Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Þriðjudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 36% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 38% 68% B la B l Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 20. nóvember 2007 — 316. tölublað — 7. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÆKUR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hefur stundað mikla hreyfingu allt frá unglings- aldri og er meðal annars þekktu fmikill fj það til góða annars staðar eins og í k þreki. Stefnir á hátt fjall Ari Trausti Guðmundsson lyftir lóðum í Silfur sporti tvisvar til þrisvar sinnum í viku að meðaltali og finnst það bráðnauðsynlegt upp á starfsþrekið sem og almennt þrek. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOTUÐ AF NÁTTÚRULÆKNUMGoji-ber sem vaxa í hlíðum Hima-lajafjalla þykja meinholl og hafa lengi verið notuð við ýmsum kvillum. HEILSA 2 HOLLUSTUDRYKKIRÁ veitingastaðnum Gló í Laugardalnum má fá ýmsa orkuríka drykki. HEILSA 3 VEÐRIÐ Í DAG ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON Lyftir lóðum og klífur fjöll til að auka orkuna heilsa bækur Í MIÐJU BLAÐSINS MÓTETTUKÓRINN 25 ÁRA Hörður Áskelsson við stjórn frá upphafi Margt sem stendur upp úr TÍMAMÓT 22 PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON Gallerí Borg snýr aftur Gengur hreint til verks FÓLK 38 Kökukonsertar hefja göngu sína Söngkonurnar Hallveig Rúnars- dóttir, Margrét Sigurðardóttir og konfektgerðarmeistar- inn Hafliði Ragnarsson syngja saman á óvenju- legum tónleikum. MENNING 26 Brask með miða Borið hefur á svarta- markaðsbraski með miða á jólatónleika Björgvins Halldórssonar. FÓLK 38 Hermann verður fyrirliði Hermann Hreiðarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Dönum á morgun. Leikaðferð Íslands verður 4-5-1. ÍÞRÓTTIR 32 HEILBRIGÐISMÁL Gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut býr við mikinn húsnæðisskort. Ástandið er orðið það alvarlegt að Alma Dagbjört Möller, yfirlæknir gjörgæslulækninga, segir ekki hægt að bíða þar til deildin verði flutt í nýtt sjúkrahús sem á að byggja. Finna verði bráðabirgða- lausn hið fyrsta. Alma segir að ítrekað hafi þurft að fresta aðgerðum á sjúklingum af því að ekki hafi verið hægt að koma þeim fyrir í sjúkrarúmum á gjörgæsludeild eftir aðgerð. Þá séu alþjóðlegar kröfur um lág- marksrými fyrir hvern sjúkling engan veginn uppfylltar. Hver sjúklingur fái um fjórtán fermetra pláss en það eigi að vera minnst 25 fermetrar svo koma megi tækjum fyrir með góðu móti. Lyfjaherbergi deildarinnar er 2,4 fermetrar að stærð og segir Alma það ekki við hæfi á deild sem byggi á flóknum lyfjagjöfum. Þá þurfi að geyma dýr tæki deildar- innar víðs vegar um húsið, jafnvel á göngum þar sem tækjageymsla rúmi aðeins brot af þeim búnaði sem þurfi. Alma hefur sjálf látið aðstandendum sjúklinga eftir skrifstofu sína. „Gjörgæsludeild er sérstök að því leyti að þar dvelja ættingjar sjúklinga mjög mikið og gista oft á spítalanum.“ Alma segir starfsfólki gjör- gæslunnar mjög annt um sína sjúklinga en þröngur og óviðun- andi húsakostur geri því mjög erf- itt fyrir. Sjálf hefur Alma teiknað bráðabirgðalausn fyrir deildina. Hún felst í því að afar einföld við- bygging yrði sett ofan á þak rönt- gendeildar. Byggingin yrði notuð fyrir geymslur, aðstöðu fyrir starfsfólk og aðstandendur. Til- lögur hennar eru nú til umsagnar hjá húsafriðunarnefnd. „Það er spurning hversu lengi er hægt að bíða. Sjúklingum fjölgar og aðgerðirnar verða sífellt flóknari og hafa í för með sér fleiri nauðsynleg tæki sem sjúklingarnir þarfnast. Hér eru veikustu sjúklingar spítalans og þessi óviðunandi aðstaða getur skapað hættu fyrir sjúklinga auk þess sem hún reynir verulega á starfsfólk,“ segir Alma. