Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 10
 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR RV U N IQ U E 11 07 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Nr. 11 Góðar hugmyndir Hagkvæmar vistvænar mannvænar heildarlausnir 1982–2007 Rekstrarvörur25ára Rekstrarvörulistinn ... er kominn út Laugvegi 101 Sími 552 1260 Fr u m RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rúss- landsforseti lýsti í gær yfir stuðn- ingi við framboð Dimitri Medved- ev til forsetaembættis. Þar með þykir næsta víst að Medvedev, sem er bæði aðstoðar- forsætisráðherra og stjórnarfor- maður Gazprom, verði arftaki Pútíns á forsetastól. „Ég lýsi fullum og eindregnum stuðningi við þessa tillögu,“ sagði Pútín á fundi með fulltrúum fjög- urra stjórnmálaflokka í gær. Full- trúar flokkanna sögðust einnig styðja framboð Medvedevs. Auk þess að vera stjórnarfor- maður í Gazprom, sem er eitt vold- ugasta fyrirtæki Rússlands, er hann annar tveggja aðalforsætis- ráðherra landsins. Hinn er Sergei Ivanov, sem einnig þótti líklegur til að verða forsetaefni Pútíns. Báðir eru fyrrverandi samstarfs- menn Pútíns frá Péturs borg, eins og reyndar einnig Viktor Zubkov forsætisráðherra. Medvedev er fyrrverandi starfs- mannastjóri Pútíns og þykir auð- sveipur forseta sínum. Hann hefur þótt fremur hóf samur og mildur í embættisfærslu, en þykir heldur ekki hafa sýnt mikinn frumleika í starfi. Stjórnarskrá Rússlands heimilar Pútín ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Hann hefur engu að síður sagst ætla sér að halda áfram að hafa áhrif í rússneskum stjórn- málum, en hefur þó ekki útlistað með hvaða hætti það verður. Einn möguleikinn er sá að hann verði forsætisráðherra, og sjálfur hefur hann nefnt þann möguleika. Hugsanlega gæti hann gert for- sætisráðherraembættið þýðingar- meira en það nú er, ekki síst ef dyggur stuðningsmaður hans er hvort eð er forseti. Stuðningsmenn Pútíns hafa einnig skorað á hann að verða „þjóðarleiðtogi“, en óljóst er hvað á að felast í þeim titli. Vladimír Rúskov, frjálslyndur stjórnmálamaður, segir hugmynd Pútíns líklega vera eitthvað á þessa leið: „Valið á Medvedev er málamiðlun vegna þess að hann gerir Pútín kleift að hafa frjálsar hendur. Ef Pútín vill smám saman afsala sér völdum tryggir Medvedev að hann geti gert það á þægilegan og öruggan hátt, og hann heldur áfram að hlusta á hann,“ sagði Rúskov í viðtali við útvarpsstöð- ina Ekho Moskvy. „En ef Pútín vill snúa aftur eftir tvö eða þrjú ár, þá mun Medvedev örugglega opna honum leið til þess.“ gudsteinn@frettabladid.is Pútín velur arftaka sinn Dmitrí Medvedev, stjórnarformaður Gazprom, verður að öllum líkindum sigurvegari forseta- kosninga í Rússlandi í byrjun mars. PÚTÍN OG MEDVEDEV Þeir eru gamlir samstarfsmenn frá því Pútín var borgarstjóri í Pétursborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁLFTANES Fyrirhugað er að árið 2024 verði íbúar á Álftanesi um 3.850 manns í stað um 2.300 íbúa í dag. Þetta svarar til 67 prósenta fjölgunar. Þetta kemur fram í skipulagsáætlunum. Mikil aukning er áætluð í byggingu atvinnuhúsnæðis á Álftanesi, svo fermetrafjöldi slíkra bygginga verði alls 48 þúsund fermetrar árið 2024 í stað 28 þúsund nú. Fyrir aðeins níu árum var atvinnuhúsnæði í sveitarfélaginu sjö þúsund fermetrar. Þá er gert ráð fyrir að íbúðum fjölgi úr 1.080 í 1.350 næstu sautján árin. - gar Fyrirhugað að íbúar Álftaness verði 3.850 árið 2024: Fjölga íbúum um tvo þriðju ÁLFTANES Mikil aukning er áformuð í byggingu atvinnuhúsnæðis á Álftanesi á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.