Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 2007 3 Lúsíuhátíðin á sér langa hefð í Svíþjóð. Á Íslandi er dagurinn nú haldinn hátíðlegur í fimm- tugasta og annað sinn og er það Sænska félagið á Íslandi sem stendur fyrir hátíðar- höldunum. „Allir krakkar í Svíþjóð bíða með eftirvæntingu eftir Lúsíudeginum og sérstaklega stelpurnar. Þá er kosið um hver verður Lúsía það árið og sú sem verður fyrir valinu gengur fremst í flokki í hvítum síðum kjól og með ljósakórónu á höfði. Eftir henni ganga svo aðrar stúlkur í hvítum kjólum með ljós, sem eiga að vera þernur Lúsíu,“ segir Anna Maria Hedmann, for- maður Sænska félagsins á Íslandi. Félagið hefur verið starfrækt frá árinu 1955 á Íslandi og hefur frá upphafi fagnað Lúsíuhátíð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Svíþjóð, og reyndar einnig í Noregi, er dagur- inn fyrir marga upphafið að jóla- hátíðinni. Þar er fagnað í öllum leik- og grunnskólum og í tilefni dagsins er bakað sérstakt brauð sem er formað eins og geislar sólar í mesta skammdeginu. „Saffran-brauðið er órjúfanlegur hluti af Lúsíuhátíðinni. Meira að segja þeir sem aldrei baka sleppa ekki Lús- íubrauðinu,“ segir Anna Maria, en hátíðarhöldin hefjast gjarnan snemma morguns þegar Lúsía og þernur hennar færa brauð og kökur með ljúfum söng. Sjálf á Anna Maria góðar æsku minningar um Lúsíudaginn. Núna á hún sjálf tvær dætur, þær Karin Ingu og Önnu Björk, og er þegar búin að baka brauðið með þeim. Dagurinn er til heiðurs dýrlingnum Lúsíu sem þýðir ljós enda verndar- dýrlingur blindra og sjónskertra. Upphaflega var hún ítölsk en vegna tengsla við birtuna og nálægðar við vetrarsólstöður varð hún persónu- gervingur sólstöðuhátíða á Norður- löndunum. Um siðaskiptin reyndu mótmælendur að losa sig við dýrl- inga úr kaþólskum sið en ekki tókst að losna við Lúsíu. Á 18. öld fór að bera á þeirri Lúsíu sem þekkist í dag þegar elsta stúlka heimilisins var klædd sem Lúsía og bar fram kaffi og brauð til heimilisfólks. Snemma á 20. öldinni var síðan farið að halda skipu- lagðar Lúsíuhátíðir í Svíþjóð. Á Íslandi er siðurinn að fær- ast í aukana, þó mest meðal Svía, Norðmanna og Íslendinga sem hafa búið á Norðurlöndunum. Í ár fer hátíðin fram í Sel- tjarnarneskirkju hinn 13. desember. Íslenski Lúsíu- kórinn mun þá syngja við hátíðarhöldin ásamt norska tenórnum Knut Schöning, en kór- inn hefur verið við æfingar frá miðjum október undir stjórn Mariu Cederborg. Einnig heimsækir kórinn Orku- veituna, IKEA og sænska sendi- ráðið. „Allt okkar starf í Sænska félaginu er í sjálfboðavinnu en við erum svo heppin að fá styrktarað- ila fyrir hátíðina svo við heimsækj- um þá að sjálfsögðu.“ Tónleikarnir í Seltjarnarneskirkju hefjast klukk- an 19. Aðgöngueyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn og á eftir er boðið upp á kaffi og brauð á 500 kr. Allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar: www.svenska- foreningen.is rh@frettabladid.is Ljósahátíð á aðventunni Anna Maria Hedman, formaður Sænska félagsins á Íslandi, fagnar Lúsíuhátíð ásamt dætrum sínum, Karin Ingu og Önnu Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Uppskrift að lúsíubrauði 125 g smjör 5 dl af mjólk 2 teskeiðar (50 g) af geri ½ teskeið af salti 1 dl af sykri (má nota annað sætt) 1 g af saffran 2 egg 16 dl af hveiti (má nota spelt) rúsínur til að skreyta egg til að pensla Mjólkin er hituð í potti og smjörið látið bráðna í mjólkinni. Blandan á að vera um 37 gráðu heit. Gerið fer út í blönd- una ásamt saffraninu. Sætunni (má vera döðlur, ávaxtamauk, agave-síróp eða banani) er síðan bætt út í blönduna. Eggin eru þeytt sér og bætt út í og þar á eftir hveiti. Deigið er síðan hrært og jafnvel meira hveiti bætt við ef það er of blautt. Stráið hveiti á deigið og legg- ið yfir hreint viskastykki á meðan það lyftir sér í 30 mínútur og verður tvöfalt. Síðan er deigið hnoðað. Það á að vera ljóst, teygjanlegt og frekar laust í sér. Þá eru brauðin mótuð og sett á smurða ofnplötu. Síðan eiga brauðin að lyfta sér áfram í aðrar 30 mínútur. Þá eru þau pensluð með eggi og skreytt með rús- ínum. Brauðið má móta í alls konar form og snúninga. Stundum eru búnir til kransar og fléttur. Brauðið verður fljótt þurrt og því ágætt að frysta það og þíða í ofni þegar á að borða það heitt. Sólargeislabrauð með saffrani Prinsessukökur Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólum fyrir viðkiptavini okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.