Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 20. nóvember 2007 11 AÐ UTAN Íran: Chavez í Teheran Hugo Chavez, forseti Venesúela, spáir því að gengisfall Bandaríkja- dals muni binda enda á „hina illu heimsvaldastefnu Bandaríkja- stjórnar“. Chavez sagði þetta í írönsku höfuðborginni Teheran, þar sem hann var til skrafs og ráðagerða með starfsbróður sínum, Mahmoud Ahmadinejad, í kjölfar OPEC-fundar í Sádi-Arabíu sem þeir báðir sóttu. Venesúela og Íran hafa stóraukið samstarf um uppbyggingu olíuiðnaðar í báðum löndum. Spánn: Konunglegur hringitónn Giskað er á að yfir hálf milljón Spánverja hafi hlaðið upptöku af því þegar Jóhann Karl Spánarkon- ungur sagði Hugo Chavez, forseta Venesúela, að halda kjafti í reiði- legri orðasennu á leiðtogafundi fyrir skemmstu. Fyrir niðurhal hringitónsins hefur safnast and- virði 133 milljóna króna. Símafyrir- tækin hafa baktryggt sig gagnvart höfundarrétti með því að láta leikara lesa inn reiðiorð konungsins. Í Venesúela hafa háskóla- nemar einnig sótt sér upp- tökuna í síma sína í mótmælaskyni við stjórnarhætti forsetans. Eyjaálfa: Hvalveiðum mótmælt Ríkisstjórnir Ástralíu og Nýja-Sjá- lands skoruðu á japönsk yfirvöld í gær að kalla heim flota hvalveiði- skipa sem lagði úr höfn í Japan á sunnudag. Flotinn stefnir á hvalamið í Suður-Kyrrahafi þar sem hann ætlar meðal annars að veiða hnúfubaka í fyrsta sinn í rúmlega fjörutíu ár. Japanskir embættis- menn neituðu því að hvalveiði- skipin hefðu slökkt á ratsjám sínum til að dyljast. Grænfriðungar sögðu skip samtakanna, Esperanza, vera á hælum japönsku hvalveiði- skipanna og myndi fylgja þeim eftir alla leið á miðin. Forsvarsmaður japanska vísindaveiðaleiðangurs- ins, Hajime Ishikawa, sagði að hvalfriðunar sinnar væru „ofbeld- isfullir umhverfis- hryðjuverkamenn“. EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hvetja Hashim Thaci, sem væntanlega verður næsti forsætisráð- herra Kosovo-héraðs, að hafa hemil á sér og lýsa ekki strax yfir sjálfstæði þótt samninga- viðræður við Serba skili ekki árangri. „Ég er viss um að hann skilur muninn á því að vera stjórnmálamaður í stjórnarand- stöðu og forsætisráðherra,“ sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. „Kosovo nýtur nú þegar í raun sjálfstæðis frá Serbíu. Ég held varla að Kosovo vilji sjálfstæði frá alþjóðasamfélaginu.“ Thaci, sem er fyrrverandi leiðtogi kosovo- albanskra skæruliða, sigraði í þingkosning- um í Kosovo um helgina. Hann hefur sagst ætla að lýsa yfir sjálfstæði hinn 10. desem- ber, þegar frestur Sameinuðu þjóðanna rennur út til að miðla málum milli albanska meirihlutans í héraðinu og stjórnvalda í Serbíu, sem gera enn tilkall til Kosovo- héraðs, bæði vegna sögulegra tengsla og til að verja serbneska minnihlutann í Kosovo. Næstu viðræður verða haldnar í Brussel í dag, og síðan verða aftur viðræður í Vínar- borg í byrjun næstu viku. Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, sagðist enn vonast til þess að árangur náist í viðræðunum, þótt líkur til þess þyki nú hverfandi. - gb KOSIÐ Í KOSOVO Á SUNNUDAG Serbneski minnihlutinn í Kosovo hunsaði kosningarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Evrópusambandið skorar á væntanlega Kosovostjórn að hafa hemil á sér: Sjálfstæði væri ótímabært JERÚSALEM, AP Ísraelsstjórn féllst í gær á að sleppa 441 palestínsk- um fanga úr fangelsi og hét því að byggja ekki fleiri landnema- byggðir á Vesturbakkanum. Var þetta tilkynnt rétt fyrir undir- búningsfund forsætisráðherra Ísraels, Ehuds Olmert, og forseta Palestínu, Mahmouds Abbas, fyrir friðarráðstefnu sem áætlað er að fari fram í Maryland í Bandaríkjunum í næstu viku. Ísraelsmenn líta á ráðstefnuna sem táknrænt upphaf nýrra friðarviðræðna en Palestínu- menn vilja hnitmiðaðri dagskrá á ráðstefnunni. - sdg Friðarráðstefna undirbúin: Palestínskum föngum sleppt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.