Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 94

Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 94
62 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR Stærsta brúðkaup ársins fer fram í Fríkirkjunni í dag þegar Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir verða gefin saman í hjónaband af sr. Hirti Magna Jóhannssyni. Fréttablaðið hefur fyrir því staðfestar heimildir að það verði enginn annar en Garðar Thor Cortes sem syngi fyrir gesti í kirkjuathöfninni en Jón Ásgeir er einn af velgjörðarmönnum ten- órsins og hefur stutt dyggilega við bakið á honum undanfarin ár. Hvergi er til sparað í undirbún- ingi brúðkaupsins. Mikil leynd hefur hvílt yfir umgjörð þess og allir sem að því koma eru þögulir sem gröfin. Þó hefur komið fram í Fréttablaðinu að hljómsveitirnar Nýdönsk og GusGus muni sjá um tónlistina í veislunni. Hljóðkerfið er leigt hjá Exton og hefur nánast allur mannafli fyrirtækisins unnið við undirbúning brúðkaupsins frá því í vikubyrjun. Leigan á kerfinu kostar að sögn kunnugra ekki undir tveimur millj- ónum króna. Auk þessa hefur stórt tjaldhýsi verið reist aftan við Hafnarhúsið og leigðu brúðhjónin öll þau tuttugu bíla- stæði sem það þekur í tvær vikur, fyrir tæpar 400 þúsund krón- ur. Öll skipulagning er í höndum breska viðburðafyrirtækisins Élan, sem meðal annars hefur skipulagt viðburði fyrir Christian Dior, Bar- bie, Topshop og Baug Group. Starfs- fólk Élan mun flytja ýmislegt inn í tilefni af brúðkaupinu, allt frá blómaskreytingum til kokka. Sam- kvæmt Vísi.is eru kokkarnir frá japönsku veitingastaðakeðjunni Nobu en eigandi þess er einn af frumkvöðlum „fusion“ -matar- gerðar. Vísir.is hefur einnig greint frá því að Baltasar Kormákur muni sjá um veislustjórn en hann er sem kunnugt er kvæntur Lilju Pálma- dóttur, systur Ingibjargar. Sömu- leiðis að brúðurin muni fara óhefð- bundnar leiðir í kjólavali og klæðast svörtum kjól eftir sjálfan Karl Lagerfeld en hönnuðurinn er ein- mitt nágranni hennar og Jóns Ásgeirs í New York. Hárgreiðslu- maðurinn Simbi hjá Jóa og félögum hefur yfirumsjón með brúðar- greiðslunni. Sirkus greindi frá því í gær að Jón Ásgeir og Ingibjörg hefðu ákveðið að afþakka brúðargjafir. Í stað þess hafa þau beðið gesti um framlög í Sólarsjóðinn, góð- gerðasjóð sem hefur þann til- gang að létta undir með lang- veikum börnum og aðstandendum þeirra. Í bréfi til gesta sögðust þau hafa látið sér detta í hug að nota það sem safnast til þess að kaupa íbúðir í London eða Reykjavík, þar sem fjölskylda barnsins gæti búið meðan á meðferð stæði. Jón Ásgeir og Ingibjörg munu sjálf leggja til stofnframlag. sigrunosk@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. stynja 6. kyrrð 8. háttur 9. heyskaparamboð 11. í röð 12. kál 14. gimsteinn 16. golf áhald 17. angan 18. tunna 20. ætíð 21. kvenflík. LÓÐRÉTT 1. smæl 3. málmur 4. alls 5. beita 7. eilífð 10. skordýr 13. spendýr 15. tilbúningur 16. fjör 19. bor. LAUSN LÁRÉTT: 2. mása, 6. ró, 8. lag, 9. orf, 11. mn, 12. salat, 14. tópas, 16. tí, 17. ilm, 18. áma, 20. sí, 21. pils. LÓÐRÉTT: 1. bros, 3. ál, 4. samtals, 5. agn, 7. óratími, 10. fló, 13. api, 15. smíð, 16. táp, 19. al. Fitnessmeistarinn Arnar Grant mun birtast á forsíðu næsta tölublaðs Fitness-frétta sem nú er í prentun. Þar verður hann í gervi ofur- hetjunnar Súperman en búningurinn var mál- aður á kappann. „Það voru tvær konur í nærri þrjá klukkutíma að mála mig með