Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 24
[ ]Bókastoðir eru í senn hagnýtar og til skrauts. Í barnaher-bergi má fá ýmsar fígúrur til að skreyta bókahillurnar og halda bókunum á sínum stað. Einnig geta fullorðnir fundið þema við sitt hæfi eða haft bókastoðirnar einfaldar og stílhreinar.
Snert hörpu mína heitir bók
sem kom út í gær um ævi
Davíðs Stefánssonar skálds frá
Fagraskógi. Friðrik G. Olgeirs-
son er höfundur hennar.
Friðrik er fæddur og uppalinn í
Ólafsfirði og á menntaskólaárun-
um kveðst hann oft hafa keyrt um
hlaðið á Fagraskógi og orðið hugs-
að til skáldsins sem þar ólst upp og
þeirra persóna sem það skapaði.
„Ég fékk snemma áhuga á Davíð
en það var ekki fyrr en löngu
seinna sem ég fór að rýna í Sólon
Íslandus, þessa einu skáldsögu sem
hann lét eftir sig. Í kjölfarið á þeim
lestri kviknaði sú hugmynd að
gaman væri að skrifa sögu Davíðs.
Hélt reyndar alltaf að það væri
annarra að gera það og þess vegna
dróst það.“
Spurður hvort eitthvað hafi
komið honum á óvart þegar hann
fór að grufla í ævi skáldsins svarar
Friðrik:
„Það kom mér eiginlega á óvart
hversu mikill heimsborgari Davíð
var. Flestir sjá hann fyrir sér sitj-
andi á Akureyri sem amtsbókavörð
en framan af ævinni var hann
heilmikið á faraldsfæti. Hann
kynntist Einari Olgeirssyni, einum
af leiðtogum sósíalista, sem fékk
Davíð með sér í Sovétreisu 1928.
En Davíð líkaði ekki allt sem hann
sá. Samt sendi hann frá sér róttæk
ljóð um 1930 en upp úr því fór hann
að breytast og verða íhaldssamari.
Áður, eða árin 1920-21, var hann á
Ítalíu með Ríkarði Jónssyni mynd-
höggvara og Ingólfi Gíslasyni
lækni. Sú ferð varð fræg hér á
Íslandi því almenningur gat ekki
leyft sér svona ferðalög. Ljóðabók
Davíðs, Svartar fjaðrir, var
nýkomin út og sló algerlega í gegn
og þegar hann kom heim frá Ítalíu
vildu allir fá hann til að lesa upp
ljóð og segja frá Ítalíuferðinni.
Þetta jók mjög hróður hans og
gerði hann vinsælan og eftir-
sóttan.
Næsti meginviðburður sem kom
honum áfram var Alþingishátíðin
1930 því þá var haldin samkeppni
um ljóð og hann sigraði. Þeir voru
settir í fyrsta sæti, hann og Einar
Benediktsson, en ljóð Davíðs var
valið til flutnings á Þingvöllum
1930. Það var stóra stundin í lífi
Davíðs sem skálds. Hann var 35
ára gamall og orðinn þjóðskáld.“
Þrátt fyrir frægðina var Davíð
hlédrægur, að sögn Friðriks, og
tranaði sér ekki fram. „Hann var
lítið í því að koma verkum sínum út
erlendis. Gullna hliðið var þó víða
sett á svið og ljóð hans voru þýdd.
Samt vantaði herslumuninn. Hann
kynntist sænskri vel menntaðri
konu sem hafði þá bjargföstu skoð-
un að hann ætti að fá Nóbelinn og
fór að þýða verk hans en var nokkr-
um árum of sein. Ég er ekki að
halda því fram að nafn hans hafi
einhvern tíma komið til greina hjá
Nóbelsnefndinni en á tímabili var
þessi sænska kona að koma honum
á framfæri.“
Friðrik segir ljóst að Davíð hafi
verið mjög lengi með sín stærstu
verk á borðinu eins og Gullna hliðið
og Sólon Íslandus. „Hann var vand-
virkt skáld.“ gun@frettabladid.is
Davíð var hlédrægur
þrátt fyrir frægðina
Friðrik les upp úr nýju bókinni á Amtsbókasafninu á Akureyri þar sem Davíð var
bókavörður lengi. MYND/ÞORSTEINN G. JÓNSSON
Lesið á sunnudögum
Í SALTFÉLAGINU VERÐUR UPPLESTRARÖÐ ALLA SUNNUDAGA FRAM AÐ JÓLUM.
UPPLESTRARNIR VERÐA MILLI KLUKKAN 15 OG 16 OG MUNU HÖFUNDAR LESA
UPP ÚR BÓKUM SÍNUM.
Fyrstu upplestrarnir voru síðastliðinn sunnudag þegar Valur Gunnarsson
og Eyvindur Karlsson lásu upp úr bókum sínum, Konungur norðursins og
Ósagt. Valur las upp við undirspil laga eftir Jacques Brel og Leonard Cohen.
Næstu sunnudaga má heyra upplestra skálda á borð við Davíð Loga Sig-
urðsson, sem skrifaði bókina Velkomin til Bagdad, Hildi Helgadóttur sem
nýverið gaf út bókina Í felulitum, Einar Má Guðmundsson sem skrifaði
Rimlar hugans og Þórarin Eldjárn sem les upp úr bók sinni Gælur, fælur
og þvælur. Fleiri höfundar munu einnig lesa upp úr verkum sínum í upp-
lestraröðinni í Saltfélaginu næstu sunnudaga. - sig
Þórarinn Eldjárn er meðal þeirra sem lesa úr
verkum sínum í Saltfélaginu.
Um ævistarf þessa fjölhæfa frumkvöðuls má segja að hug
hans og höndum hafi verið fátt ofviða sem hann fékk áhuga á.
Ekki var þó mulið undir hann í bernsku og ungur maður fékk
hann berklaveiki og glímdi lengi við hana. Í bók sinni, Sótt á
brattann, segir Ævar frá lífshlaupi sínu og viðfangsefnum svo
að unun er að lesa. Ævar er löngu þjóðkunnur maður en
lúpínuseyði hans hefur
hjálpað fjölda manns til heilsu.
www.skjaldborg.is
Af lífshlaupi frumkvöðuls