Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 18
18 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Nóbelsverðlaunin í ár voru að venju afhent bæði í Stokkhólmi og Ósló í gær við hátíðlega athöfn. Friðarverðlaunin voru afhent í Ósló og þau hlutu Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkj- anna, og milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar. Í Stokkhólmi voru afhent verðlaun í bókmennt- um, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði. Hvers vegna Nóbelsverðlaun? Alfred Nobel var sænskur verkfræðingur, vopnasali og uppfinningamaður, fæddur árið 1833 og hafði meðal annars unnið sér það til frægðar að finna upp dýnamítið, öflugt sprengiefni sem hefur verið notað jafnt í góðum sem slæmum tilgangi. Þegar hann komst á efri ár vildi hann ekki að sín yrði minnst eingöngu sem vopnafram- leiðanda og uppfinnanda sprengiefnis og ákvað því að stofna sjóð sem notaður yrði til að veita afreksmönnum á ýmsum sviðum verðlaun. Hve há eru verðlaunin? Alfreð Nóbel lést 10. desember árið 1896 og eru verðlaunin því afhent þann dag ár hvert. Þegar hann lést voru eignir hans metnar á um 31 þúsund sænskar krónur en í sjóðnum eru nú um 1.500 milljónir sænskra króna, eða tæplega 15 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaupphæðin nemur um 10 milljónum sænskra króna. Hverjir úthluta verðlaununum? Upphaflega voru verðlaunin fimm talsins. Samkvæmt erfðaskrá Nóbels kemur það í hlut Sænsku vísinda- akademíunnar að úthluta verðlaunum fyrir afrek á sviði eðlisfræði og efnafræði, Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi úthlutar verðlaunum í læknisfræði, sænska Akademían verðlaunum í bókmenntum en friðarverðlaunum úthlutar fimm manna nefnd sem norska þjóðþingið velur. Síðar var ákveðið að bæta við verðlaunum í hagfræði, sem afhent skyldu í minningu Alfreds Nóbels. Sænski seðlabankinn úthlutar þeim. FBL-GREINING: ALFRED NÓBEL Vildi bæta fyrir uppfinningu dýnamítsins 11,2 2002 2003 2004 2005 2006 Svona erum við fréttir og fróðleikur Fimmtán ára börnum fer aftur í lestri og stærðfræði, samkvæmt námskönnun PISA sem nýlega var kynnt, og telur mennta- málaráðherra niðurstöðuna vonbrigði. Nýbúabörnin á Íslandi koma mun verr út en íslensku börnin en þó svipað og nýbúabörn í öðr- um löndum. Hvort sem um innfædd eða innflutt börn er að ræða er ljóst að auka þarf áherslu á lesskilning. Íslenskum unglingum fer aftur í lestri og stærðfræði og vísbend- ingar eru um minnkandi færni í náttúrufræði ef marka má nýj- ustu PISA-könnunina. Samkvæmt henni eru íslensku börnin undir meðaltali OECD-ríkjanna. Finnar koma best út, eru langhæstir, og hinar Norðurlandaþjóðirnar koma líka betur út en Íslendingar að undanskildum Norðmönnum. Íslensku unglingunum hefur farið aftur milli kannana og þeim þjóðum hefur fjölgað sem standa sig betur en Íslendingar, sérstak- lega í lestri. Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofn- unar, sagði á blaðamannafundin- um þegar PISA-könnunin var kynnt, að Íslendingar þyrftu að hafa áhyggjur af þessari þróun. Hann sagði einnig að kröftug tengsl væru milli frammistöðu í samræmdu prófunum og PISA. Júlíus benti meðal annars á að viðhorf íslenskra nemenda til náttúrufræði og vísinda væru frekar jákvæð en ekki eins jákvæð og á hinum Norðurlönd- unum. Nemendur hér hefðu þó meiri trú á eigin getu í náttúru- fræði en nemendur í Danmörku og Svíþjóð og hefðu því betri sjálfsmynd á því sviði en Svíar og Danir. Íslensku nemendurnir hefðu þó mun minni áhyggjur af umhverfismálum en nemendur í OECD að meðaltali og af norræn- um nemendum væru þeir íslensku minnst meðvitaðir um umhverfis- mál. Kynjamunur minnkar Frammistaða eftir landshlutum hér innanlands hefur breyst miðað við fyrri PISA-kannanir. Nemendur á Vestfjörðum, Norð- urlandi vestra og Norðurlandi eystra sýna betri frammistöðu en nemendur í Reykjavík og nágrenni og á Austurlandi. Sér- staklega er þetta áberandi í lestri. Þá hefur kynjamunurinn minnkað í öllum greinum, mestur er hann þó á Austurlandi. Ungum nýbúum gengur ekki nógu vel í könnuninni. Af þeim tæplega áttatíu 15 ára unglingum sem voru skráðir á Íslandi árið 2006, samkvæmt tölum Hagstof- unnar, tóku rúmlega fimmtíu prófið. Frammistaða þeirra er mark- tækt slakari í öllum greinum en annarra nemenda. Munurinn á unglingum af innlendum og erlendum uppruna er svipaður og hjá öðrum þjóðum en þó er það ekki samanburðarhæft þar sem nýbúahópurinn hér er svo lítill. