Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 40
32 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar KR verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir taka á móti tyrkneska liðinu Banvit BC í 32-liða úrslitum Euro- Cup. Þetta er fyrri leikur liðanna en síðari leikurinn fer fram ytra eftir viku. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR, segist lítið vita um tyrk- neska liðið enda hafi hann ekki fengið neinar spólur með leikjum liðsins. „Við vitum að þetta lið á nóg af peningum og hefur innan sinna raða gríðarlega sterka Kana sem hafa NBA-reynslu. Þeir eru með eina þrjá Kana á sínum snærum en mega aðeins nota tvo í Evrópu- keppninni. Ég veit ekki hvaða Kanar spila gegn okkur ennþá,“ sagði Bene- dikt við Fréttablaðið í gær en tyrk- neskur körfubolti er að hans sögn gríðarsterkur og stærstu liðin þar í landi hafa verið að gera flotta hluti í Evrópukeppnum síðustu ár. „Þó svo að við vitum að þetta sé hörkulið berum við ekki virðingu fyrir einum né neinum. Við mætum til leiks með það að mark- miði að vinna leikinn. Við ætlum okkur áfram í þessari keppni og ef það á takast er alveg ljóst að við verðum að fara með forskot til Tyrklands,“ sagði Benedikt. KR-ingar fara utan á sunnudag en síðari leikurinn fer fram í mik- illi gryfju sem tyrkneska liðið spilar í. „Aðstæður þar verða klárlega talsvert öðruvísi en þær sem við eigum að venjast. Tyrkneskir áhorfendur eru nú ekki beint þekktir fyrir gestrisni né að hafa sérstaklega lágt þannig að við bíðum spenntir eftir því verkefni. Fyrst af öllu er að klára fyrri leik- inn og koma okkur í þá stöðu að eiga möguleika í seinni leiknum,“ sagði Benedikt. - hbg Íslandsmeistarar KR taka á móti tyrkneska liðinu Banvit í klukkan 19.15 í kvöld: Við berum enga virðingu fyrir tyrk- neska liðinu og ætlum okkur sigur BENEDIKT GUÐMUNDSSON Mætir óhræddur til leiks með strákana sína gegn tyrk- neska liðinu Banvit BC. Hann sést hér segja Avi Fogel hvernig eigi að gera hlutina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Slæmt gengi Snæfells í Iceland Express-deild karla það sem af er vetri hefur vakið mikla athygli. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar eftir átta leiki og hefur aðeins unnið þrjá leiki en tapað fimm. Nú síðast tapaði liðið óvænt heima gegn Fjölni og það sem meira er náði Snæfell ekki einu sinni að skora 60 stig í leiknum. Þjálfari liðsins, Geof Kotila, er eðlilega áhyggjufullur yfir þessu dapra gengi. „Tapið gegn Fjölni kom okkur sjálfum ekki síst á óvart og það dylst engum að við erum í niðursveiflu þessa dagana,“ sagði Kotila en hann vildi meina að slæmt tap gegn Skalla- grími síðasta föstudag hefði setið í mönnum en þar missti Snæfell niður sextán stiga forystu. „Leikurinn sat greinilega í mönnum enda hrikalega slæmt tap. Okkur gengur þess utan illa að skora stig. Það hjálpar ekki að Sigurður Þorvaldsson er búinn að vera veikur og var ekki nema skugginn af sjálfum sér gegn Fjölni.“ Snæfelli var spáð öðru sæti deildarinnar fyrir tímabilið en liðið er langt frá því að vera í sama klassa og bestu liðin eins og staðan er í dag. Kotila er löngu hættur að hugsa um toppbaráttuna enda þarf hann að hugsa um erfiðari og alvarlegri mál miðað við stöðu liðsins. „Ég tel að fyrst og fremst þurfi viðhorf manna að breytast. Á meðan það gerist ekki verðum við í vandræðum. Það verður ekki auðvelt að snúa þessu gengi við enda leggst gengið eðlilega á sálina á mönnum. Nú snúast hlutirnir ekki um toppbaráttuna hjá okkur heldur hreinlega að halda lífi,“ sagði Kotila en lítil breidd hefur klárlega ekki hjálpað liðinu mikið. Það eru því gleðitíðindi að Magni Hafsteinsson sé byrjaður að spila aftur með liðinu en hann á eftir að komast í form enda nýfarinn af stað aftur. „Gengið er vissulega mikil vonbrigði en það sem veldur mér mestum vonbrigðum er að leikmenn eru hreinlega ekki að berjast nógu grimmilega. Það er ekki sami neisti og baráttu andi hjá okkur nú og áður. Það vantaði alla grimmd og baráttu í menn gegn Fjölni og við gerum ekki mikið fyrr en við lögum þá hlið mála. Það er blessunarlega mikið eftir af mótinu og ég hef enn fulla trú á að við getum unnið okkur út úr vandamálunum og komið sterkir inn í seinni hluta mótsins.