litlum penslum. Lalli Sig ljósmyndari stóð fyrir tökunni. Hann hefur verið að gera svona öðru- vísi ljósmyndaverkefni og spurði mig hvort ég væri ekki til í að vera hinn íslenski Súper- man. Hann vissi ekki um neinn á landinu sem er jafn flottur og ég,“ segir Arnar og hlær. Takan fór fram í vor, á sama tíma og Risessan lagði leið sína hingað til lands og lagði höfuð- borgina „í rúst“. „Við notuðum tækifærið og mynduðum í grennd við verk Risessunnar svo það liti út fyrir að Súperman hefði átt þarna hlut að máli.“ Annars er það af Arnari að frétta að hann undirbýr sig af kappi fyrir fitness-mót á vegum IFBB sem fram fer í Austurbæ laugardaginn 24. nóvember. Þetta er hans fyrsta mót í þrjú ár. „Ég var búinn að vinna allt sem hægt er að vinna í fitness á Íslandi og fannst bara komið nóg. En ég fékk svo margar áskoranir um að vera með að ég ákvað að slá til,“ segir Arnar og bætir því við að hann borði sex sinnum á dag. Mataræðið sam- anstendur að mestu af hafragraut, My Smoothie, grænmeti, fiski, kjúklingi og popp- kexi með laxi eða kotasælu. „Maður reynir að halda þessu fjölbreyttu. Svo drekk ég upp undir þrjá lítra á dag af Bergtoppi.“ - sók Arnar Grant er hinn íslenski Súperman Bloggdrottningin nafnlausa „Meng- ella Berg“, sem vann sér meðal annars til frægðar ævilangt bann á Barnalandi, hefur verið afhjúpuð og það af sjálfri sér á slóðinni mengella.blogspot.com. Það reynist vera Ólafur Sindri Ólafsson, 24 ára einhleypur og barnlaus Akureyr- ingur, sem stendur að baki síðunni umdeildu. Upphafið að endinum var sú ákvörðun 24 stunda að bjóða vegleg verðlaun þeim til handa er gæti upplýst um raunverulegt nafn Mengellu. Fréttablaðið upplýsti hins vegar 3. ágúst síðastliðinn að Ólafur væri á bak við Mengellu. Ólafur vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því í gær. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Ólafur töluvert dagfars- prúðari en Mengella og framúr- skarandi námsmaður. Aðeins 17 ára gamall gaf hann út bókina Svartiskóli ásamt bróður sínum. Hann lærði tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og fékk þar verðlaun fyrir námsárangur í fyrravor. Þrátt fyrir það kláraði hann ekki námið og skráði sig í heimspekinám við Háskóla Íslands. Sagan segir að nú hyggist hann á nám á sviði lista. Mengella hefur einkum vakið athygli fyrir vel skrifaðan texta og árásir á ákveðna einstaklinga og hópa, til dæmis Ágúst Borgþór Sverrisson, Eyvind Karlsson, Suðurnesjamenn, Barnalands konur og vélhjólamenn. Samkvæmt „afhjúpunarfærslu“ Ólafs tók Mengella að myndast eftir að „hún“ svaraði spurningu á Barnalandi um rækt gullfiska í heimahúsum: „Þú sprautar bara úr kavíartúpu í ylvolgt fiskabúr,“ ritaði Mengella. „100 g af kavíar ættu að geta af sér svona 30 heilbrigða fiska á mánuði. Passaðu bara að kaupa góða tegund, fólk hefur lent í slæmum hlutum með svona ódýrum Bónus-kavíar.“ Að sögn Ólafs uppskar þessi þekking Mengellu nokkra aðdáun lesenda. - sók Mengella er afburða námsmaður ARNAR GRANT Þessi mynd af fitness- kappanum í gervi Súpermans verður á forsíðu næsta tölublaðs Fitness-frétta. MYND/LALLI SIG ÓLAFUR SINDRI Þekktasti nafnleysingi bloggheima er kominn fram í dagsljósið og heitir Ólafur Sindri Ólafsson. JÓN ÁSGEIR OG INGIBJÖRG: GARÐAR THOR SYNGUR Í FRÍKIRKJUNNI Brúðkaup ársins í dag AFÞAKKA GJAFIR Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa verið ötul við að styðja góð mál- efni. Fram