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, segir að niður- staðan varðandi nýbúana komi ekki á óvart. „Við þurfum að átta okkur á því að það tekur tíma fyrir hvern og einn að tileinka sér nýtt tungumál. Þetta snýst ekki bara um íslenskukennsluna sjálfa, þau þurfa stuðning í fleiri greinum. Það tekur langan tíma að ná skilningi og slíkum orða- forða að unglingurinn geti til- einkað sér námsefni,“ segir hann. Munur á viðhorfum Undir þetta tekur Nína Magnús- dóttir, deildarstjóri í nýbúadeild Austurbæjarskóla. Hún segir að íslenskan sé lykillinn. Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráð- gjafi í nýbúafræðslu, segir að minnst tvö ár taki að ná valdi á talmáli, enn lengri tíma taki að ná skólamáli. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, hefur kynnt sér finnskt skólakerfi. Hann segir að Íslendingar hafi miklu meiri breidd í skólakerfinu en Finn- arnir. Ekki sé vitað hvort nem- endur í sérdeildum séu með í finnska úrtakinu, finnskir kenn- arar viti það ekki einu sinni sjálfir. Munur sé á viðhorfum íslenskra og finnskra kennara. Íslenskir kennarar vilji koma til móts við öll börn en finnskir kennarar telji það ekkert aðalatriði. Þá séu Finnar með hefðbundnari kennslu- aðferðir. Nemendur þar séu ekki eins virkir og hér á landi. Börn hafa jákvæða sjálfs- mynd í náttúrufræði HAFSTEINN KARLSSON Skólastjóri Salaskóla. JÚLÍUS K. BJÖRNS- SON Forstöðu- maður Námsmats- stofnunar. BÖRN Í SKÓLA Fimmtán ára unglingum hefur farið aftur í lestri. Þetta kemur fram í námskönnun sem nýlega var kynnt. Niðurstöðurnar leiða væntanlega til þess að spyrnt verði við fótum þannig að kannski munu þessi börn, sem hér taka við skóla- máltíðinni sinni, standa sig betur í lesskilningi ef þau eiga einhvern tíma eftir að taka PISA-próf. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. FÆÐINGARLAND 15 ÁRA NÝBÚABARNA 2006 Pólland 14 Danmörk 10 Bandaríkin 5 Lettland 5 Filippseyjar 5 Litháen 4 Taíland 5 Víetnam 3 Önnur lönd 27 Samtals 78 Til að geta tekið þátt í PISA-könnun- inni þurfti nýbúabarn að hafa búið minnst eitt ár í viðkomandi landi. Heimild: Hagstofa Íslands FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is 12,4 12,3 14,5 18,9 Staðan í kjaraviðræðum verkalýðshreyfingarinnar við Samtök atvinnu- lífsins, SA, hefur mikið verið til umræðu upp á síðkastið. Alþýðusam- band Íslands kynnti í gær sameiginlegar kröfur gagnvart SA. Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka samningum fyrir áramót en nú ríkir meiri óvissa um það. Hvernig metur þú stöð- una í samningaviðræð- unum? Ég met hana sæmilega. Ég er samt ekkert allt of bjartsýnn. Hvers vegna ekki? Einfaldlega vegna þess að ég tel að tónninn hafi verið þannig í atvinnurekendum síð- ustu daga. Hvernig er sá tónn? Tónninn byggist á því að þeir tala um að það verði lítið til skiptanna ef þannig má að orði kom- ast. En ég fagna því að það á að taka hraustlega á lægstu laununum. Hvað er auðveldast að ná samkomulagi um? Það liggur fyrir að það er nokkuð ríkjandi þjóð- arsátt um að lagfæra lægstu launin en það er hvellskýr krafa að lágmarkslaunin verði 165 þúsund í samningslok árið 2009. Það er nokkuð breið samstaða um að frá þeirri kröfu verði ekki hvikað. SPURT & SVARAÐ KJARAVIÐRÆÐURNAR Hvellskýr krafa um 165 þúsund VILHJÁLMUR BIRGISSON Formaður Verkalýðsfé- lags Akraness STYRKURINN Í FJÖLBREYTNI Ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytisins, haldin í Þjóðminjasafninu fi mmtudaginn 13. desember 2007 14.00–14.10 Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. 14.10–14.55 Kynningar á verkefnum Árs jafnra tækifæra. Jafnréttisstofa kynnir verkefnin sín. Rannsóknin Innflytjendur: viðurkenning og virðing í íslensku samhengi kynnt. Ljósmyndasamkeppni í tilefni Evrópuársins kynnt. Kynning á rannsókn á vegum Styrktarfélags vangefinna. Samtökin ‘78 kynna upplýsingabækling um réttarstöðu samkynhneigðra. hérlendis á ýmsum tungumálum. 14.55–15.25 Sýning á stuttmyndinni Bræðrabyltu. 15.25–15.45 Hlé. 15.45–16.40 Kynningar á verkefnum Árs jafnra tækifæra. Ísland Panorama kynnir verkefnið Inn við beinið erum við öll eins. Kynning á útgáfu trúardagatals. Mannréttindaskrifstofa Íslands fjallar um verkefnin sem hafa verið á könnu hennar og Háskólans í Reykjavík. Femínistafélagið kynnir ráðstefnuna Kynlaus og litblind, samræða við margbreytileikann. Barnaheill kynnir verkefnið Gegn mismunun á öllum skólastigum. Kvennaathvarfið kynnir verkefni. 16.40–17.00 Hjólastólasveitin fl ytur leikatriði. 17.00 Léttar veitingar. Fundarstjóri er Paola Cardenas, verkefnastjóri málefna innfl ytjenda hjá Rauða krossi Íslands. Evrópuár jafnra tækifæra 13. desember 2007 Kl. 14.00-18.00 Félagsmálaráðuneyti > Kreditkortavelta í desember (í milljörðum króna)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.