Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 30
22 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1763 Hóladómkirkja vígð og stendur hún enn. 1929 Fyrsta einkasýning Salva- dors Dali. 1959 Viðreisnarstjórnin, sam- steypustjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Ólafs Thors, tekur við völdum og situr hún lengur en nokkur önnur íslensk ríkisstjórn. 1959 Sameinuðu þjóðirnar sam- þykkja Barnasáttmálann. 1992 Eldur kviknar í Windsor- kastala, heimili Elísabetar Bretlandsdrottningar. 1995 Díana prinsessa viður- kennir í sjónvarpsviðtali að hafa haldið framhjá Karli Bretaprins. 2003 Breska ræðismannsskrif- stofan og banki sprengd í Istanbúl og létust 27. Gustav Mahler var austurrískt tónskáld við lok rómantíska tímabilsins en á sínum tíma var hann einna þekktastur sem hljómsveitarstjóri. Hann var 28 ára gamall þegar hann byrjaði að semja Sinfóníu númer 1 í D-dúr. Hún var þó áfram í smíðum á árunum 1888-1894 en var frumflutt í Búdapest þennan dag árið 1889 og átti eftir að taka nokkrum breytingum síðar meir. Þessi sinfónía varð síðan upphafið að annarri viðameiri í c-moll. Mahler samdi meðal annars níu sinfóníur og mikið af sönglögum. Hann hóf píanónám sex ára gamall og þegar hann var fimmtán ára komst hann inn í Konservatoríið í Vín þar sem hann lærði aðal- lega píanóleik en þó eitthvað í tónsmíðum. Eftir þrjú ár þar fór hann í Vínarháskóla þar sem hann lærði meðal annars hjá Anton Bruckner og lærði hann heimspeki og sögu ásamt tónlist. Meðan á námi stóð samdi Mahler sína fyrstu alvar- legu tónsmíð, Das klagende Lied. Hann hóf stjórnunarferil sinn árið 1880 og sjö árum síðar stjórnaði hann Niflungahringn- um eftir Wagner, sem var það tónskáld sem hafði einna mest áhrif á Mahler. Til gamans má geta þess að Mahler hélt því fram að allar sínar sinfóníur væru „ní- undu“ en með því átti hann við að þær væru allar af svipuðum mikilfengleik og níunda sinfónía Beethovens. Auk þess var Mahler hjátrúarfullur og taldi að tónskáld létust alltaf eftir sína níundu sinfóníu og þess vegna gaf hann sinni níundu sinfóníu ekkert númer. Hann lést engu síður á meðan hann var að skrifa sína tíundu sin- fóníu árið 1911. Í seinni tíð hefur Mahler verið talið eitt merkasta tónskáld síðrómantíska tímabilsins en á meðan hann lifði var tónlist hans ekki fyllilega viðurkennd af ráðandi öflum tónlistargeirans. ÞETTA GERÐIST: 20. NÓVEMBER 1889 Fyrsta sinfónía Mahlers frumfluttROBERT FRANCIS KENNEDY FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1925. „Einungis þeir sem þora að hætta á að mistakast stórkostlega geta náð stórkostlegum árangri.“ Robert F. Kennedy var bróðir Banda- ríkjaforsetans John F. Kennedy. Hann var dómsmálaráðherra árin 1961-1964 og var einn af helstu ráðgjöfum for- setans. Hans er einna helst minnst fyrir framlag sitt til réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Hann hlaut útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni en var skotinn 5. júní árið 1968 og lést degi síðar. Útbreiddasti mannréttinda- sáttmáli heims, Barnasátt- máli Sameinuðu þjóðanna, verður átján ára í dag. Í til- efni þess efnir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Ís- landi til málþings í Norræna húsinu í dag kl. 14-16.30. Þingið er öllum opið og að- gangur ókeypis. Einar Bene- diktsson, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi, setur málþingið og Jóhanna Vil- hjálmsdóttir dagskrár- gerðar maður stýrir því. Þar munu Þórhildur Líndal, Mar- grét María Sigurðardóttir, umboðs maður barna, og Lucy Smith frá Alþjóð- legu barnaréttarnefnd- inni flytja erindi. Barna- kór Kársness syngur, Ung- mennaráð UNICEF á Íslandi sýnir eigið myndband um sýn barna á réttindi, boðið verður upp á veitingar og að lokum verða pallborðsum- ræður með fyrir lesurum og öðrum góðum gestum. Barnasáttmál- inn fullorðnast BARNASÁTTMÁLI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Er útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims og er átján ára í dag. Mótettukór Hallgrímskirkju fagnar 25 ára afmæli á árinu. Hörður Áskelsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi og minnist þess þegar fyrstu tónleikarnir voru haldnir. „Fyrstu tónleikarnir voru í septemberbyrjun, viku eftir að auglýst var eftir kórfélögum,“ segir Hörður kíminn og heldur áfram: „Ég var nýbúinn að taka við minni stöðu í Hallgrímskirkju og hafði ákveðið að stofna kór með ungu fólki. Svo kom það upp að við vorum að fara að halda tón- leika með Andreasi Schmidt, góðvini mínum og söngvara, en hann átti að syngja tvær stórar einsöngskantötur eftir Bach. Önnur þeirra var með lokasálmi fyrir kór svo það vantaði kór fyrir það. Þá var drifið í að setja auglýsingu í blaðið og auglýst var eftir fólki á aldrinum 20-40 ára með kórreynslu. Það komu um þrjátíu manns sem við tókum inn.