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra kveðst vita af húsnæðisvanda heilbrigðisstofn- ana. Hann vill ekki útiloka að þrýst verði á um að flýta viðbygg- ingu gjörgæsludeildar en segir að ný aðstaða verði ekki hrist fram úr erminni. - kdk/ sjá síðu 6 Aðgerðum ítrekað frestað Yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut segir húsnæðisskort geta sett sjúklinga í hættu. Ekki sé hægt að bíða eftir nýju sjúkrahúsi. Ráðherra útilokar ekki að flýta viðbyggingu gjörgæsludeildar. Hjartað slær heima Íslenskir unglingar eru stoltir af því að vera Íslendingar, eins og fram kemur í rannsókn Þórodds Bjarna- sonar og Atla Hafþórssonar. TILVERA 16 KÓLNANDI VEÐUR - Í dag verður vestlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á Norður- og Vesturlandi. Léttskýjað eystra en dálítil væta með morgn- inum vestan til en styttir svo upp. Hiti 3-7 stig en frystir víða síðdegis eða í kvöld. VEÐUR 4      VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan féll um 3,65 prósent í Kauphöllinni í gær en það er næstmesta dýfa hennar á árinu. Vísitalan endaði í 6.956 stigum og hefur hún ekki verið jafn lág síðan seint í janúar. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækj- um lækkaði mest, svo sem í Existu sem fór niður um 5,8 prósent. Pétur Aðalsteinsson, sérfræð- ingur hjá VBS Fjárfestingabanka, segir fjárfesta verða að hugsa sig vel um áður en þeir ákveði að selja hlutabréf sín þegar óróleiki sé á mörkuðum. - jab / sjá síðu 29 Mikil lækkun í Kauphöllinni: Gengishækkun ársins að hverfa LANDHELGISGÆSLAN „Strákarnir tóku þessu með ró og gengu tryggilega frá duflinu. En svona eftir á að hyggja læðist sú hugsun að manni að það þyrfti ekki um að binda ef þetta myndi springa,“ segir Sigurður Ó. Þorvarðarson, skipstjóri á Þorvarði Lárussyni SH 129 frá Grundarfirði. Skipið fékk tundurdufl í trollið á laugardag þar sem það var að veiðum undan Látrabjargi. Um 350 kíló af virku sprengiefni eru í dufli af þessari tegund. Sigurður segir það koma reglulega fyrir að skip fái tundurdufl í veiðarfærin. Hann sigldi strax til hafnar á Rifi eftir að hafa ráðfært sig við Vaktstöð siglinga og þar fóru hann og sjö skipverjar aðrir í land. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar tóku við duflinu og sprengdu það á afviknum stað. „Orkan sem leysist úr læðingi þegar svona dufl springur jafngildir einu tonni af dínamíti. Það er ljóst að ef svona dufl spryngi um borð í báti á stærð við Þorvald Lárusson myndi hann hverfa af yfirborði sjávar, enda var þessum duflum ætlað að sökkva stórum flutninga- og herskipum,“ segir Sigurður Ásgrímsson, sprengjusérfræðingur Landhelgisgæsl- unnar. Hann segir að um þýskt dufl frá seinni heimsstyrjöld hafi verið að ræða en þeim var hent í hafið við Ísland í tugþúsundavís á stríðsárunum. - shá Togskipið Þorvaldur Lárusson fékk virkt tundurdufl í veiðarfærin við Látrabjarg: Orkan á við tonn af dínamíti DUFLIÐ Á BRYGGJUNNI Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræð- ingur stendur hér við þýska tundurduflið, sem er úr áli. Eftir rúm sextíu ár í sjónum er það enn heillegt og stórhættulegt. MYND/SIGURÐUR ÁSGRÍMSSON ORKUMÁL Hlutafélagavæðing Orkuveitunnar er ekki á dagskrá nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Mat borgarfulltrúa er að sá styr sem hefur staðið um fyrirtækið fresti ákvörðunum um hlutafélagavæðingu um ótiltekinn tíma. Stýrihópur Svandísar Svavarsdóttur hefur tillögu um breytt rekstrarform fyrirtækisins til umfjöllunar. - shá / sjá síðu 4 Orkuveita Reykjavíkur: Ekki hlutafélag HERRAMAÐURINN SARKOZY Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tók ljúflega á móti Margréti Þórhildi Danadrottningu og Hinrik prins í forsetahöllinni í París, þrátt fyrir harðar kjaradeilur opinberra starfsmanna í landinu. Nordicphotos/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.