Fréttablaðið - 17.11.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 17.11.2007, Síða 66
34 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR E ftir framkvæmdatoppinn síð- ustu misseri erum við nú að komast á lygnari sjó og þá blasa við viðfangsefni dagslegs lífs,“ segir Helga Jónsdóttir, bæjar- stjóri í Fjarðabyggð, um breyt- ingarnar sem í vændum eru þegar fram- kvæmdunum lýkur fyrir austan. „Meginverkefnið er að horfa til framtíðar með styrkari stoðir í atvinnulífinu en áður og njóta allra þeirra kosta sem fylgja því að búa á rólegum og náttúrufögrum stað. Þeir sem hafa tekið mikinn þátt í hraða uppbyggingar- innar undanfarið þurfa nú að róa sig niður og takast á við daglegt líf. Þeir hafa meiri tíma til að sinna börnum, fjölskyldu og félags- starfi. Við þurfum að tryggja gott og farsælt mannlíf í kringum meiri atvinnu og sterkari stoðir samfélagsins. Það er viðfangsefni að sjá hvort okkur tekst ekki að fara í gegnum þennan samdrátt.“ Austfirðingar hafa gengið í gegnum mikið umbreytinga- og mótunartímabil upp á síð- kastið og það gildir ekki bara um álvers- byggingu og hafnargerð heldur eiga sér líka stað breytingar á öðrum sviðum. Sameinuð hafa verið undir einn hatt sveitarfélögin á svæðinu, sem kallar á stefnumótun til fram- tíðar. Þetta segir Helga að krefjist aðalskipu- lags frá Mjóafirði suður í Stöðvarfjörð og því sé verið að leggja línurnar um landnotkun og byggðamynstur á hverjum stað, skoða samlegðaráhrif og hvernig kostirnir á hverjum stað nýtist sem best, bæði fyrir heildina og einstaka kjarna. Þessari vinnu á að ljúka árið 2008. Standa vörð um nálægð og nánd „Það þarf að skilgreina hvað á að standa vörð um og hvernig við byggjum þessi svæði til framtíðar,“ segir hún. „Þetta er samfélags- lega stórt verkefni. Við rýnum í öll tiltæk gögn, tölum við ýmsa aðila og ræðum málin á íbúaþingum. Út úr þessu kemur sýn til 16-20 ára um það hvernig við sjáum þetta samfélag þannig að íbúarnir hafi sameiginlegan skiln- ing á því hvernig þeir vilja nýta staðarkosti.“ Samtímis aðalskipulagi hefur verið unnið að stefnumörkun á öllum sviðum. Með stefnu- korti undir kjörorðinu „Þú ert á góðum stað“ segir Helga að brotið verði niður hvað felist í því að vera fjölskylduvænt, tryggt og öruggt samfélag. „Við reynum að færa það niður á mála- flokka þannig að íbúarnir geti lifað hér góðu lífi frá frumbernsku til æviloka og hafi þá skýru tilfinningu að vera á góðum stað. Hér er nálægðin við náttúruna styrkleiki og fólk hérna talar mikið um kosti þess að hafa stuttar fjarlægðir í einstökum byggðakjörn- um, að hafa engin umferðarljós, komast alltaf leiðar sinnar og geta sinnt börnunum þó að menn séu þátttakendur í atvinnulífinu. Þetta byggist á nálægð og nánd og þetta viljum við standa vörð um. Við teljum að þetta sé mikil- vægur þáttur í lífsgæðunum hérna og líka það að geta farið út með byssu á öxl og skotið eða út með veiðistöngina og veitt.