Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 4
4 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR GENGIÐ 10.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,1925 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,41 61,71 125,40 126,00 90,09 90,59 12,075 12,145 11,267 11,333 9,553 9,609 0,5496 0,5528 97,15 97,73 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Jólaóskir VINNUMARKAÐUR Alþýðusamband Íslands, ASÍ, hefur kynnt sameigin- legar kröfur aðildarfélaganna fyrir forystumönnum Samtaka atvinnu- lífsins, SA. Þetta er í fyrsta skipti sem lands- samböndin fimm og stærstu aðild- arfélög gera formlegt samkomulag um sameigin legar áherslur gagn- vart atvinnurekendum og ríkis- stjórn. Kröfugerð gagnvart ríkis- stjórninni verður kynnt síðar í vikunni. Meginmarkmið ASÍ í komandi kjaraviðræðum er að verja kaup- mátt og styrkja stöðu hinna lægst launuðu. ASÍ krefst þess meðal annars að allar uppsagnir verði rökstuddar, liðkað verði fyrir greiðslu launa í erlendri mynt, afnema launaleynd og að fyrirtækj- um verði óheimilt að banna starfs- manni að fara til starfa hjá sam- keppnisaðila nema í undantekningartilfellum. Þá er áhersla á að finna leiðir til að upp- ræta launamun kynjanna. Í greinargerð ASÍ segir að breyta þurfi orðalagi kjarasamninga um útreikning á yfirvinnukaupi. Hæsti- réttur hafi dæmt að lögmætt geti verið að greiða ekki yfirvinnu af umsömdu kaupi fyrir dagvinnu ef heildarkjör eru umfram lágmarks- taxta og yfirvinnu reiknaða á hann. Þessi túlkun er andstæð sjónarmið- um ASÍ og því er krafist orðalags- breytingar. Farið hefur vaxandi að starfs- mönnum sé gert skylt að tilkynna veikindi í tvígang, til næsta yfir- manns og heilbrigðisverktaka sem atvinnurekendur semja sérstak- lega við. Verkalýðshreyfingin vill að rammi verði settur utan um þessa þróun. „Hér er um íþyngjandi frávik að ræða,“ segir í greinargerðinni, „sem kalla á meiri skýrleika kjara- samninga og tilvísun til persónu- verndar.“ Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti segir að setjast verði sameiginlega yfir þessa þróun. „Þetta er meðal annars spurning um réttindi starfsmannsins til að segja ekki frá veikindum af ein- hverjum ástæðum. Það getur líka verið að starfsmaðurinn vilji frekar fara til síns læknis,“ segir hún. Í kröfugerðinni er einnig tekið á málefnum erlendra starfsmanna,til dæmis er samkomulag um nauðsyn þess að taka upp sérstök vinnu- staðaskilríki til að auðvelda eftirlit á vinnumarkaði, sérstaklega á byggingamarkaði. Ingibjörg telur ólíklegt að samn- ingar takist fyrir áramót. ghs@frettabladid.is Auðveldara verði að fá launin í erlendri mynt Landssambönd ASÍ hafa kynnt sameiginlega kröfugerð fyrir SA. Þetta er í fyrsta sinn sem þau gera með sér formlegt samkomulag um kröfugerð. Áhersla er á að uppræta launamun kynjanna. Samkomulag er um vinnustaðaskilríki. RAMMI VERÐI SETTUR Farið hefur vaxandi að starfsmönnum sé gert skylt að tilkynna veikindi bæði til yfirmanns og heilbrigðis- verktaka. Verkalýðshreyfingin vill að rammi verði settur utan um þessa þróun. „Hér er um íþyngjandi frávik að ræða,“ segir í kröfu- gerð ASÍ til SA. SPURNING UM RÉTTINDI „Þetta er meðal annars spurning um réttindi starfsmannsins til að segja ekki frá veikindum,“ segir Ingi- björg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ. UTANRÍKISMÁL Samráðsvettvangur fulltrúa stjórnmálaflokka um varnar mál hefur enn ekki litið dagsins ljós. Stofnun hans var boðuð í yfirlýsingu fyrri ríkis- stjórnar við brotthvarf varnarliðs- ins, 26. septem ber í fyrra, og aftur í stjórnar sáttmála nýrrar ríkis- stjórnar. „Ríkisstjórnin er einfaldlega að svíkja loforð um samráð stjórn- málaflokkanna í landinu um þessar aðstæður sem komu upp við brott- hvarf hersins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Í ræðu í Háskóla Íslands í september síðastliðnum, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra það hugmynd ríkisstjórnarinnar að sameina samráðsvettvanginn og störf óstofnaðs rannsóknarseturs