Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 42
34 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR Í kvöld kl. 20 sýnir Kvikmynda- safn Íslands myndina Kóngur í New York (A King in New York) eftir Charlie Chaplin. Þetta er fyrsta mynd Chaplins eftir að hann fór í útlegð frá Bandaríkjun- um og sú síðasta þar sem hann leikur sjálfur aðalhlutverkið. Shahdov konungur kemur til New York sem allslaus maður eftir að uppreisn brýst út í ríki hans. Hann kynnist fljótlega tveimur persónum, Ann Kay, sem er falleg ung kona sem dregur hann á tálar og platar hann til að koma fram í sjónvarpsauglýsing- um hjá sér, og Rupert sem er afburða snjall drengur en foreldr- ar hans hafa verið dregnir fyrir óamerísku nefndina og fangelsuð, grunuð um að vera kommúnistar. Sem afleiðing af kunningsskap þeirra er Shahdov sjálfur grunað- ur um kommúnisma og verður að koma fyrir eina af yfirheyrslu- nefndum McCarthys en Chaplin flúði Bandaríkin ásamt fjölskyldu sinni vegna áhuga nefndarinnar á að kalla hann fyrir vegna samúðar hans með málstað vinstrisinna. Myndin var frumsýnd á Íslandi í Bæjarbíói skömmu eftir að hún hafði verið frumsýnd erlendis. Það var að frumkvæði Helga Jóns- sonar bíóstjóra en hann sagði svo frá að hann hefði gert sér betur grein fyrir því en bíóstjórarnir í Reykjavík hversu mikill viðburð- ur það var að ný mynd eftir Charl- es Chaplin skyldi vera komin fram á sjónarsviðið. Hann skaut þeim því ref fyrir rass og tryggði sér sýningarrétt af myndinni. Leikarar: Charlie Chaplin, Max- ine Audley, Jerry Desmonde, Oli- ver Johnston. Sonur Chaplins, Michael, hefur hlutverk í mynd- inni sem Rupert. Myndin er með íslenskum texta og verður sýnd öðru sinni í Bæjarbíói næstkom- andi laugardag kl. 16. - pbb Kóngur í New York KVIKMYNDIR Chaplin í sínu kunnasta hlutverki sem flækingurinn, en í síðustu kvikmyndum sínum yfirgaf hann gervi flækingsins og er Kóngur í New York ein þeirra. Kristín Marja Baldursdóttir sendir frá sér heilmikinn doðrant sem vafalítið á eftir að njóta vin- sælda undir sænginni með smákökuboxið á náttborðinu, auk nokkurra klúta. Óreiða á striga er sjálfstætt framhald bókarinnar um hana Karítas án titils. Í fyrri bókinni er sagt frá því að Karítas kemst í myndlistarnám kornung til útlanda, en eins og oft vill verða eru það barneignir og skilnings- laus eiginmaður, sem reyndar var aldrei heima, sem gerði draum hennar um að forframast og helga sig alfarið myndlistinni fremur að martröð. Lífshlaup af því tagi þekkjum við gegnum sögur af mörgum for- mæðrum en hér er þróunin önnur. Karítas lætur ekkert aftra sér þótt biðin eftir því að komast til Parísar- borgar hafi verið löng. Hún var komin fram á miðjan aldur, dreng- irnir uppkomnir og maðurinn ein- hvers staðar úti í heimi að græða peninga á því að kaupa og selja skip. Sjálf réði hún sig til teikni- kennslu í þorpi við hafið langt frá öllu því fólki sem hún áður hafði þekkt. Þar hugðist hún mála og leggja drög að utandvöl sinni. Við kynnumst henni aftur í þessari bók þar sem hún lifir á Eyrar- bakka og á þar nokkrar vinkonur. Fyrsti hluti bókarinnar er hálf langdreginn, það hefði mátt taka fyrstu 60 síðurnar og kuta þær niður í 20. Það