Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 79

Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 79
LAUGARDAGUR 17. nóvember 2007 EGG Verk eftir Magneu Ásmundsdóttur. Magnea Ásmundsdóttir myndlistarmaður opnar einkasýningu sína, Á ferð, í Gallerí Ágústi, Baldursgötu 12, í dag kl. 16. Magnea notar ólíka miðla í verkum sínum á sýningunni, að hætti „konsept“-listamanna. Hún sýnir til dæmis ljósmyndir, myndbandsverk, brotið postulín, púsluspil, egg og leikfangabíla sem hún setur í frásagnarsamhengi og leiðir þannig áhorfandann í ferðalag. Verk Magneu virðast við fyrstu sýn léttvæg og leikandi, en undir yfirborðinu býr alvaran. Magnea varpar fram spurningum um lífið og dauðann, valdabaráttu og lífshlaupið í heild. Magnea hefur mikið unnið með „konsept“-list, bæði í stórum verkefnum og þeim minni. Magnea menntaði sig í Myndlista- og handíða- skóla Íslands og bætti við sig menntun í Noregi og Þýskalandi. Síðan námi lauk hefur Magnea haldið einkasýningar í Reykjavík og tekið þátt í fjölda samsýninga víða í Evrópu. Myndlist hennar er oft huglæg og á stundum ekki mjög efnismikil, en hún nálgast viðfangsefni sín af næmi og ljáir þeim dýpt og þunga. - vþ Blönduð tækni í Ágústi LIST Á LANDSBYGGÐINNI Sýningin Salon stendur fram að áramótum. Sýning á myndverkum seyð- firskra listamanna, leikinna og lærðra, verður opnuð á Vestur- vegg Skaftfells, Austurvegi 42 á Seyðisfirði, í dag kl. 16. Sýningin nefnist Salon. Gallerí Vesturveggur er á jarðhæð Skaftfells, í Bístrói menningarmiðstöðvarinnar á Seyðisfirði. Markmið Vestur- veggsins er að gefa ungum myndlistarmönnum tækifæri til að sýna verk sín á opinberum vettvangi og að gefa fólki tækifæri til að kynna sér þá grósku sem er í myndlist á Íslandi. Jafnframt er Vestur- veggurinn gott innlegg í menn- ingarlíf Austurlands og gefur þannig Skaftfelli, miðstöð myndlistar í fjórðungnum, tækifæri á að auka sérstöðu sína enn frekar. Öllum er hjartanlega velkomið að mæta á opnunina í dag og fagna með listamönnunum. Sýningin stendur fram að áramótum. - vþ List fyrir austan FIM. 15. NÓV. KL. 20 - FRESTAÐ TÓNLEIKAR MANNAKORNA LAUG. 17. NÓV. KL. 17 TÍBRÁ: FÍFILBREKKA GRÓIN GRUND JÓNAS 100 ÁRA Miðaverð 2000/1600 kr. SUN. 18. NÓV. KL. 20 LEONE TINGANELLI ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Miðaverð 2000 kr. MIÐV. 21. NÓV. KL. 20 TÍBRÁ: LIENE CIRCENE PÍANÓTÓNLEIKAR Miðaverð 2000/1600 kr. Stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri fimmtudagskvöldið 22. nóvember kl. 21:00 Guðrún og Friðrik koma fram ásamt Ólafi Gauk og stórhljómsveit og flytja lög af öllum plötunum sínum. Miðasala í Eymundsson Glerártorgi og í síma 540 2170. Miðaverð aðeins 2.900.-::

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.