Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2007, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 11.12.2007, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 2007 3 Lúsíuhátíðin á sér langa hefð í Svíþjóð. Á Íslandi er dagurinn nú haldinn hátíðlegur í fimm- tugasta og annað sinn og er það Sænska félagið á Íslandi sem stendur fyrir hátíðar- höldunum. „Allir krakkar í Svíþjóð bíða með eftirvæntingu eftir Lúsíudeginum og sérstaklega stelpurnar. Þá er kosið um hver verður Lúsía það árið og sú sem verður fyrir valinu gengur fremst í flokki í hvítum síðum kjól og með ljósakórónu á höfði. Eftir henni ganga svo aðrar stúlkur í hvítum kjólum með ljós, sem eiga að vera þernur Lúsíu,“ segir Anna Maria Hedmann, for- maður Sænska félagsins á Íslandi. Félagið hefur verið starfrækt frá árinu 1955 á Íslandi og hefur frá upphafi fagnað Lúsíuhátíð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Svíþjóð, og reyndar einnig í Noregi, er dagur- inn fyrir marga upphafið að jóla- hátíðinni. Þar er fagnað í öllum leik- og grunnskólum og í tilefni dagsins er bakað sérstakt brauð sem er formað eins og geislar sólar í mesta skammdeginu. „Saffran-brauðið er órjúfanlegur hluti af Lúsíuhátíðinni. Meira að segja þeir sem aldrei baka sleppa ekki Lús- íubrauðinu,“ segir Anna Maria, en hátíðarhöldin hefjast gjarnan snemma morguns þegar Lúsía og þernur hennar færa brauð og kökur með ljúfum söng. Sjálf á Anna Maria góðar æsku minningar um Lúsíudaginn. Núna á hún sjálf tvær dætur, þær Karin Ingu og Önnu Björk, og er þegar búin að baka brauðið með þeim. Dagurinn er til heiðurs dýrlingnum Lúsíu sem þýðir ljós enda verndar- dýrlingur blindra og sjónskertra. Upphaflega var hún ítölsk en vegna tengsla við birtuna og nálægðar við vetrarsólstöður varð hún persónu- gervingur sólstöðuhátíða á Norður- löndunum. Um siðaskiptin reyndu mótmælendur að losa sig við dýrl- inga úr kaþólskum sið en ekki tókst að losna við Lúsíu. Á 18. öld fór að bera á þeirri Lúsíu sem þekkist í dag þegar elsta stúlka heimilisins var klædd sem Lúsía og bar fram kaffi og brauð til heimilisfólks. Snemma á 20. öldinni var síðan farið að halda skipu- lagðar Lúsíuhátíðir í Svíþjóð. Á Íslandi er siðurinn að fær- ast í aukana, þó mest meðal Svía, Norðmanna og Íslendinga sem hafa búið á Norðurlöndunum. Í ár fer hátíðin fram í Sel- tjarnarneskirkju hinn 13. desember. Íslenski Lúsíu- kórinn mun þá syngja við hátíðarhöldin ásamt norska tenórnum Knut Schöning, en kór- inn hefur verið við æfingar frá miðjum október undir stjórn Mariu Cederborg. Einnig heimsækir kórinn Orku- veituna, IKEA og sænska sendi- ráðið. „Allt okkar starf í Sænska félaginu er í sjálfboðavinnu en við erum svo heppin að fá styrktarað- ila fyrir hátíðina svo við heimsækj- um þá að sjálfsögðu.“ Tónleikarnir í Seltjarnarneskirkju hefjast klukk- an 19. Aðgöngueyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn og á eftir er boðið upp á kaffi og brauð á 500 kr. Allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar: www.svenska- foreningen.is rh@frettabladid.is Ljósahátíð á aðventunni Anna Maria Hedman, formaður Sænska félagsins á Íslandi, fagnar Lúsíuhátíð ásamt dætrum sínum, Karin Ingu og Önnu Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Uppskrift að lúsíubrauði 125 g smjör 5 dl af mjólk 2 teskeiðar (50 g) af geri ½ teskeið af salti 1 dl af sykri (má nota annað sætt) 1 g af saffran 2 egg 16 dl af hveiti (má nota spelt) rúsínur til að skreyta egg til að pensla Mjólkin er hituð í potti og smjörið látið bráðna í mjólkinni. Blandan á að vera um 37 gráðu heit. Gerið fer út í blönd- una ásamt saffraninu. Sætunni (má vera döðlur, ávaxtamauk, agave-síróp eða banani) er síðan bætt út í blönduna. Eggin eru þeytt sér og bætt út í og þar á eftir hveiti. Deigið er síðan hrært og jafnvel meira hveiti bætt við ef það er of blautt. Stráið hveiti á deigið og legg- ið yfir hreint viskastykki á meðan það lyftir sér í 30 mínútur og verður tvöfalt. Síðan er deigið hnoðað. Það á að vera ljóst, teygjanlegt og frekar laust í sér. Þá eru brauðin mótuð og sett á smurða ofnplötu. Síðan eiga brauðin að lyfta sér áfram í aðrar 30 mínútur. Þá eru þau pensluð með eggi og skreytt með rús- ínum. Brauðið má móta í alls konar form og snúninga. Stundum eru búnir til kransar og fléttur. Brauðið verður fljótt þurrt og því ágætt að frysta það og þíða í ofni þegar á að borða það heitt. Sólargeislabrauð með saffrani Prinsessukökur Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólum fyrir viðkiptavini okkar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.