“ GEOF KOTILA, ÞJÁLFARI SNÆFELLS: EKKI SÁTTUR VIÐ SPILAMENNSKU SINNA MANNA ÞAÐ SEM AF ER VETRI Ekki sami neisti og baráttuandi og var áður FÓTBOLTI Steve Bruce hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri hjá Wigan. Hann kemur til liðsins frá Birmingham þar sem hann hefur verið við stjórnvölinn í sex ár. Wigan greiðir Birmingham 3 milljónir punda í skaðabætur og Bruce mun fá um 2 milljónir punda í árslaun. „Það er ekkert að borga 3 milljónir punda fyrir leikmann og ég tel ódýrt að fá stjóra eins og Bruce á þessu verði sem er í raun hálfgert gjafverð,“ sagði Dave Whelan, eigandi Wigan, en hann er mikill aðdáandi Bruce. Bruce tekur við starfinu af Chris Hutchings sem var rekinn á dögunum. Þetta er í annað sinn sem hann starfar fyrir Wigan en hann stýrði liðinu til skamms tíma árið 2001. - hbg Steve Bruce: Frá Birming- ham til Wigan FÓTBOLTI Ísland leikur lokaleik sinn í undankeppni EM á Parken annað kvöld. Mótherjar Íslands eru Danir. Bæði lið hafa í raun að engu að keppa en vilja klárlega enda riðlakeppnina á jákvæðum nótum. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ólafs Jóhannes- sonar en hann hefur haft hópinn í höndunum síðan á laugardag. Liðið hefur æft nokkuð stíft og kláraði sína fimmtu æfingu í gærkvöldi. Lokaæfing liðsins fer síðan fram á Parken í kvöld. „Ég hef verið að skoða mann- skapinn og við höfum verið að fara vel yfir varnarleikinn og hvernig við ætlum að setja leikinn upp. Ég hef ákveðið að Hermann verði fyrir liði og við munum spila 4-5-1 leikaðferðina er við verjumst en 4-3-3 er við sækjum,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Aðaláherslan er að loka vörn- inni og við verðum að hafa ein- hverjar leiðir í að sækja. Æfingar hafa gengið vel og það eru allir heilir, sem er mjög gott,“ sagði Ólafur en hann kann vel við sig í landsliðsþjálfarahlutverkinu. „Þetta er svolítið öðruvísi en að vera með félagslið og mjög gaman. Það er góður andi í hópnum finnst mér og þjálfarateymið er mjög sátt við allt saman og bjartsýnt. Ég hafði engar fyrir fram gefnar hugmyndir um hvernig þetta starf væri en var staðráðinn í að hafa léttleika yfir þessu og leggja áherslu á að menn hefðu gaman af því sem þeir væru að gera.“ Ólafur er að starfa í fyrsta skipti með Pétri Péturssyni aðstoðar- landsliðsþjálfara en þeir þekktust sama sem ekki neitt áður en Ólafur ákvað að leita til Péturs. Hann segir samstarfið ganga vel. „Samstarfið gengur frábærlega og við erum ekki farnir að slást enn sem komið er. Skárra væri það nú miðað við að samstarfið var að hefjast. Pétur er frábær og skemmti- legur drengur og við erum ekkert langt frá hvor öðrum í fótbolta- hugmyndum. Við finnum lausnir á því í sameiningu sem við erum að gera,“ sagði Ólafur en annað nýtt andlit í þjálfarahópnum er Bjarni Sigurðsson landsliðsmarkvörður. Ólafur segist langt kominn með að velja liðið. „Ég er kominn með beinagrind að liðinu og kannski aðeins meira en það. Liðið verður samt ekki gefið upp alveg strax en ég geri það væntanlega á liðsfundi á morgun [í dag],“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. henry@frettabladid.is Hermann fyrirliði í stað Eiðs Smára Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur ákveðið að Hermann Hreiðarsson muni bera fyrirliðabandið í fjarveru Eiðs Smára Guðjohnsen í landsleiknum gegn Dönum á morgun. Landsliðið mun spila leikaðferðina 4-5-1. Allir leikmenn eru heilir og tilbúnir í átökin á Parken. GOTT SAMSTARF Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir að samstarf sitt við Pétur Pétursson gangi vel og þeir séu ekki enn farnir að slást. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Bjarki dregur orð sín til baka Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar, vandaði þeim Helga Hallssyni og Sigurjóni Þórðarsyni dómurum ekki kveðjurnar í viðtali við Fréttablaðið eftir leik HK og Aftur- eldingar á dögunum. Bjarki sér eftir því sem hann lét þar falla og hefur því sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Vegna ummæla minna í Fréttablaðinu um daginn vegna leiks HK og UMFA en þar set ég út á dómara leiksins þá Helga og Sigurjón, og tala þar um að lið mitt UMFA hafi verið tveimur leikmönnum færri nær allan leikinn. Þessi ummæli mín eiga engan rétt á sér og eru sögð í hita leiks- ins, vil ég því biðja þá félaga velvirðingar á mínum orðum og dreg þau hér með til baka,“ segir Bjarki í yfirlýsingunni. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.