“ Heilborun getur aukið hagkvæmni Austurland þarf að tengja betur með sam- göngum og er unnið að því að kanna nýjar leiðir í jarðgangamálum. Samgönguráðherra hefur sett bæjarstjórana á Seyðisfirði, Fljóts- dalshéraði og í Fjarðabyggð í starfshóp með Vegagerðinni og þingmönnum og er verið að kanna möguleikann á því að heilbora göng sem tengja saman alla firðina í stað þess að sprengja göng með hefðbundnum hætti. Vísbending er um að heilboruð göng geti aukið svo hagkvæmni gangagerðar að hægt verði að flýta gangagerð á svæðinu. Þetta segir Helga að sé í athugun. „Frumniðurstöður Línuhönnunar í sam- vinnu við Háskólann í Þrándheimi liggja fyrir á næstu vikum og þá komum við að þeirri spurningu hvort við eigum að halda áfram eða ekki. Við erum líka að velta vöngum yfir því hvernig eigi að standa að fjármögnuninni og hvort hægt sé að flýta framkvæmdum miðað við samgönguáætlun,“ segir hún. Ný höfn í Mjóeyri er mikilvæg til framtíðar. „Höfnin var í upphafi gerð til þess að þjóna álverinu. Hún er geysilega góð og liggur betur við flutningaleiðum til Evrópu en Faxa- flóasvæðið. Við horfum til þess að hér verði miðstöð flutninga á landsbyggðinni og það hefur áhrif á þær kröfur sem gerðar eru um það hvernig samgöngur á landi verða byggðar upp. Íbúar á Mið-Austurlandi telja óheftar samgöngur allan ársins hring mikilvæga for- sendu fyrir því að vöxtur og viðgangur geti orðið eins og fólkið dreymir um,“ segir Helga. „Þetta mun allt ráðast af aðstæðum sem sérfræðingar leggja mat á og því hvort hægt verður að hraða tengingum umfram það sem áformað er. Hins vegar liggur þegar fyrir og er staðfest í samgönguáætlun að göng verði gerð milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Norð- fjörður er sterkur kjarni, þar er okkar sér- fræðisjúkrahús og miðstöð framhalds- menntunar og það er eitt af almikilvægustu verkefnunum að greiða samgöngur þangað.“ Reykjavík er brjóstvörn Helga hefur ellefu ára reynslu sem borgar- ritari og hún segir að borgarkerfið hafi farið í gegnum miklar breytingar til að laga sig að nútímalegri stjórnsýslu. Tíminn í Ráðhúsinu hafi verið samfellt spennandi tímabil þar sem hæfur hópur fólks lagaði sig að nýjum tímum. „Þegar ég hugsa til Reykjavíkur hugsa ég um óhemjuspennandi tíma og er þakklát fyrir það. Ég kynntist breytingastjórnun sem byggir á framtíðarsýn og að vita hvert er stefnt. Auðvitað skiptir máli að Reykjavík sé sú brjóstvörn sem þarf gagnvart umheiminum fyrir fólk og fyrirtæki. Stærð og afl Reykja- víkur í samanburði við önnur sveitarfélög er svo mikið að mönnum vex það aðeins í augum og telja sig ekki eiga samstöðu með Reykja- vík en það er miklvægt að allir íbúar og öll sveitarfélög skynji að Reykjavík er höfuð- borg okkar allra.“ Eigum að vera til fyrirmyndar Helga er fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og forsætisráðherra í tíð Steingríms Hermannssonar og hefur brennandi áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum en segist ekki taka þátt í neinu stjórnmála- starfi. „Ég er alin upp á pólitísku heimili þar sem menn fylgdust geysilega vel með og ég hef hlustað á Eldhúsdagsumræður á Alþingi frá því ég man eftir mér. Ég hef alltaf litið kaflaskipt á lífið og aldrei getað hugsað mér að vera komin eitthvert til langframa. Ég er alltaf að takast á við verkefni sem mér finnast spennandi. Ég hafði séð fyrir mér að vera fimm til tíu ár hjá Reykjavíkurborg en þar var stöðug þróun og umbreyting og ég gleymdi mér aðeins. Ef ég hefði verið spurð fyrir fjórum árum hvort ég yrði bæjarstjóri í Fjarðabyggð hefði mér þótt það fjarstæðu- kennd hugmynd. En svo koma upp þessar aðstæður hér sem er spennandi að taka þátt í,“ segir hún. Umhverfismálin hafa verið gríðarlega umdeild síðustu misserin en Helga var stjórnar formaður Landsvirkjunar þegar stækkun Alcan var ákveðin á sínum