Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 18
18 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR Karlar Konur 45% Aldrei 1 s. í mán. 2-3 í mán. 1-2 í víku 3 í viku eða oftar Svona erum við fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is 50% 17%18% 16%17% 14%18% 2%2% HEIMILD: MANNELDISRÁÐ Laxveiðin sumarið 2007 er þriðja mesta stangveiði sem skráð hefur verið hér á landi. Stangveiddir laxar eru um 50 þúsund, sem er um 4.500 löxum meira en sumarið 2006. Veiði sumars- ins verður helst minnst fyrir vatnslausar ár á besta veiðitíma og ævintýralega veiði á vatnasvæði Rang- ánna. Veiðin þetta sumarið er 28 pró- sentum yfir meðalveiði áranna 1974 til 2006 samkvæmt bráða- birgðatölum Veiðimálastofnunar. Til þess er tekið í samantekt stofn- unarinnar að hluti þeirra laxa sem veiddir eru fær frelsi að nýju. Fyrirkomulaginu að veiða og sleppa vex ásmegin og um fimm- tán prósentum af öllum stang- veiddum laxi í íslenskum laxveiði- ám er sleppt. Þriðjungur þess afla veiðist oftar en einu sinni. Ár sem byggja sína veiði á sleppingum gönguseiða laxa sem alin eru í eldisstöðvum fengu bestu heimtur frá upphafi; tæp- lega sextán þúsund fiska. Þegar litið er til veiði í öðrum laxveiðiám lætur nærri að hún hafi verið um 34.600 laxar. Það er um tíu pró- sentum minni veiði en var sumarið 2006 en um fimm prósentum yfir meðalveiði síðustu tíu ára. Vatnslaust í veiðihúsinu Laxveiðisumarsins verður minnst fyrir öfgar í veður- og vatnsskil- yrðum. Um miðjan júlímánuð, þegar laxaveislan átti að standa sem hæst í mörgum ám, töluðu vanir veiðimenn um náttúruham- farir. Ár á Vestur- og Suðvestur- landi runnu vart lengur eftir hita- bylgju og glennusól sem stóð í margar vikur. Vatnsmagnið í Norðurá í Borgar- firði er ágætt dæmi; meðalrennslið fór niður í tvo og hálfan rúmmetra á sekúndu, en rennslið er um og yfir tuttugu rúmmetra á sekúndu í venjulegu árferði. Þegar staðan var sem verst í byrjun júlí höfðu 175 laxar komið á land úr Norðurá miðað við um 800 laxa á sama tíma árið áður. Eiríkur St. Eiríksson, stang- veiðimaður og rithöfundur, sagði frá veiðiferð í Stóru Laxá í Hrepp- um á bloggsíðu sinni þar sem svo rammt kvað að vatnsleysinu að vatnslaust varð í veiðihúsinu. Sög- urnar eru óteljandi þar sem veiði- menn freistuðu þess ekki að veiða af þeirri einföldu ástæðu að árnar runnu ekki á milli hylja. Ævintýri í Rangárþingi Sumarsins 2007 verður líklega helst minnst fyrir heimtur upp úr þeim systrum Ytri- og Eystri- Rangá. Eystri-Rangá endaði með 7.525 veidda laxa og Ytri-Rangá 6.377 laxa. Ekki þarf að fjölyrða um að þessi veiði er einstök, og er þá sama hvaða mælikvarðar eru notaðir. Nægir að nefna að veiðin í Eystri-Rangá var 5.155 löxum meiri en sumarið á undan og þegar veiðimenn gengu tregir frá bökk- um hennar í lok október sá ekki högg á vatni. Áin var enn búnkuð af laxi og það sama átti við um Ytri-Rangá. Hafa ber hugfast að Ytri-Rangá hefði sennilega skilað mun fleiri löxum ef veitt hefði verið á annað agn en flugu á besta tíma. Þær upplýsingar fengust hjá leigutaka árinnar að fyrsta maðka - hollið veiddi 200 laxa og síðasta veiðidaginn í ánni veiddust á fimmta