Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 46
38 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT 2. pest 6. öfug röð 8. langar
9. farfa 11. þurrka út 12. morðs 14.
flækja 16. ekki 17. hópur 18. angan
20. fyrir hönd 21. útungun eggja.
LÓÐRÉTT 1. líkami 3. tveir eins 4.
gufuskip 5. hamfletta 7. nískupúki
10. blekking 13. skaut 15. innyfla 16.
trjátegund 19. skóli.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. kvef, 6. on, 8. vil, 9. lit, 11.
má, 12. dráps, 14. flóki, 16. ei, 17. lið,
18. ilm, 20. pr, 21. klak.
LÓÐRÉTT: 1. hold, 3. vv, 4. eimskip,
5. flá, 7. nirfill, 10. tál, 13. pól, 15.
iðra, 16. eik, 19. ma.
Nýtt gallerí Péturs Þórs Gunnarssonar, sem kenndur
er við Gallerí Borg, og eiginkonu hans Ernu Flygen-
ring mun einfaldlega heita Gallerí Borg.
„Þetta er eitt þekktasta merkið á landinu í dag og
þetta er fallegt nafn sem var á lausu,“ segir Pétur Þór
um „nýja“ nafnið.
Pétur hefur verið í sjálfskipaðri útlegð frá lista-
verkaheiminum í tíu ár, eða frá því að rannsókn hófst
á stóra málverkafölsunarmálinu. Var hann sem kunn-
ugt er sýknaður fyrir þremur árum í Hæstarétti af
fimmtíu ákæru liðum ásamt Jónasi Freydal Þorsteins-
syni.
Pétur segir að einfaldast hafi verið að halda gamla
nafninu því hann sjálfur sé hvort sem er kenndur við
Gallerí Borg. „Mér finnst þetta betra. Maður gengur
bara hreint til verks og er ekki í neinum feluleik. Þetta
var niðurstaðan og það er lítið annað um það að segja.
En þetta er nýtt gallerí og við erum að byrja algjör-
lega frá núlli. Það verður farið hægt og rólega af stað
og ekki með neinum látum,“ segir hann og óttast ekki
gagnrýnisraddir. „Maður hefur fengið kaldar kveðjur,
einmitt í Fréttablaðinu frá Tryggva í Fold en það
truflar mig ekkert.“
Gallerí Borg verður opnað á laugardaginn klukkan
17 að Skipholti 35. Boðið verður upp á veitingar og sjá
þeir Tómas R. Einarsson og Óskar Guðjónsson um að
halda uppi léttleikandi stemningu. - fb
Snýr aftur með Gallerí Borg
PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON Pétur Þór og eiginkona hans Erna
Flygenring opna Gallerí Borg á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bók Þorgríms Þráinssonar,
Hvernig gerirðu konuna þína ham-
ingjusama? situr í fjórða sæti á
metsölulista Eymundsson, á eftir
nýjustu bókum Arnalds Indriða-
sonar og Þórarins Eldjárns og
Hnífi Abrahams, margumtalaðri
glæpasögu Óttars M. Norðfjörð.
„Ég hef alveg trú á því að þessi
bók verði ein af fjórum, fimm
mest seldu bókum ársins,“ segir
Þorgrímur um árangurinn. „Ég er
auðvitað mjög glaður með þetta,
en miðað við þá umfjöllun sem
bókin hefur fengið síðustu vikur
kemur það ekki svo á óvart, í
hreinskilni sagt,“ bætir hann við.
Þorgrímur segist þó kannski ekki
hafa séð árangurinn fyrir á meðan
hann sat við skriftir. „En ég hafði
það góða tilfinningu fyrir efninu
að ég vissi að þetta yrði heit
umræða og þar af leiðandi góð
sala,“ segir hann.
Spurður hvort konu hans, Ragn-
hildi Eiríksdóttur, þyki það skrýtið
að sjá heimilislífið á metsölulist-
anum svarar Þorgrímur neitandi.
„Ég held að okkar væntingar hafi
verið mjög svipaðar,“ segir hann.
Þorgrímur er því ekki heldur
ókunnugur að verma sæti á met-
sölulistum, enda spannar rithöf-
undarferill hans ein átján ár. „Ég
er, að ég held, eini rithöfundurinn
sem hefur átt bók í bæði fyrsta og
öðru sæti á lista yfir heildarsölu
árs. Það voru bækurnar Bak við
bláu augun og Lalli ljósastaur,“
segir Þorgrímur, sem bendir þó á
að metsölulistar spegli ekki alltaf
gæði. „Þetta er auðvitað ákveðið
mælitæki, en það er alltaf fjöldi
frábærra bóka sem ratar aldrei
þangað,“ segir hann.
-sun
Þorgrímur og eiginkonan ánægð með söluna
SVIPAÐAR VÆNTINGAR Þorgrímur Þráinsson segir að hann og kona hans, Ragnhildur
Eiríksdóttir, hafi haft svipaðar væntingar til bókarinnar Hvernig gerirðu konuna þína
hamingjusama? FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarps-
kona í Íslandi í dag, á von á sínu
fimmta barni. Inga Lind staðfesti við
Vísi.is að hún væri gengin
þrjá mánuði á leið. Því
er von á barninu í lok
maí og ríkir eflaust mikil
spenna á heimili Ingu
og eiginmanns hennar,
athafnamannsins
Árna Haukssonar,
í Garðabæ.
