Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 90

Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 90
54 1. desember 2007 LAUGARDAGUR Hvítt silkibindi í uppáhaldi Ragnar Bjarnason stór- söngvari notar alltaf tvö- faldan hnút en þegar hann lærði af föður sínum að binda hnút var hann ein- faldur og þá segir hann að hann hafi mikið þurft að passa upp á að bindið næði ekki niður á mitt brjóst. „Þú verður að gera þér grein fyrir því að ég hef verið með bindi alla ævi. Þetta var svo stór hluti af kúlt- urnum hér þegar ég var að alast upp og þá keypti maður og gekk með bindi með hesthausum, stúlkum í bikiníi og var í gulum sokk- um við!“ Í dag eru bindin öllu hefðbundnari og þar er hvítt silkibindi í uppáhaldi sem og annað blátt og hvítt röndótt. „Ætli ég eigi ekki um einhver 25 stykki en ég er svo mikill gikkur að ég nota kannski bara einhver tvö. Ég er líka þannig að ef ég á einhverja skó sem eru góðir, er ég í þeim þar til konan kippir mér úr þeim. Og hún hjálpar mér líka að velja bindin svo þetta sé allt í stíl.“ Hefur notað sama hnútinn í 20 ár Páll Magnússon útvarps- stjóri notar í dag hnút sem Sævar Karl kenndi honum að binda árið 1986 en ein- hver sagði honum að þetta væri tvöfaldur Windsor- hnútur. Fram að því hafði hann notað einfaldan ferm- ingarbarnahnút. „Ég á gríð- arlega mörg bindi og stund- um gef ég þau í stórum skömmtum. Gamli frétta- stjórinn minn, Leifur Björnsson heitinn, lagði mér eina lífsreglu en hann sagði við mig að vera alltaf með bindi – „því það trúir engum neinum manni sem er ekki með bindi“. Þegar ég hef sérstaka þörf fyrir að láta trúa mér set ég því upp bindi.“ Páll segir það fara eftir aðstæðum og skapi hvernig bindi hann setur upp en hann kaupir þau nán- ast öll hjá læriföður sínum, Sævari Karli. „Ég kom mér einhvern tímann upp einni viðmiðun, að ef ég ætla að vera með sterk og áberandi bindi er ég frekar með þau við einlita skyrtu og jakka- föt. Ég hef átt nokkur svaka- leg bindi en það versta er nærbuxnableikt bindi sem ég notaði einu sinni áður en ég komst að því hvernig ég leit út með það. Það er í hópi þeirra sem verða næst gefin þótt ég geti ekki ímyndað mér að nokkur lifandi maður vilji eiga það. Það stendur allavega til boða.“ Bindið er hluti af mér Skjöldur Sigurjónsson kaup- maður segir að það hafi verið faðir sinn sem kenndi honum upphaflega að hnýta einfald- an bindishnút. „í dag nota ég yfirleitt tvöfaldan Windsor en þó kemur fyrir að ég bregði upp einföldum. Ég set á mig alls kyns bindi, í öllum litum og gerðum, allt eftir skapi, en í uppáhaldi er samt þetta klassíska svarta og ég er mjög mikið með það. Ætli ég eigi ekki um 40 bindi – ef frá eru talin bindin í búðinni minni.“ Skjöldur segir að í jólamán- uðinum finnist honum mjög gaman að vera með rauðleit bindi og hann segist svo vanur að ganga með bindi að hann finni ekkert fyrir því – það sé bara hluti af hans kúltúr. „Bindi eru engin auka þyngsl fyrir mér eins og þau eru fyrir svo mörgum. Ég vel bindið eins og áður sagði út frá tilefni en það þýðir samt ekki að í gleði velji ég endi- lega skærleitt bindi, þau dökku ganga líka þá. Ljótustu bindin, sem ég vil alls ekki láta sjá mig með, eru pastel- lituð bindi, þau eru hrikaleg.“ Konurnar kenna mér og leiðbeina Snorri Helgason, söngvari Sprengjuhallarinnar, segir að það hafi verið konur sem kenndu honum að hnýta bindishnúta. „Það var ann- aðhvort systir mín Heiða eða Silla, sem var kærastan mín þegar ég var 15 ára. Þetta var að minnsta kosti ekkert „Hallmark-dæmi“, þar sem pabbi tók mig afsíð- is og sagði við mig að nú væri ég orðinn maður. Ég nota þennan hnút enn þá, sem er hefðbundinn einfald- ur. Ég hef nokkrum sinnum reynt að læra þennan tvö- falda en aldrei náð því.“ Snorri segist eiga um tíu bindi en hann hrífst einkum af skáröndóttum bindum og á eitt grænt uppáhalds. „Ég vil alls ekki hafa þau glans- andi heldur mött og þau mega vera í frekar hefð- bundnum litum, rauð eða græn. Ég kaupi bindin yfir- leitt í „second-hand“ búðum og reyni að gera góð kaup.“ Einn einfaldan eða tvöfaldan Hátíðin nálgast og jafnvel þeir sem fúlsa við bindum allan árs- ins hring bregða einu um hálsinn í tilefni jólagleði og áramóta. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti fjóra karlmenn, hvern af sinni kynslóð, sem sögðu henni frá litum, hnútum og leyndar- dómum hálsbinda sinna. BINDIN KLASSÍSKARI EN ÁÐUR Raggi Bjarna hefur gengið með hálsbindi í marga áratugi og segir þau mun hógværari en áður þegar hann var með þau skærlit og sokka í stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR BLEIKT BINDI FÆST GEFINS Páll Magnússon útvarpsstjóri þykist viss um að enginn vilji eiga ljótasta bindið í skápnum sínum en það standi samt til boða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVART OG HEFÐBUNDIÐ Bindin sem eru í uppáhaldi hjá Skildi Sigurjónssyni kaupmanni eru svört og klassísk. Hann notar jafnan tvöfaldan Windsor-hnút til að binda þau. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA YNGSTA KYNSLÓÐIN Á ÁTTA BINDI Snorri Helgason, söngvari Sprengjuhallarinnar, vill engin „bankastrákabindi“ og hefur reynt að læra tvöfaldan Windsor- hnút í lengri tíma með litlum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjórir algengustu bindishnútarnir kallast Wind- sor-hnútur, tvöfaldur Windsor-hnútur, „four in hand“-hnúturinn og svo er það slaufuhnútur. Four in hand-hnúturinn er fremur mjór og látlaus og er gott að nota þegar bindin eru efnismikil og breið en sértu með efnislítið bindi getur hnúturinn líka gert þau bindi breiðari. Windsor-hnúturinn er þríhyrndur og veglegur og hafirðu hann tvöfaldan ertu enn meiri á velli. Góður bankastjóra- hnútur. Slaufuhnútur er fyrir þá sem kjósa gömlu góðu slaufuna og kunna að bregða á leik með bindið. Fyrir þá sem vilja ná valdi á þessum bindishnútum og fleiri fyrir hátíðina má benda á nokkrar handhægar vefsíður með nákvæmum leiðbeiningum og skýringarmyndum: http://www.tie-a-tie.net/ http://www.totieatie.com/ http://www.scoutdb.org/h2tat/ FJÓRIR GRUNNHNÚTAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.