tíma. „Auðvitað verður íslensk þjóð að leggja mat á það hvernig best er að standa vörð um hags- muni hennar og nýta auðlindirnar. Ein nátt- úruauðlind er óspillt umhverfið en í flestum fræðum er sú auðlind sem skiptir hvað mestu máli mennirnir sjálfir og hvernig maður stendur vörð um að mannlíf sé gott en ekki með því að ganga endalaust á hagsmuni náttúrunnar. Það er nokkuð sem við megum aldrei gleyma. Við megum ekki heldur gleyma að það skiptir máli fyrir allsnægtaþjóðir eins og Íslendinga að vera öðrum til fyrirmyndar, til dæmis varðandi Kyoto-bókunina. Við eigum alltaf að horfa fyrst á okkur og vera til sóma þegar við höfum undirgengist eitthvað,“ segir hún. Hvað frekari orkunýtingu í þágu stóriðju varðar segir hún það skýrt í sínum huga að það eigi þá að „þjóna því markmiði að byggð sé í landinu og horfa til þess hvar orkunýtingin sé líklegust til að styrkja mannlíf og búa til öryggi fyrir íbúana, hvar áhrifin verða mest til að standa vörð um mannlíf og tryggja að það geti orðið atvinnuöryggi á stöðum sem hafa mikla staðarkosti og fólk vill búa á. Við getum ekki nýtt kosti þessara staða ef ekki er atvinnuöryggi á svæðinu. Þróun í landbúnaði og sjávarútvegi kallar á að menn endurhugsi atvinnustarfsemina úti á landi. Til þess að önnur atvinnutækifæri skapist er mikilvægt að hafa stórt og kraftmikið, tryggt og öruggt akkeri sem burðarás í samfélaginu. Út frá því er hægt að þróa annað.“ Maðurinn er auðlind Samræmda sýn og skýra forystu þarf til að ákveða hvert skuli stefna í nýsameinuðu sveitarfélagi. Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, sagði í samtali við Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur að mestu skipti að íbúarnir hefðu þá skýru tilfinningu að vera á góðum stað en Fjarðabyggð mun nú þurfa að takast á við samdrátt þegar framkvæmdunum fyrir austan lýkur. MEGUM ALDREI GLEYMA MANNLÍFINU „Ein náttúruauðlind er óspillt umhverfið en í flestum fræðum er sú auðlind sem skiptir hvað mestu máli mennirnir sjálfir og hvernig maður stendur vörð um að mannlíf sé gott en ekki með því að ganga endalaust á hagsmuni náttúrunnar. Það er nokkuð sem við megum aldrei gleyma,“ segir Helga Jóns- dóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, hefur glæsilegan feril að baki. Hún var borgarritari í ellefu ár og var þá staðgengill borgar- stjóra og sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármála borgarinn- ar. Áður sat hún í framkvæmdastjórn Alþjóða- bankans í Washington. Helga hefur reynslu úr Stjórnar- ráðinu, fyrst sem aðstoðarmaður forsætisráðherra og utanríkisráð- herra og síðan sem skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og ritari ríkisstjórnarinnar. Auk þessa hefur hún starfað í nefndum og stjórn- um, til dæmis verið formaður Tryggingaráðs, Landsvirkjunar og Framkvæmdanefndar ríkisstjórnar um fíknivarnir svo eitthvað sé nefnt. Helga er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur unnið við ýmislegt, meðal annars blaðamennsku, dagskrárgerð og forfallakennslu. Hún er gift Helga H. Jónssyni fréttamanni, sem nú er í Leið- söguskólanum, og eiga þau þrjú uppkomin börn. ➜ HELGA JÓNSDÓTTIR Í HNOTSKURN Ég hef alltaf litið kaflaskipt á lífið og aldrei getað hugsað mér að vera komin eitthvert til langframa. Ég er alltaf að takast á við verk- efni sem mér finnast spennandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.