Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 20
20 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
Seint verður sagt um mig að ég forðist átök. Ég er í raun afar
ginnkeypt fyrir þeim. Auk þess er
ég svo löt að það þarf átak til að
koma mér út úr rúminu á
morgnana. Ég hjóla til dæmis
aðeins í vinnuna þegar það átak
er í gangi. Átökin þurfa hvorki að
standa í heilan mánuð né viku til
að ég taki virkan þátt í þeim, einn
dagur nægir.
Í morgunsárið á degi íslenskrar
tungu hlustaði ég á Lárus Pálsson
lesa ljóð eftir Jónas Hallgrímsson
en unglingurinn á heimilinu setti
geisladisk með ljóðalestri hans í
tækið. Þau feðginin lásu síðan
upphátt nokkur ljóð eftir Jónas og
um kvöldið sótti ég Jónasarmessu
eins og kollegi minn í stétt
pistlahöfunda kallaði dagskrána í
Þjóðleikhúsinu. Það fannst mér
góð stund, kórarnir hver öðrum
betri, unun að hlusta á góðan
upplestur og heiður að fá að
þakka herra Sigurbirni Einars-
syni biskupi fyrir framlag hans
til íslenskrar tungu og menningar.
Átök
Það er eingöngu sjálfsaginn sem
fær mig til að mæta í leikfimi-
tíma klukkan 7.15 tvisvar. Ég veit
að þetta gerir mér gott, annars
myndi ég sleppa því, liggja í
rúminu og gera það sem mér
finnst skemmtilegast, drekka
kaffi og lesa skáldsögur. Ég geri
allt of lítið af því, eins og ég er þó
góð í því, hraðlæs með endemum
og var mikill lestrarhestur á
yngri árum. Ég gerði því smá
átak í því á sunnudag. Ég settist
inn í stofu upp úr hádegi og náði
að lesa tvær góðar skáldsögur
áður en ég lagðist til svefns um
kvöldið. Ég gat ekki hugsað mér
að mæta ólesin í enn einn
kvennakrimmaklúbbinn og gat
ekki horft á bókastaflann hlaðast
upp, ólesinn.
Við mæðgur sátum hvor í
sínum stólnum, sú átta ára las
Eplasnepla og ég Love in the
Present Tense, yndisleg bók. Það
tók mig reyndar nokkurn tíma að
draga þá stuttu úr tölvuleiknum
Sims, hún gat ekki hætt í leiknum
því vinur hennar hafði óvart eytt
klósettinu og fólkið sem þau
höfðu skapað í sameiningu varð
að komast á klósettið. „Mamma,
ég verð að vinna mér inn peninga
til að kaupa nýtt klósett fyrir þau,
maðurinn var að pissa á sig og þú
skilur að það gengur ekki.“ Ég
minnti hana á að þetta væri bara
tölvuleikur og hún gæti hætt
hvenær sem væri.
Loks slökkti hún á leiknum og
hóf lesturinn og hafði orð á því
hvað það væri huggulegt hjá
okkur. Hún blandaði sér sérstak-
an drykk til að hafa það enn betra
(trópí, sólberjasafi og sódavatn).
Sjálf fékk ég mér poppkorn og er
þá hæstu hæðum náð í dekrinu
hjá mér. Þegar ég grét úr mér
augun yfir bókinni huggaði hún
mig og minnti mig á að þetta væri
bara skáldsaga.
Segðu bara nei
Á miðvikudag verður sérstakur
dagur tileinkaður forvörnum. Ég
heyrði Róbert Wessman ræða
aðkomu fyrirtækisins að því í
morgunútvarpinu. Mér heyrðist
að forsetinn hefði vakið áhuga
hans á efninu í Indlandsferð og
hann í kjölfarið ákveðið að
styrkja það. Útgangspunkturinn
er að efla sjálfsmynd unglinga og
viljastyrk til að segja nei við
vímuefnum, líkt og forsetafrúin
bandaríska boðaði um árið og
allir hlógu að. „Just Say No“ hét
það átak og þótti álíka vonlaust og
vímuefnalaust Ísland árið 2000.
