Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 47
ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 2007 39 Thom Yorke, söngvari Radiohead, hafnaði því að spila með Sir Paul McCartney í lagi hans Mr. Bellamy vegna þess að hann er ekki nógu góður píanóleikari. „Mér fannst lagið mjög gott en í píanóleikn- um þurftu hendurnar að gera hvor sinn hlutinn. Ég get það ekki og sagðist bara geta glamrað á píanóið,“ sagði Yorke. Lagið er að finna á nýjustu plötu McCartney, Memory Almost Full. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey hefur í fyrsta sinn stigið fram til stuðnings Barack Obama sem næsti forseti Bandaríkjanna. „Þetta er mjög persónulegt. Ég er stödd hérna vegna álits míns á Barack Obama og vegna þess hversu mikið hann getur gert fyrir Banda ríkin. Í fyrsta sinn í lífinu verð ég að standa upp og tala um manninn sem ég held að búi yfir nýrri sýn á Bandaríkin,“ sagði Oprah í ræðu sinni í Iowa. Leikarinn Brad Pitt vill að lög verði sett á sem verndi börn frægs fólks gegn paparazzi-ljósmyndurum. Pitt á fjögur börn með Angelinu Jolie og óttast að ágangur ljósmyndara hafi slæm áhrif á þau. „Mér finnst að það ættu að vera lög gegn því að menn geti kallað nöfn barn- anna minna og ýtt myndavélum framan í þau. Börnin mín halda að í hvert skipti sem þau fari út úr húsi taki á móti þeim her ljósmyndara. Þannig sjá þau heiminn og ég óttast áhrifin sem það muni hafa á þau,“ sagði Pitt. Leikarinn Daniel Craig er byrjaður að undirbúa sig fyrir næstu James Bond-mynd. „Ég er byrjaður að fá sigg á hendurnar. Það er hluti af þessu ferli,“ sagði Craig. „Það er vissulega þrýstingur til staðar. Þótt ég myndi aðeins leika í tveimur Bond-mynd- um væri gaman að geta horft til baka og sagt að önnur þeirra hefði að minnsta kosti verið góð.“ Nýjasta mynd Craig, The Golden Compass, er nýkomin í bíó. Þar leikur hann á móti Nicole Kidman. FRÉTTIR AF FÓLKI Tónlistarkonan Lay Low ætlar að ánafna ágóða sínum af sölu væntan- legrar plötu með tónlistinni úr leik- ritinu Ökutímum til Aflsins á Akur- eyri, samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi. Leikfélag Akureyrar, sem sýnir Ökutíma, ánafnar einnig ágóða af síðustu sýningu ársins til sömu samtaka. Í tilefni sextán daga átaks Sameinuðu þjóðanna gegn kyn- bundnu ofbeldi hafa Leikfélag Akureyrar og Jafnréttisstofa tekið höndum saman um að vekja athygli á þeirri tegund kynbundins ofbeldis sem er hvað erfiðust viðureignar og mest dulin í samfélagi okkar: misnotkun á börnum. Leikritið Öku- tímar lýsir einmitt ævi konu sem varð fyrir misnotkun á unga aldri. Á plötunni, sem kemur út 21. jan- úar, syngur Lay Low fimm frum- samin lög ásamt átta lögum úr smiðju Dolly Parton. Ökutímar var frumsýnt 2. nóvember og hefur verið uppselt á allar sýningar til þessa. Sýningar eru fyrirhugaðar út febrúar á næsta ári. Ágóðinn til Aflsins ÖKUTÍMAR Lay Low gefur ágóða sinn af sölu væntanlegrar plötu með tónlistinni úr Ökutímum. Myndasöguhöfundarnir Ingólfur Örn Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir hafa gefið út myndasög- una Hetjan sem fjallar um Gunnar á Hlíðarenda. Hetjan er fjórða bókin sem Gunnar og Embla gefa út sem er byggð á Brennu-Njáls- sögu og er hún um það bil tvöfalt lengri en þær síðustu. Kom sú fyrsta út árið 2003 og eru þetta allt saman sjálfstæðar sögur. „Þessar bækur hafa fengið ótrú- lega góðar viðtökur. Það kom okkur svolítið á óvart því við héldum að myndasögur gengju ekki í Íslend- inga en svo virðist vera,“ segir Ingólfur Örn, sem er búsettur í Barcelona þar sem hann starfar sjálfstætt. „Þetta er okkar endur- sögn á sögu Gunnars í þessu formi og það er gaman að takast á við það. Við hengjum heldur ekki allt of mikið við frumtextann.“ Ingólfur segir að bækurnar séu teiknaðar í evrópskum myndasögu- stíl sem sé afar aðgengilegur og eigi að falla í kramið hjá breiðum aldurshópi. Þau Embla Ýr eru þegar byrjuð á fimmtu bókinni í seríunni, sem verður að öllum líkindum sú síð- asta. Fjallar hún um Hallgerði lang- brók og ævintýri hennar. - fb Hetjan Gunnar í myndasögu INGÓLFUR ÖRN BJÖRGVINSSON Myndasaga Ingólfs og Emblu, Hetjan, sem fjallar um Gunnar á Hlíðarenda, er komin í búðir. GUNNAR Á HLÍÐARENDA Myndasagan Hetjan fjallar um Gunnar á Hlíðarenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.