tug laxa á fjórar stangir en á venjulegum degi er veitt á sextán stangir. Laxveiðin er mikilvæg Það er við hæfi að minnast á það að laxveiði er ekki einungis dægra- dvöl þúsunda heldur gífurlega mikilvægur þáttur í íslenskum landbúnaði. Vissulega er verð- þróunin gagnrýnd, og ekki að ósekju. En fullyrt hefur verið í eyru blaðamanns að laxveiði sé orðin svo mikilvægur þáttur í tekjuöflun margra landsvæða að um hreint byggðamál sé að ræða. Stangveiðin veltir rúmlega ell- efu milljörðum króna á ári og skapar 1.200 störf. Það er um fimmtungur af öllum tekjum land- búnaðar ins en hlutfallið er mun hærra til dæmis á Vesturlandi, þar sem fimmtíu prósent atvinnu tekna í greininni tengjast lax veiði. Veiði að minnka? Þrátt fyrir öfgar í veðri náði lax- veiði í flestum ám um það bil meðalveiði. Þó er ástæða til að staldra við þegar veiðitölur sumars- ins eru bornar saman við veiði á undanförnum árum. Áður hefur verið minnst á það fyrirkomulag að veiða og sleppa. Skiptar skoðan- ir eru um þessa aðferð og þarf rannsóknir á gildi hennar fyrir hina náttúrulegu stofna ánna. Fluguveiði er að taka yfir í mörg- um ám, sem hefur óumflýjanlega þær afleiðingar að veiðitölur lækka. Hver sá sem hefur staðið á bakka laxveiðiár veit að svokölluð maðkaholl hafa hækkað veiðitölur í langflestum ám á Íslandi. Ef horft er á tölur úr Víðidalsá, þeirri frægu laxveiðiperlu, gæti einhver dregið þá ályktun að þar steðjaði að meiri háttar vandi. En svo er ekki. Hellingur af laxi gengur í árnar eins og áður en maðkahollin, sem á árum áður fóru létt með að rífa upp 300 laxa á stuttum tíma, eru úr sögunni. Þetta ber að hafa í huga við allan samanburð og eins það að margir veiðimenn veiða ekki lengur með því hugarfari að fara með sem mest heim. Árnar eru ekki lengur matarkistur stangveiðimanna. Öfgafullt laxveiðisumar að baki FRÁ LANGÁ Á MÝRUM Langá á Mýrum var ofarlega á lista yfir aflahæstu veiðiárnar í sumar eins og undanfarin ár. Langá er gott dæmi um þá uppbyggingu sem á sér stað við margar laxveiðiár. Frá 1962 hafa veiðibændur við ána byggt fimm laxastiga og vatnsmiðlunarstíflu í Langavatni auk þess að leggjast í miklar vegaframkvæmdir. Nú er hægt að aka að öllum merktum veiðistöðum á 26 kílómetra svæði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FIMMTÁN AFLAMESTU LAXVEIÐIÁRNAR 2007 Laxveiðiá Lokatölur 2007 1. Eystri-Rangá 7525 (1)* 2. Ytri-Rangá/Hólsá 6377 (2) 3. Þverá & Kjarrá 2435 (7) 4. Selá 2225 (3) 5. Norðurá 1456 (14) 6. Langá 1463 (10) 7. Hofsá í Vopnafirði 1435 (6) 8. Laxá í Dölum 1377 (5) 9. Miðfjarðará 1150 (17) 10. Blanda 1117 (23) 11. Grímsá og Tunguá 1078 (15) 12. Laxá í Aðaldal 1076 (27) 13. Breiðdalsá 875 (14) 14. Laxá í Kjós 840 (24) 15. Laxá í Leirársveit 830 (16) *Mesta veiði á hverja stöng Stofn hnúfubaks við Ísland er metinn hátt í þrjátíu þúsund dýr og er tegundin talin éta allt að eina milljón tonn af loðnu á ári. Hnúfubakur var alfriðaður árið 1955 og nærri stofninum gengið með veiðum, sem sést best á því að fá dýr sáust við landið fram á áttunda áratuginn eftir því sem fram kom í Fréttablaðinu í gær. Síðan ku hnúfubaki hafa fjölgað jafnt og þétt og sennilega nálgast stofninn