Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 10
11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
RV
U
N
IQ
U
E
11
07
03
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Nr. 11
Góðar
hugmyndir
Hagkvæmar
vistvænar
mannvænar
heildarlausnir
1982–2007
Rekstrarvörur25ára
Rekstrarvörulistinn
... er kominn út
Laugvegi 101
Sími 552 1260
Fr
u
m
RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti lýsti í gær yfir stuðn-
ingi við framboð Dimitri Medved-
ev til forsetaembættis.
Þar með þykir næsta víst að
Medvedev, sem er bæði aðstoðar-
forsætisráðherra og stjórnarfor-
maður Gazprom, verði arftaki
Pútíns á forsetastól.
„Ég lýsi fullum og eindregnum
stuðningi við þessa tillögu,“ sagði
Pútín á fundi með fulltrúum fjög-
urra stjórnmálaflokka í gær. Full-
trúar flokkanna sögðust einnig
styðja framboð Medvedevs.
Auk þess að vera stjórnarfor-
maður í Gazprom, sem er eitt vold-
ugasta fyrirtæki Rússlands, er
hann annar tveggja aðalforsætis-
ráðherra landsins. Hinn er Sergei
Ivanov, sem einnig þótti líklegur
til að verða forsetaefni Pútíns.
Báðir eru fyrrverandi samstarfs-
menn Pútíns frá Péturs borg, eins
og reyndar einnig Viktor Zubkov
forsætisráðherra.
Medvedev er fyrrverandi starfs-
mannastjóri Pútíns og þykir auð-
sveipur forseta sínum. Hann hefur
þótt fremur hóf samur og mildur í
embættisfærslu, en þykir heldur
ekki hafa sýnt mikinn frumleika í
starfi.
Stjórnarskrá Rússlands heimilar
Pútín ekki að bjóða sig fram í
þriðja sinn. Hann hefur engu að
síður sagst ætla sér að halda áfram
að hafa áhrif í rússneskum stjórn-
málum, en hefur þó ekki útlistað
með hvaða hætti það verður.
Einn möguleikinn er sá að hann
verði forsætisráðherra, og sjálfur
hefur hann nefnt þann möguleika.
Hugsanlega gæti hann gert for-
sætisráðherraembættið þýðingar-
meira en það nú er, ekki síst ef
dyggur stuðningsmaður hans er
hvort eð er forseti.
Stuðningsmenn Pútíns hafa
einnig skorað á hann að verða
„þjóðarleiðtogi“, en óljóst er hvað
á að felast í þeim titli.
Vladimír Rúskov, frjálslyndur
stjórnmálamaður, segir hugmynd
Pútíns líklega vera eitthvað á
þessa leið: „Valið á Medvedev er
málamiðlun vegna þess að hann
gerir Pútín kleift að hafa frjálsar
hendur.
Ef Pútín vill smám saman afsala
sér völdum tryggir Medvedev að
hann geti gert það á þægilegan og
öruggan hátt, og hann heldur
áfram að hlusta á hann,“ sagði
Rúskov í viðtali við útvarpsstöð-
ina Ekho Moskvy. „En ef Pútín vill
snúa aftur eftir tvö eða þrjú ár, þá
mun Medvedev örugglega opna
honum leið til þess.“
gudsteinn@frettabladid.is
Pútín velur
arftaka sinn
Dmitrí Medvedev, stjórnarformaður Gazprom,
verður að öllum líkindum sigurvegari forseta-
kosninga í Rússlandi í byrjun mars.
PÚTÍN OG MEDVEDEV Þeir eru gamlir samstarfsmenn frá því Pútín var borgarstjóri í
Pétursborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÁLFTANES Fyrirhugað er að árið 2024 verði íbúar á Álftanesi um 3.850
manns í stað um 2.300 íbúa í dag. Þetta svarar til 67 prósenta fjölgunar.
Þetta kemur fram í skipulagsáætlunum.
Mikil aukning er áætluð í byggingu atvinnuhúsnæðis á Álftanesi, svo
fermetrafjöldi slíkra bygginga verði alls 48 þúsund fermetrar árið
2024 í stað 28 þúsund nú. Fyrir aðeins níu árum var atvinnuhúsnæði í
sveitarfélaginu sjö þúsund fermetrar. Þá er gert ráð fyrir að íbúðum
fjölgi úr 1.080 í 1.350 næstu sautján árin. - gar
Fyrirhugað að íbúar Álftaness verði 3.850 árið 2024:
Fjölga íbúum um tvo þriðju
ÁLFTANES Mikil aukning er áformuð í byggingu atvinnuhúsnæðis á Álftanesi á næstu
árum.