þessa leiðangra. Það sem við græddum á þessu var ekkert nema kannski fróðleikur um gardínu- smekk mæðra þeirra. Hvað kom þér mest á óvart í fyrstu samböndum við hitt kynið? Hvað strákar voru einhvern veginn allt öðruvísi en mann hafði grunað. Yfirleitt var maður sjálfur búinn að ákveða hvernig persónu- leika viðkomandi strákar hefðu að geyma. Það voru mikil vonbrigði þegar maður fattaði að þeir væru bara mannlegir eins og maður sjálfur. Hver er eftirminnilegasta ástar- sorgin? Þegar strákurinn sem ég var búin að vera skotin í í nokkur ár eignaðist kærustu. Þetta var svona ást í leyni, hann vissi örugglega ekki að ég elskaði hann. Veistu hvar fyrsta ástin í lífi þínu er stödd í dag? Bjarni Arason vinnur á Bylgjunni. Ég sé hann reglulega niðri í mat- sal og vona heitt og innilega að hann viti ekki að ég var geð- sjúklingurinn sem sendi honum tyggjóplötur í pósti þegar ég var tólf ára. Svindluðuð þið einhvern tímann á prófum? Já, já, maður varð að redda sér! Verstu vandræði sem þið komuð ykkur í? Fjórum dögum eftir að ég fermd- ist bauð ég bróður mínum á rúnt- inn á bíl foreldra okkar. Ég var fjórtán ára og hann tólf ára. Þegar ég var að keyra inn á bílaplanið fipaðist ég, enda ekki með bílpróf, ýtti á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna með þeim afleiðingum að bíllinn endaði framan á bíl- skúrshurðinni. Bíllinn var splunkunýr og gereyðilagðist, sem vakti litla kátínu á heimilinu. Mér var ekki fyrirgefið fyllilega fyrr en í fyrra. Hvað munduð þið leggja aðal- áherslu á sem foreldrar unglings? Að vera vinur unglingsins og reyna að taka húmorinn á það sem upp getur komið. Gátuð þið rætt við foreldra ykkar um „syndirnar þrjár“ – kynlíf, dóp og áfengi? Það var ekki rætt á neinum alvar- legum nótum, meira í gríni. Boð- skapurinn var að það væri sjoppu- legt að reykja og áfengi ætti að nota í hófi. Kynlífið komst aldrei á grínlistann enda stóralvarlegt mál. Finnst ykkur unglingar vera eitt- hvað öðruvísi í dag en þegar þið voruð fimmtán ára? Við vorum miklu meiri nördar en á sama tíma er ég þakklát fyrir að það var ekki búið að finna upp bloggið. Þá gengi maður um með hauspoka, betra að geyma ungl- ingahugsanir í dagbókum í geymslunni þar sem sólin skín aldrei. Er söguhetja bókarinnar, Klara Thoroddsen, byggð að einhverju leyti á ykkar eigin reynslu? Eru einhver sönn atvik í bókinni og frá hvorri ykkar komu þau? Já og nei, meira fært í stílinn. Það sem Klara upplifir gerðist frekar hjá vinum manns eða yngri syst- kinum og auðvitað hefði maður viljað vera jafn klár og orðheppinn og Klara. Ég sé Bjarna Arason reglulega niðri í mat- sal og vona heitt og inni- lega að hann viti ekki að ég var geðsjúkling- urinn sem sendi hon- um tyggjó- plötur í pósti þegar ég var tólf ára.“ Komplexar og ástarsorgir Stöllurnar Þóra Sigurðardóttir og Marta María Jónasdóttir voru að gefa út bráðskemmtilega unglingabók sem fjallar um hina fimmtán ára Klöru Thoroddsen. Anna Margrét Björnsson tók þær Þóru og Mörtu í sannleikann eða kontór um pínlegheit eigin unglingsára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.