að vera jafn stór og fyrir daga hvalveiða. En hvað er hnúfubakur? Hnúfubakur er skíðishvalur. Hann verður oftast 12-13 metrar á lengd. Kvendýrin eru þyngri en karldýrin, þau vega upp undir 48 tonn en karldýrin eru kringum 30 tonnin. Lífslíkur hnúfubaks eru um 95 ár. Hnúfu bak- urinn er með löng bægsli, svört eða svört og hvít að ofan og hvít að neðan og hnúðóttar frambrúnir. Sporður hans er svart- og hvít- munstraður að neðan. Litamynstur á hálsi og brjósti er mismunandi en skíðin eru dökkgrá. Hnúfubakur er forvitinn hvalur, sem kemur gjarnan upp að skipum og stekkur upp úr sjó. Hann syngur mikið á fengitímanum og sést oftar nær ströndum en aðrir hvalir. Hvar er hnúfubak að finna? Hann er að finna í öllum heimshöfum og fer um í litlum vöðum. Mökun fer fram í mars til maí og er meðgöngutíminn ellefu mánuðir. Kýrnar bera yfirleitt á tveggja ára fresti og er kálfurinn um fimm metra langur við fæðingu og fimm mánuði á spena. Hvað étur hnúfubakur? Hann étur aðallega ljósátu, einnig loðnu, síld og fleiri tegundir. Hnúfubakur var sjaldgæfur við Ísland eftir ofveiði Norðmanna og hefur verið friðaður frá 1955. Hann er tákn hvalafriðunarsinna. Heimildir: Ismennt.is og Nat.is FBL-GREINING: HNÚFUBAKUR VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR Forvitnir söngvarar í litlum vöðum Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Sam fylkingarinnar, hefur flutt þings- ályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru sem beint er að börnum. Hver er ástæða þess að þú leggur þetta til? Offita barna er eitt stærsta heilbrigðis- vandamál sem vestrænar þjóðir standa frammi fyrir um þessar mundir. Alþjóða heilbrigðisstofnunin og Evrópusam- bandið hafa ákveðið að taka saman höndum vegna vandans og mæla nú fyrir bættu mataræði, aukinni hreyfingu og takmörkun á auglýs- ingum á óhollri matvöru sem beint er að börnum. Hvernig verður þessu framfylgt? Ég legg til að heilbrigðisráðherra setji reglur og nái samkomulagi við innflytjendur, framleiðendur og aug- lýsendur um að setja ekki auglýsing- ar á þessum vörum í sjónvarp fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin, þegar börnin eru hætt að horfa. Sömu- leiðis að hugað sé að því að sporna við þessum auglýsingum á netinu. SPURT & SVARAÐ ÓHOLL MATVARA Í AUGLÝSINGUM Takmarkanir skila árangri ÁSTA RAGN- HEIÐUR JÓHANNES- DÓTTIR Alþingismaður Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til fjórða fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Samgöngur og umhverfi Vegagerð og umhverfi Matthildur Bára Stefánsdóttir deildarstjóri hjá Vegagerðinni Losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum Jón Bernódusson skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun Græn framtíð fl ugsins Sveinn V. Ólafsson verkfræðingur hjá Flugmálastjórn Umræður og fyrirspurnir Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2007 kl. 15-17 á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum er heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 20. nóvember 2007. > Hversu oft Íslendingar á aldrinum 18 til 80 ára neyttu léttvíns árið 2002

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.