En það eru fleiri
að fjölga mannkyninu. Dalla
Ólafsdóttir, dóttir Ólafs
Ragnars Gríms sonar
forseta Íslands, á von á
öðru barni sínu á allra
næstu dögum. Dalla er gift
Matthíasi Sigurðarsyni
tannlækni. Fyrir eiga þau
dótturina Urði sem er
nýorðin þriggja ára.
Kynningarpartí Senu var vel sótt á
Apótekinu á laugardagskvöld. Eins
og fram hefur komið var gestum
gert að mæta í svörtum, hvítum og
rauðum klæðnaði en það vafðist
fyrir nokkrum þrátt fyrir skýr skila-
boð. Meðal þeirra sem ekki fengu
inngöngu voru Tryggvi Guð-
mundsson, fótbolta maður
úr FH, Andrea Jónsdóttir
útvarpskona og Jón Jósep
Snæbjörnsson söngvari,
sem reyndar skaust
heim eftir rauðu bindi
og slapp þá inn.
Aðalskemmtiatriði kvöldsins var
myndband með Pétri Jóhanni
Sigfússyni í hlutverki Ólafs Ragnars
í Næturvaktinni. Ólafur Ragnar fór
rækilega yfir starfsemi Senu og skaut
á vel valda gesti með tilheyrandi
hlátrasköllum. Talið er að um 500
manns hafi verið í partíinu þegar
mest var. Þarna mátti til að mynda
sjá Richard Scobie, Unni Birnu
Vilhjálmsdóttur, Ásgeir Kolbeins,
Björgvin Halldórsson, Regínu
Ósk, Einar Bárðarson, Arnar
Gauta Sverrisson og
Nadiu Banine, Auðun
Blöndal, Egil „Gillzen-
egger“ Einarsson og
Friðrik Ómar. - hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Það er klárlega Pizzan í Garða-
bænum. Ég hef verið þekktur
fyrir pepperoni og ananas en
pepperoni, bananar og svartur
pipar kom sterkt inn um dag-
inn.“
Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu.
„Við sáum auglýsingar á netinu þar
sem stelpa var að auglýsa miða til
sölu. Þetta var augljóslega ekki
einhver sem átti ekki heimangengt
á tónleikana heldur hafði hamstrað
miða,“ segir Ísleifur B. Þórhalls-
son, tónleikahaldari hjá Concert.
Ísleifur stendur fyrir jólatónleik-
um Björgvins Halldórssonar í
Laugardalshöll í næsta mánuði en
uppselt er á alla þrjá tónleikana.
Borið hefur á því að fólk hafi ætlað
að selja miða á tónleika Björgvins
á svörtum markaði og var meðal
annars birt auglýsing þess efnis á
kassi.is. Að sögn Ísleifs gekk miði.
is í málið, hafði uppi á stúlkunni og
sagðist hafa áhuga á miðunum. Í
kjölfarið tókst að bera kennsl á
hana og voru miðarnir ógildir um
leið enda gilda strangar reglur um
slík viðskipti.
Ísleifur segir að umrædd stúlka
hafi augljóslega ætlað að græða á
athæfinu, hún hafi selt ódýrari
miðana á átta þúsund og dýrari
miðana á tíu þúsund krónur en
miðaverð er sjö og átta þúsund.
„Hún ætlaði greinilega að skapa
sér einhverjar tekjur af þessu,“
segir Ísleifur og bætir því við að
hann hafi ekki séð atvinnustarf-
semi af þessu tagi í tengslum við
tónleikahald hér á landi áður. Ekki
hefði þó gróðinn orðið mikill, 20
þúsund krónur ef allir miðarnir
hefðu selst.
Gríðarleg eftirspurn hefur verið
eftir miðum á jólatónleika Björg-
vins og er þegar uppselt á alla þrjá
tónleikana sem ráðgert hefur verið
að halda. Ísleifur segir nánast úti-
lokað að fjórðu tónleikunum verði
bætt við. „Við erum ekki einu sinni
að ræða það núna en við útilokum
að sjálfsögðu ekki neitt.“
„Ég er nú bara að heyra þetta í
fyrsta skipti,“ sagði Björgvin Hall-
dórsson þegar Fréttablaðið náði af
honum tali í gær. „Þetta er nú bara
eins og erlendis þar sem miðar
ganga kaupum og sölum. Það er
kannski ekki skrýtið í ljósi þess
hversu margir hafa verið að reyna
að ná sér í miða,“ segir Björgvin og
hlær. „Ég vorkenni þessari stelpu
reyndar. Ég vil endilega sjá hana á
tónleikunum, það má ekki allt fara
á hliðina hjá henni þó hún hamstri
nokkra miða.“ - fgg/hdm
ÍSLEIFUR ÞÓRHALLSSON: ÓLÖGLEG MIÐASALA STÖÐVUÐ
Svartamarkaðsbrask með
miða á tónleika Björgvins
ÓTRÚLEG EFTIRSPURN Uppselt er á þrenna jólatónleika Björgvins Halldórssonar í Laugardals-
höll. Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari, til hægri á myndinni, og starfsfólk Miða.is komu
upp um tilraun til svartamarkaðsbrasks með miða á tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Demants ...
... kjarnaborar: 42 - 400 mm
... slípibollar: 125 og 180 mm
... sagarblöð: 125 - 800 mm
Gæði og gott verð.
Auglýsingasími
– Mest lesið