Forsetinn okkar hvetur okkur til
að taka þátt, því hvert ár skipti
máli.
Rannsóknir sýna að það er
þrennt sem dugar best í barátt-
unni við vímuefni. Að foreldrar og
börn verji tíma saman. Að
unglingar taki þátt í skipulögðu
íþrótta- og æskulýðsstarfi og að
þeir sniðgangi áfengi sem lengst.
Ég tók aldrei þátt í skipulögðu
íþrótta- og æskulýðsstarfi, flutti
að heiman fjórtán ára og varði því
litlum tíma með foreldrum mínum
en byrjaði ekki að drekka fyrr en
sumarið sem ég varð 22 ára. Þá
voru flestir vina minna löngu byrj-
aðir að drekka og ég búin að fara í
nokkur partí þar sem vímuefni
voru höfð um hönd, en ég lét þau
alltaf framhjá mér fara. Ég var –
og er – mjög meðvituð um að
alkóhólismi er algengur í ættinni
og því vil ég ekki taka neina
áhættu með þetta eina líf sem ég
veit fyrir víst að ég hef.
Við ræðum áfengi og vímuefni
við dæturnar og höfum alltaf lagt
áherslu á að þær eigi að vera
búnar að ákveða hvað þær ætla
að gera áður en þeim er boðinn
fyrsti sopinn, taflan eða hvaða
form sem eru á þessu í dag. Þær
eiga ekki að gera upp hug sinn
þegar þær standa frammi fyrir
freistingunni, þær eiga að vera
búnar að því áður, þá er mun
auðveldara að segja nei.
Þegar sú eldri var fjögurra ára
og var fyrst spurð hvað hún
ætlaði að gera þegar henni yrðu
boðin eiturlyf sagðist hún ætla að
segja „nei, takk, ég má ekki vera
að því“. Enn í dag er það útgangs-
punkturinn, þær mega ekki vera
að því að eyða bestu árum ævi
sinnar í vitleysu, eyðileggja
sambandið við vini og ættingja og
svíkja sjálfa sig. Það er svo margt
annað og skemmtilegra hægt að
gera.
Átakalaust líf
Barnasáttmálinn átján ára
UMRÆÐAN
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Þennan sama dag fyrir átján árum voru réttindi barna í fyrsta sinn leidd í
alþjóðalög. Þá leit dagsins ljós Barnasátt-
máli Sameinuðu þjóðanna en í honum er
staðfest að öll börn – þ.e. hver sá einstakl-
ingur sem ekki er fullra 18 ára – njóti ákveð-
inna grundvallarréttinda.
Barnasáttmálinn er ekki einungis
lagalegt verkfæri. Hann hefur mun víðari
merkingu. Hann stendur í raun fyrir þá
göfugu hugmynd að réttindi barna séu á ábyrgð allra.
Þökk sé Barnasáttmálanum hafa þessi réttindi verið
stöðugt í meiri forgrunni í baráttunni fyrir mannrétt-
indum og heimurinn hefur orðið vitni að afdrifa-
ríkum úrbótum í málefnum barna. Tíðni ungbarna-
dauða hefur t.a.m. lækkað ásamt fjölda þeirra barna
sem vinna hættuleg störf. Baráttan gegn hættulegum
barnasjúkdómum, eins og mislingum og mænuveiki,
hefur einnig gengið vonum framar.
Nú þegar fyrsta kynslóðin er að vaxa úr grasi sem
notið hefur verndar Barnasáttmálans allt frá
fæðingu hefur 191 ríki fullgilt sáttmálann. Í
rauninni eru aðeins tvö ríki heims sem ekki
hafa enn gengið svo langt, Bandaríkin og
Sómalía, þó fulltrúar beggja ríkja hafi skrifað
undir sáttmálann. Hérlendis öðlaðist hann
formlega gildi í lok árs 1992. Þetta þýðir að í
dag eru 2,2 milljarðar barna sem njóta
lagalegrar verndar og viðurkenningar á
réttindum sínum.