hefði gert áhlaup atburðarásarinnar miklu skemmti- legra. Kristín Marja kann að segja sögu og það er greinilegt að þeir sem kynnast þessum persónum geta endalaust velt því fyrir sér hvað kom í raun og veru fyrir og hvernig hefði þetta getað orðið ef og svo framvegis. Á köflum er trúverðugleikinn einhvern veginn víðs fjarri. En um leið er rómantíkin og vonin og óskin um að svona listakonulífi hafi einhver getað lifað til staðar, þannig að fátt fær mann til þess að loka bókinni, nema bara það að hún er helst til of löng. 565 síðna skáldsaga er í lengra lagi, einkum ef hugsað er til þess að þéttari og knappari hefði hún verið betri. Kristín Marja kann vel tökin á því að ríghalda í sína lesendur og það kæmi nú ekki á óvart þótt einhver sé farinn að láta sig dreyma um að gera kvikmynd um lífshlaup Kar- ítasar sem nær því að verða aldar- gömul þá er hún hverfur út úr þessu lífi á æskuslóðunum á Ísa- firði. Um hvað fjallar þessi bók? Hún fjallar kannski um spurninguna um það, hvað það er sem hindrar, og aftrar okkur í því að láta drauma okkar rætast. Eins fjallar hún á mjög mildum nótum um ein- beitinguna, láta ekki hrærigraut svokallaðara kvennaskyldustarfa trufla einbeitinguna. Karítas fær nú svo sem sinn skammt af for- mæðraoki, það er nú ekki það, en henni tekst að halda sínu striki engu síður og alltaf með aðstoð góðra kvenna, hvort heldur er í New York eða París. Bestu kaflar bókarinnar gerast á Laugaveginum í sambýli nokk- urra kvenna, eftir að Karítas er búin að lifa bæði í New York og Parísarborg. Þessar lýsingar eru Kristínu Mörju einhvern veginn svo eðlilegar og má segja að þegar hin léttgeggjaða systir Karítasar, Bjarghildur, hlussast niður stig- ann eftir að vera búin að ganga berserksgang á efri hæðinni sé það svolítið líkt ýmsum mynd- skeiðum úr Mávahlátri. Samband þessara tveggja systra er flókið: Bjarghildur er með minni- máttarkennd gagnvart hinni grönnu og glæsilegu lista- konu en jafn- framt getur hún nuddað henni upp úr því að hafa brugðist börn- um sínum. Bjarghildur elur upp dóttur Karítasar og svo dótturdóttur hennar líka en á heimilinu var einnig drykkfelldur sonur hennar sem gerði allt það sem má ekki gera við ungar stúlk- ur. Örlög þessarar litlu dótturdótt- ur Karítas ar fléttast inn í líf henn- ar og annarra kvenna í húsi hennar við Laugaveg og endar það hörmu- lega. Sonardóttir Karítasar stend- ur henni næst og hjá henni dvelur hún síðustu ár ævinnar, langrar ævi. Bókin er eins konar aldarspegill íslenskra kvenna. Þó svo að aðal- persónan sé listmálari á alheims- mælikvarða þá þarf hún engu síður að taka þátt í því formæðraoki sem einkenndi og kannski einkennir enn smákökubakandi konur þessa lands. Það er svo mikið af smá- atriðum sem flækjast fyrir aðal- atriðunum eins og fram kemur glögglega í andstæðunum sem þær systur eru. Samband þessara tveggja systra við fyrrverandi mágkonuna, hina þýsku Hermu, og ferðalag þeirra þriggja til Rómar er í senn sirkus og martröð. Þær eru eins og þrír pólar sem allir eru til í hverri einustu fjöl- skyldu. Ástarsagan sem liðast í gegnum bókina er í raun og veru bæði sorg- leg og falleg. Karítas elskaði Sig- mar og Sigmar elskaði Karítas: þau