kom í Sirkus í gær að þau hefðu afþakkað brúðargjafir og bæðu í staðinn gesti um framlög í góðgerðasjóð sinn. KEMUR FRÁ LONDON Garðar Thor Cortes kemur til landsins frá London til að syngja í brúðkaupi aldarinnar í dag. Stefanía Sigurðardóttir Aldur: 28 ára Starf: Nemi og verkefnastjóri hjá Innovit, nýsköp- unar- og frum- kvöðlasetri fyrir háskólanema. Fjölskylda: Er í sambúð með Sveini Kristjáns- syni, 23 ára, og á von á barni. Foreldrar: Sigurður Viggóson, fram- kvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, og Anna Jensdóttir, tryggingaráðgjafi hjá VÍS. Búseta: Í Breiðholti, flytur á Akra- nes í desember. Stjörnumerki: Steingeit Stefanía birti opið bréf til viðskiptaráð- herra í Fréttablaðinu í vikunni, þar sem hún mæltist til þess að stimpilgjöld yrðu afnumin. Íþróttafréttamaðurinn og marka- kóngurinn Hjörtur Hjartarson festi nýverið kaup á íbúð við Rauðalæk í Laugardalnum. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að annar marka- kóngur sem einnig er frá Akranesi, aðstoð- arlandsliðsþjálfarinn Pétur Pétursson, býr beint á móti honum. Þetta ku vera tilviljun og ekki tilkomið vegna þess að Hjörtur hyggist minna á sig sem mögulegt landsliðsefni eftir að hafa verið markakóngur annarrar deildarinnar í sumar. Bloggdrottningin Katrín Atladóttir sem heldur úti síðunni katrín.is varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í badmin- ton ásamt Rögnu Ingólfsdóttur um helgina. Á bloggsíðu sinni segist hún hafa fengið peningaverðlaun, en þar sem verðlaun í „badmintonbransan- um“ séu því miður ekkert í líkingu við þau sem tennisstjörn- ur fá í sinn hlut hafi hún ákveðið að kaupa sér eitthvað fallegt í stað þess að eyða aurunum í hversdagslega hluti. Lokaniðurstaðan varð kjóll í versluninni Trílógíu. Og eins og Fréttablaðið hefur greint frá bauð útvarpsþátturinn A-J, með leikurunum Atla Þór Albertssyni og Jóhanni G. Jóhannssyni innanborðs, gítar Bubba Morthens upp til styrkt- ar unglingadeild SÁÁ. Gripurinn fór ásamt gullplötu úr safni kóngsins á 230 þúsund krónur, sem vafalítið eiga eftir að nýtast vel á góðum stað. En sögunni lýkur ekki þar því samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins þykir ekki ólíklegt að Bubbi ætli sér að gefa annan gítar til styrktar sama málefni enda munu nokkrir fjársterkir aðilar hafa mikinn áhuga á hljóðfærum goðsins og vera reiðu- búnir að greiða háar summur fyrir sex strengja hljóðfæri úr herbúðum kóngsins. - fgg/sók FRÉTTIR AF FÓLKI STJÖRNUBJART Á BRÚÐKAUPSNÓTTINNI „Mér finnst nú eins og þau hafi pantað þetta veður,“ segir Sigurður Þ. Ragn- arsson veðurfræðingur um veðrið á brúðkaups- dag Jóns Ásgeirs og Ingibjargar. „Í kortunum er smá kuldi og það gætu blásið kaldir vindar um brúðarhjónin þegar líða tekur á kvöldið. Hins vegar lítur allt út fyrir að það rofi til, gæti verið hálfskýjað en svo gæti líka orðið stjörnubjart og ástarstjarn- an Venus því blasað við þeim þegar þau ganga út úr kirkjunni. En fólkið verður að klæða sig vel, það er alveg víst,“ bætir hann við. SMS LEIKUR V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár aal in d av in d . K ó p av Sendu SMS skeytið BTC ATE á númerið 1900 og þú gætir unnið! Vinningar: Harry Potter, Pirates, Desperate Houswifes, Friends, Jungle Book, Hara, Bloodgroup, Mugison, I-pod, Ferða DVD, Heimabíó, Árskort í Smárabíó, 42"Plasmatæki. 9 HVERVINNUR! Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.