um utanríkis- og öryggismál. Sam- kvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu eru þessi áform óbreytt. Steingrímur segir að samráðsvett- vangurinn hefði átt að stjórna vinnu tengdri öryggismálum sem í gangi sé í dag. Í staðinn taki ríkis- stjórnin einhliða ákvarðanir, geri samninga og skuldbindi landið sem kosti mikil fjárútlát, án samráðs við stjórnarandstöðuna. Til lítils sé að stofna samráðsvettvang þegar allar ákvarðanir hafi verið teknar, eins og nú stefni í. „Þetta afhjúpar þennan málatil- búnað eins og hann leggur sig, það er erfitt að komast að annarri niður- stöðu en að þetta hafi aldrei verið annað en orðin tóm,“ segir Stein- grímur. - bj Ekkert bólar á samráðsvettvangi sem ríkisstjórnin boðaði segir formaður VG: Loforðin aðeins orðin tóm VARNARMÁL Ríkisstjórnin hefði átt að reyna að ná þverpólitískri sátt um varnarmál segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AUSTURRÍKI, AP Hin austurríska Natascha Kampusch, sem á síðasta ári slapp úr höndum mannræningja eftir átta ára einangrun, byrjar brátt með eigin sjónvarpsþátt á nýrri einkarek- inni sjónvarps- stöð í Austurríki. Kampusch, sem nú er nítján ára, ætlar að taka á móti gestum og ræða ýmis málefni en segist þó ætla að forðast hefðbundnar viðtalsspurningar. Nú í vikunni opnaði Kampusch einnig sína eigin heimasíðu á netinu. - gb Fórnarlamb mannræningja: Fær sinn eigin sjónvarpsþátt NATASCHA KAMPUSCH FRÆÐI Sjómælingasvið Landhelg- isgæslunnar hefur gefið út nýtt sjókort af Austfjörðum. Kortið leysir af hólmi gamla kortið sem var gefið út af „det kongelige Søkort-Arkiv“ í Kaupmannahöfn árið 1944. Dýptarmælingarnar sem sú útgáfa kortsins byggist að stærstum hluta á voru gerðar árið 1898, eða fyrir 109 árum. Útkoma hins nýja sjókorts er mikilsverður viðburður bæði fyrir sjómælingasvið Landhelgis- gæslunnar og ekki síður sjófar- endur við Ísland sem fá nú í hendur kort sem byggist á nýjustu upplýsingum um svæðið. Nýja kortið er byggt á dýptar- mælingum sem gerðar voru á mælingabátnum Baldri á árunum 2003 og 2004. - shá Nýtt sjókort gefið út: Leysir af 109 ára mælingar DETTIFOSS Nýtt sjókort er mikið öryggis- tæki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Fulllestuð olíubif- reið valt í Arnkötludal á Vest- fjörðum um klukkan ellefu á laugardagskvöld. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Slysið varð á vinnusvæði þar sem verið er að leggja veg um dalinn. Ekki er talið að olía hafi lekið frá bifreiðinni. Hún var fjarlægð eftir að starfsmenn Olíudreifingar höfðu losað úr henni farminn. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Lögregla rannsakar málið. - sþs Engin olía lak úr bílnum: Ölvaður velti olíuflutningabíl DÓMSMÁL DC++ málið svokallaða verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tíu karlmenn á aldrinum 22 til 36 ára eru ákærðir í málinu, sem snýst um ólöglega dreifingu á höfundar- réttarvörðu efni í gegnum skráaskiptaforritið DC++. Samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum er ákært fyrir ólögmæta afritun og birtingu á um yfir 135 þúsund höfundarréttarvörðum verkum. Íslensk og erlend tónlist er stærstur hluti þeirra verka, eða um 118 þúsund lög talsins. Tölvur mannanna voru gerðar upptækar í september 2004. - sþs Tíu karlmenn ákærðir: DC++ málið tekið fyrir í dag HEILBRIGÐISMÁL Einkavæðing er ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni, sögðu stjórnar- þingmenn á Alþingi í gær. Fjárskortur Heilsugæslunnar í Reykjavík var til umræðu. Siv Friðleifs- dóttir, fyrrver- andi heilbrigðis- ráðherra, sagði þá að stjórnin vildi svelta þjónustuna svo fara mætti út í einkarekstur. Þessu höfnuðu stjórnarliðar með öllu og röktu á móti dæmi þess að Siv sjálf hefði í sinni ráðherratíð staðið að einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðis- ráðherra tók fram að ekki ætti að skera niður um 550 milljónir í rekstri heilsugæslunnar. - kóþ Umræður um heilbrigðismál: Einkavæðing ekki á dagskrá GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.