Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 12
 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur sýknaði í liðinni viku þrítug- an karlmann af ákæru um rán og líkamsárás. Ákæra mannsins var í nokkr- um liðum. Manninum var gefið að sök að hafa gengið í skrokk á karlmanni í Sandgerði í febrúar með þeim afleiðingum að fórnar- lambið viðbeinsbrotnaði. Maður- inn neyddi þá sama mann, með hótunum um frekari líkamsmeið- ingar, til að taka út fé í tveimur sparisjóðum og afhenda sér að morgni sama dags. Þá var maðurinn ákærður fyrir annað rán, en honum var gefið að sök að hafa neytt annan mann, með ofbeldi og hótunum um ofbeldi, til að millifæra rúmar þrjú hundruð þúsund krónur af bankareikningi sínum yfir á bankareikning ákærða. Maðurinn var sýknaður af líkamsárásinni á þeim grundvelli að læknisvottorð hefði ekki borið með sér að fórnarlambið hefði verið viðbeinsbrotið þegar það kom á slysadeild. Ekki þótti sannað að maðurinn hefði beitt mennina tvo ofbeldi sem hann átti að hafa neytt til að láta sig fá peninga, þar sem engin vitni reyndust að þeim atburðum. Þá kemur fram í sýknudóminum að lögregluskýrsla sem tekin var af hinum ákærða hafi ekki þótt tæk fyrir dómi, þar sem láðst hafi að hafa vott viðstaddan við yfirheyrslu, eins og lög gera ráð fyrir. Ákærði ritaði undir umrædda lögregluskýrslu, en kvaðst fyrir dómi ekki hafa vitað um innihald hennar þar sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna og sé þar að auki lesblindur. Sakakostnaður af málinu, rúmar þrjú hundruð þúsund krónur, féllu á ríkissjóð. - æþe Meintur handrukkari sýknaður af ráni og líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur: Lögregla klúðraði skýrslutöku SJÁVARÚTVEGUR Ekki náðist sátt um stjórn veiða á úthafskarfa við Reykjaneshrygg á ársfundi Norð- austur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) sem lauk í Lundúnum í gær. Strandríkin samþykktu samkomulag um stjórn á kolmunnaveiðum og veiðum á úthafskarfa í síldarsmugunni. Samþykkt var tillaga um makrílveiðar sem Íslendingar mót- mæltu. Þrátt fyrir að samkomulag hafi ekki náðst um veiðar á úthafskarfa við Reykjaneshrygg nú var samþykkt að halda sérstakan fund í janúar 2008 þar sem heildaraflamark yrði ákveðið og skiptingu þess á milli allra aðildaríkja NEAFC. Úthafskarfaveiðar í síldarsmugunni svokallaðri voru takmarkaðar við 14.500 tonn, enda stendur stofninn illa að mati Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES). Samkomulag um stjórn veiða á kolmunna náðist með samþykkt allra ríkjanna og ákveðið að veidd verði 1.266 tonn árið 2008, þar af er hlutur Íslands 203 þúsund tonn. Heildaraflamark úr norsk-íslenska síldarstofnin- um verður rúmlega 1,5 milljónir tonna, og fá Íslend- ingar rúm 220 þúsund tonn af því. Þá var samþykkt tillaga um stjórn makrílveiða sem Ísland mótmælti á þeim forsendum að ekki væri tekið tillit til stöðu Íslands sem strandríkis. - shá Veiðar Íslendinga úr deilistofnum á Norður-Atlantshafi allt að 500 þúsund tonn: Ekki sátt um úthafskarfaveiðar Á TROLLI Ekki hefur enn náðst sátt um veiðar á úthafskarfa við Reykjaneshrygg. Fundi í janúar er ætlað að skera úr um heildaraflamark og skiptingu í veiðunum. Allt í drasli mælir með - hrein fagmennska! Fita og önnur óhreinindi hverfa skotvirkar á erfiða bletti eins og fitu, blek, vaxliti, varalit, vín, matarleifar og fleira. Efninu er úðað beint úr brúsanum á blettinn og síðan þurrkað. Þarf ekki að skola. Skilur ekki eftir leifar. Burt með uppsafnaðan kísil Frábært til að fjarlægja erfiða bletti, uppsöfnuð óhreinindi, fitu, gúmmíför, kísil og sápuskánir. Notist á postulín, keramik, ryðfrítt stál o.fl. Auðvelt að skola og skilur ekki eftir himnu. Burt með blettina! Náðu burt blettum og öðrum óhreinindum úr sófum og teppum með Contempo teppa- og blettahreinsi. Helluborðið eins og nýtt Helluborðið verður eins og nýtt með Sterling keramikhelluhreinsi. Skítur á veggjum ekki vandamál Hvimleið fingraför og skítur á veggjum eru ekki lengur vandamál með SD-20 hreinsiefninu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.