Barnasáttmálinn er stefnumarkandi fyrir
allt starf UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, og halda því samtökin upp á þessi
merku tímamót víða um heim. Hér á Íslandi
stöndum við fyrir málþingi í Norræna húsinu í
dag frá 14.00 til 16.30. Þar mun m.a. fulltrúi úr
alþjóðlegu barnaréttarnefndinni, Lucy Smith, flytja
erindi um Barnasáttmálann og Ísland í alþjóðlegu
samhengi.
Nú liggur fyrir þingsályktunartillaga á Alþingi
um lögfestingu Barnasáttmálans. Málþingið er því
kjörið tækifæri fyrir leika sem lærða til að fræðast
betur um þennan merka sáttmála.
Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF Ísland.
Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á visir.is
STEFÁN INGI
STEFÁNSSON
RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR
Í DAG | Lífsspeki
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
T
íu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt sérlega
athyglisverða tillögu til þingsályktunar um samkeppnis-
stöðu fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga. Þeir benda
réttilega á að í ýmsum tilvikum er verið að nota peninga
skattborgaranna til óeðlilegrar samkeppni við fyrirtæki
á markaði.
Skýr vilji þingmannanna stendur til þess að Alþingi feli við-
skiptaráðherra að athuga hvort og á hvaða sviðum opinberar stofn-
anir eru í samkeppni gagnvart einkaaðilum. Þeir vilja að kannað
verði hvort einstakar stofnanir hafi eflt samkeppni gagnvart
einkaaðilum á síðustu árum. Jafnframt stendur hugur þeirra til að
sjá í hversu ríkum mæli opinberar stofnanir sinna nú verkefnum
sem sérhæfðir aðilar í atvinnulífinu gætu eins unnið.
Þingmennirnir nefna ýmis opinber fyrirtæki sem ýmist eru eða
hafa verið í samkeppni við einkarekstur. Þar kennir margra grasa
og má sjá nöfn Landmælinga, Landspítala, Heilsugæslu í Reykja-
vík, Siglingastofnunar, Vinnueftirlits, Vélamiðstöðvarinnar, Skýrr,
Ökutækjaskrár og Fasteignaskrár.
Eðli máls samkvæmt er ekki í stuttum greinargerðum fyrir
þingmálum unnt að nefna á nafn öll þau tilvik sem til álita koma.
Skiljanlega er því plássi ekki eytt í að nefna þau dæmi þar sem
ráðherrar hafa beinlínis beitt sér fyrir því að fjármunir skatt-
borgaranna væru nýttir til óeðlilegrar samkeppni við einkaaðila
og eru flestum í góðu minni.
Í tíð fyrri ríkisstjórnar var þannig ákveðið að nota fjármuni
skattborgaranna til þess að hefja á ný ríkisrekstur á prentþjón-
ustu. Alvarlegasta dæmið er allsendis óþarfi að rifja upp svo lif-
andi sem það er í hugum fólks. Það var ákvörðun fyrri ríkisstjórnar
að skekkja til mikilla muna samkeppnisstöðu á útvarpsmarkaði.
Sum eldri mál af þessu tagi eru hins vegar farin að fyrnast í
hugum flestra. Svo er ugglaust um þá ákvörðun á sínum tíma að
misnota peninga skattborgaranna í Símanum, sem þá var í eigu
ríkisins, til þess að hefja samkeppnisrekstur með afþreyingar-
sjónvarp. Ríkið hefur nú dregið sig út úr þeim rekstri.
Mál þingmanna deyja oftast nær drottni sínum í þingnefndum.