“ Þarna var kominn Mótettukór Hallgrímskirkju sem starfað hefur óslitið síðan. „Aldursviðmiðin hrundu náttúr- lega eftir að stjórnandinn áttaði sig á því þegar hann varð fertugur að það væri líf eftir fertugt og þá breytt- ist skoðun hans á getu við aldur,“ segir Hörður glettinn en bætir við að kórinn hafi þó alltaf haft fremur lágan meðal- aldur. Þegar talið berst að hápunktum í starfi kórsins verður stjórnandanum erfitt um vik að velja úr umfangs mikilli verkefnaskrá.„Það sem ég undrast einna helst er hve hratt árin hafa liðið. Mér finnst þau í raun vera örfá þar til ég skoða hvað kórinn er búinn að flytja mikið af tónlist og hve mörg og stór verk hafa verið flutt í fyrsta skipti á Ís- landi. Þó verð ég að nefna Passíu Hafliða Hallgrímssonar og Jólaóratoríu Johns Speight. Þetta eru tvö stórvirki sem við höfum frumflutt og hafa komið út á geisladiski,“ segir Hörður en bætir við að auk þess standi hátt í minningunni flutningur á h-moll messunni síðasta sumar, Matteusar- passían fyrir tveimur árum og Saul eftir Händel fyrir mörgum árum. „Einnig höfum við oft átt stórar stundir í flutningi á tónlist án undirleiks eins og til dæmis messu Franks Martin eða köflum úr Vesper eftir Rachmaninoff“, segir Hörður. Mótettukórinn hefur átt trausta bakhjarla um árin. „Það er gríðarlega mikilvægt og einkennandi fyrir starf þessa kórs að hafa tengslin við Hallgrímskirkju. Við störfum við mest áberandi kirkju landsins og njótum þar mikilla for- réttinda sem gerir þennan kór sérstakan og verður það seint fullþakkað,“ segir Hörður. Það sem er næst á döfinni eru árlegir jólatónleikar Mót- ettukórsins í Hallgrímskirkju og verða þeir 2. desember næstkomandi klukkan fimm. „Tónleikarnir eru í röð tón- leika sem við flytjum fyrir aðalstyrktaraðila okkar SPRON og þar erum við að flytja aðventu- og jólatónlist með sér- stakri áherslu á franska jólatónlist. Auk þess syngjum við lög tengd Betlehem og Betlehemsstjörnunni,“ útskýrir Hörður. Með kórnum syngur Gissur Páll Gissurarson tenór og strengjasveit með Guðnýju Guðmundsdóttur konsert- meistara leikur undir ásamt Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara. hrefna@frettabladid.is HÖRÐUR ÁSKELSSON: FAGNAR 25 ÁRA AFMÆLI MÓTETTUKÓRSINS Margt sem stendur upp úr MÓTETTUKÓRINN Hörður hefur verið við stjórn kórsins frá upp- hafi og er hann honum mjög kær enda hefur hann fylgt honum lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Kr. Árnason skipstjóri, lést að heimili sínu á Hrafnistu í Hafnarfirði, sunnudaginn 18. nóvember sl. Útförin auglýst síðar. Friðrik Sigurðsson Margrét Hlíf Eydal Steinar Sigurðsson Helga Sigurjónsdóttir Árni Þór Sigurðsson Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Þórhallur Sigurðsson Ene Cordt Andersen Sigurður Páll Sigurðsson barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Gunnar Páll Ívarsson, Norðurfelli 7, sem lést laugardaginn 10. nóvember, verður jarð- sunginn frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Jónína Ragnarsdóttir Andrea Margrét Gunnarsdóttir Katrín Sylvía Gunnarsdóttir Gunnþór Jónsson Gunnar Páll Torfason Heimir Páll Ragnarsson Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður okkar, afa, og langafa, Ólafs J. Einarssonar, áður Hofslundi 19, Garðabæ. Sjöfn Ólafsdóttir Eyjólfur Sigurðsson Inga Jóna Andrésdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Næsta miðvikudag verður haldinn forvarna dagur í öllum grunnskólum lands- ins. Í níundu bekkjum grunnskólanna verður dag- skrá helguð baráttunni gegn fíkniefnum og er áhersla lögð á uppbyggilegar for- varnir og þátttöku ung- mennanna sjálfra. Forvarnadagurinn var haldinn í fyrsta sinn í fyrra undir kjörorðinu „Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli!“ og var það að frumkvæði forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar. Aðrir bakhjarlar eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitar- félaga, Reykjavíkurborg og lyfjafyrirtækið Actavis sem er aðalstuðningsaðili verk- efnisins. Uppbyggilegar forvarnir FORVARNADAGURINN KYNNTUR Í HAGASKÓLA Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Brynhildur Magnúsdóttir nemi og Róbert Wessman hlýða á orð forseta Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.