Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 22
[ ]Eyrnatappar geta komið sér vel þegar fólk er í miklum hávaða. Mikilvægt er að vernda heyrnina og til að mynda er stundum skynsamlegt að hafa eyrnatappa ef fólk er á hávaða-sömum rokktónleikum eða vinnur í miklum hávaða.
Goji-ber eru lítil rauð ber sem vaxa á runnum
í hlíðum Himalajafjallanna og hafa lengi verið
talin allra meina bót af þeim sem til þekkja.
Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti hefur
kynnt sér goji-berin sem nýlega fóru að fást hér
á landi.
„Þessi ber hafa verið þekkt hjá kínverskum, ind-
verskum og tíbeskum náttúrulæknum í svona sex
þúsund ár. Þeir hafa notað þau til þess að berjast á
móti öldrun, hjálpa lifrinni og bæta sjónina,“ segir
Inga og bætir við að þau þyki líka góð fyrir ónæmis-
kerfið og blóðrásina. „Svo hafa þeir notað þau svolítið
til þess að auka hjá sér kyngetuna og frjósemina,“
segir hún og hlær.
Goji-berin innihalda að sögn Ingu mikið af alls
konar efnum sem eru góð fyrir heilsuna. „Goji-berin
eru alveg stútfull af andoxunarefnum og innihalda til
dæmis um það bil fimm hundruð sinnum meira af C-
vítamíni en appelsínur. Þau innihalda líka mikið beta-
karotín og zeaxanthin sem er gott fyrir sjónina og þá
sem eru með augnvandamál. Svo innihalda þau líka
B-vítamín og E-vítamín, rosalega mikið af stein-
efnum og snefilefnum og þessar lífsnauðsynlegu
ómega-fitusýrur,“ segir hún.
Hér á landi fást goji-berin þurrkuð og í orkustykkj-
um að sögn Ingu. „Þau eru yfirleitt notuð þurrkuð,
ekki svo mikið fersk. Það er reyndar líka unninn úr
þeim safi en hann fæst
ekki enn þá hérna,“ segir
hún.
Þurrkuð eru
goji-berin svolít-
ið lík rúsínum
að sjá fyrir utan rauða litinn. „Ég ráðlegg fólki oft að
vera með hnetur og fræ og eitthvað slíkt í poka til
þess að narta í yfir daginn og þá er rosalega sniðugt
að blanda berjunum saman við. Þau má líka nota í
möffins og alls konar bakstur og það kemur bara
skemmtilegt bragð af þeim. Margir nota þau líka eins
og músli út á jógúrt og svoleiðis. Ég borða berin sjálf
og mér finnst þau mjög fín og skemmtileg viðbót við
annað,“ segir Inga að lokum. emilia@frettabladid.is
Úr hlíðum Himalaja
Goji-berin líkjast
svolítið rúsínum
fyrir utan það að
þau eru eldrauð.
Inga segist borða berin sjálf og er mjög hrifin af þeim.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fæst í Bónus og Inspired (Flugstöðinni)
Japanir hafa sushi
Við höfum bitafisk og
harðfisk í hæsta gæðaflokki
Íslenskir karlmenn
verða nú langlífastir!
www.madurlifandi.is
Næstu fyrirlestrar og námskeið
20. nóvember Hvað á ég að gefa litla barninu
mínu að borða?
Ebba Guðný Guðmundsdóttir
22. nóvember Ann Wigmore og lifandi fæði
Sólveig Eiríksdóttir og Eiríkur Hermannsson
29. nóvember Heilsukostur - Hátíðakökur og
eftirréttir
Auður Konráðsdóttir desertadrottning
IPL varanleg, sársaukalítil
háreyðing
Greifynjan snyrtistofa s. 587 9310
Nematilboð -20% Þriðjud. Fótsnyrting
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Auglýsingasími
– Mest lesið