En hér hreyfir stór hópur þingmanna við máli sem í raun réttri er
starfsskylduverkefni viðskiptaráðherra. Hann þarf því ekki sér-
staka samþykkt Alþingis til þess að hefjast handa við verk eins og
þetta. Vel færi á að ráðherrann gripi þetta tækifæri og léti ekki
málalengingar á Alþingi tefja framkvæmdina.
Núverandi viðskiptaráðherra hefur getið sér gott orð fyrir að
vera skjótur til svara um hvaðeina sem að honum er beint. Þetta
mál gæti verið prófsteinn á hversu kvikur hann er til athafna á
mikilvægu sviði sem undir hans ráðuneyti heyrir. Ef verkefnið er
skynsamlega afmarkað má vinna það hratt og láta staðreyndirnar
tala fyrir þinglok að vori.
Þingmennirnir sem að þessum tillöguflutningi standa benda
réttilega á að með þeirri yfirsýn sem þeir eru að kalla eftir má
markvisst færa mál til betri vegar.
Markmið könnunar af þessu tagi á ekki að vera að vekja deilur
um hvort heilbrigðisþjónusta á að vera á ábyrgð ríkis eða einstakl-
inga. Brýnast er að huga að því að ríkisvaldið sjálft virði grund-
vallarreglur á samkeppnismarkaði.
Þingmenn vilja yfirsýn.
Ráðherra
fær tækifæri
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
issn 1670-3871
Flokksbræður ósammála
Magnús Þór Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins,
og Atli Gíslason, þingmaður VG,
ræddu útlendingamál í Silfri Egils
á sunnudag. Magnús taldi ólíðandi
að konur gætu ekki gengið um
götur borgarinnar af ótta við að vera
nauðgað af útlendingi. Atli taldi aftur
á móti ósanngjarnt að gera greinar-
mun á Íslendingum og útlendingum
í þessum efnum. Hinn þverpólitíski
Kristinn H. Gunnarsson leggur
orð í belg um þetta mál
á heimasíðu sinni og þótt
hann sé flokksbróðir
Magnúsar er hann sam-
mála Atla. „Frjálslynd
stjórnmálaöfl um
alla Evrópu berjast
fyrir virðingu og
umburðar lyndi,“ skrifar Kristinn,
„og því að hver einstaklingur njóti
réttinda og axli skyldur án tilvísunar
til þjóðernis.“ Skyldi Kristinn vera að
undirbúa enn ein vistaskiptin og leita
til VG í þetta sinn?
Ásta verður Ragnheiður
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
var gestur í hádegisviðtali Stöðvar
2 í gær. Í kynningunni hljóp Edda
Andrésdóttir á sig og kallaði Ástu
Ragnheiði Ragnheiði Ástu. Þetta
eru orðin svo til sígild mistök frá því
að Halldór Blöndal víxlaði nöfnum
Ástu ítrekað í ræðustól Alþingis fyrir
nokkrum árum, sjálfsagt þá verið að
hugsa um Ragnheiði Ástu Péturs-
dóttur þulu. Í seinni tíð hefur
Ásta Ragnheiður oft látið fyrra
nafn sitt duga.
Vænlegt til árangurs
Ásta Ragnheiður var annars mætt
í hádegisviðtalið til að ræða tillögu
sína um að setja takmarkanir við
auglýsingum á óhollustu sem beinast
að börnum. Tillaga Ástu er liður í því
að sporna við vaxandi offituvanda.
Ásta sagði að tillaga sín væri að
breskri fyrirmynd en þar er bannað
að auglýsa óhollan mat fyrir klukkan
níu á kvöldin. Markmiðið er vissulega
göfugt en setja má spurningarmerki
við aðferðina. Neysla á áfengi
hefur til dæmis aukist mjög
á undanförnum árum þrátt
fyrir algjört auglýsingabann,
sem heildsalar virðast að
auki eiga auðvelt með
að sneiða hjá.
bergsteinn@frettabladid.is