kunnu bara ekki að vera saman með þann metnað sem var drif- fjöður lífs þeirra. Hann vildi verða meiri og betri en faðir hans, verða karlmaður fyrir sinn hatt og segir henni það þegar hann kemur undir lokin til hennar, annaðhvort með- vitað eða ómeðvitað, til þess að deyja. Þau hittast með nokkurra ára millibili hingað og þangað í Evrópu, þau eru bæði heimsborg- arar en samt svo ógurlega íslensk. Þetta er í raun og veru eins og ættar- eða fjölskyldusaga allra Íslendinga á öldinni sem leið. Hún er skrifuð með konur í aðalhlut- verki í þeim aukahlutverkum sem þær voru í meðan karlmenn bókar- innar töluðu annað mál og leituðu að hamingjunni með öðrum for- merkjum. Ætli þessar áherslur séu svo voðalega breyttar? Í stað þess að kaupa og selja skip eins og Sig- mar eyddi ævinni í er það annað brask sem drífur karlpeninginn áfram til þess að sanna sjálfan sig og sýnast hver fyrir öðrum. Óreiða á striga er heillandi skáldsaga um sorg og gleði í hundrað ára lífi alþýðustúlku og þótt hún sé sorgleg, er hún á köfl- um mjög fyndin. Elísabet Brekkan Fyndin og sorgleg saga konu BÓKMENNTIR Kristín Marja Baldursdóttir fer víða í áframhaldi sögu sinnar um Kar- ítas sem nú er komin út og heitir Óreiða á striga. BÓKMENNTIR Óreiða á striga Kristín Marja Baldursdóttir ★★★ Heillandi og fyndin saga - en helst til löng. Frönku listamennirnir Nathalie Talec, NoName*NoFame og Oléna ásamt íslensku hljóm- sveitunum Stereo Hypnosis, Product 8 og Gjöll koma fram á listrænu kvöldi á Organ á fimmtudaginn. Talec er einn þekktasti vídeó- gjörningalistamaður Parísar og er þekkt fyrir uppákomur sínar sem tengja manninn við ótroðn- ar norðlægar slóðir. NoName*NoFame er þekktur plötusnúður í París og heldur ávallt uppi mikilli stemningu hvar sem hann spilar. Oléna er vídeó-hljóðlistamaður sem flutti til Íslands fyrir þremur árum og hefur unnið að list sinni síðan. Húsið opnar klukkan 20.30 og byrjar fjörið klukkutíma síðar. Aðgangseyrir er 500 krónur. Íslenskt og franskt kvöld STEREO HYPNOSIS Stereo Hypnosis kemur fram á listrænu kvöldi á Organ. Á sunnudaginn kemur verður Aðventa Gunnars Gunnarssonar lesin í heild sinni á skrifstofu skáldsins á Skriðuklaustri. Árið 2005 var tekinn upp sá siður að lesa söguna í heild sinni og er það fastur hópur sem sækir þessa kyrrðar- stund fjarri ys og þys jóla- undirbúningsins. Vala Þórsdóttir leikkona, dóttir fyrrverandi bústjóra á Skriðu- klaustri, las söguna árið 2005. Í fyrra var það Birgitta Birgisdóttir, leikkona og barnabarnabarn skáldsins, sem las Aðventu. Og að þessu sinni er það ekki ómerkari maður en rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn sem les. Lesturinn fer fram við kertaljós og arineld á skrifstofu skáldsins á Skriðuklaustri og hefst lesturinn kl. 13.30 og tekur um það bil þrjár klukkustundir með hléum. Kaffi og jólasmákökur eru í boði Klausturkaffis og aðgangur ókeypis. Aðventa á Skriðuklaustri ÞÓRARINN ELDJÁRN 7. og 8. des uppselt 30. des SENDU SMS JA ACF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. JÓLAMYNDIN Í ÁR! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. F R U M S Ý N D 1 4 . D E S E M B E R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.