Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 48
40 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, heldur utan í dag til Þýskalands þar sem hún mun dvelja við æfingar hjá Hamburger SV í tvo daga. „Ég hlakka mjög mikið til að fara út til Þýskalands og æfa hjá þessu sterka liði. Ég fer á æfingu strax um leið og ég kem út og síðan verða tvær æfingar á miðvikudaginn. Það verður mjög spennandi og skemmtilegt að fá að kynnast aðstæðum í Þýskalandi frá fyrstu hendi þar sem ég er búin að heyra margt, bæði gott og slæmt, um þýsku deildina,“ sagði Hólmfríður, sem heldur svo til LDB Malmö í Svíþjóð um næstu helgi þar sem hún dvelur við æfingar í nokkra daga. „Ég var að tala við Ásthildi Helgadóttur, sem lék með LDB Malmö, um að ég hefði áhuga á að finna mér lið erlendis og hún talaði í framhaldi af því við þjálfara liðsins og hann vildi alveg ólmur fá mig út til æfinga. LDB Malmö er náttúrlega mjög sterkt lið og sænska deildin er yfirhöfuð mjög sterk, þannig að það er ljóst að ég verð að sýna allar mínar bestu hliðar þarna úti og ég hlakka til að fá tækifæri til þess,“ sagði Hólmfríður, sem átti frábært tímabil með KR síðastliðið sumar og skoraði meðal annars nítján mörk í sextán leikjum. Hólmfríður var svo valin besti leikmaður Landsbankadeildar á lokahófi Knattspyrnusambands Íslands í haust og það hefur án nokkurs vafa opnað henni nokkrar dyr. „Ég ætla mér að komast út í atvinnumennsku. Ég var í þrjá mánuði hjá danska liðinu Fortuna Hjörring í fyrra og mér finnst bara vera kominn tími til að láta reyna á þetta aftur og taka þar með næsta skrefið í boltanum eftir að hafa verið að spila nokkuð lengi á Íslandi. Hvernig sem fer, þá verð ég alveg örugglega reynslunni ríkari með því að fara út til reynslu hjá öflugum liðum og það er ekkert nema jákvætt um það að segja. Ef mér líst ekki nógu vel á aðstæður hjá Hamburger SV og LDB Malmö, eða þá að ég kemst ekki að hjá þessum liðum, þá bíða mín fleiri tækifæri í Svíþjóð sem ég veit af og væri tilbúin að skoða ef til þess kæmi.“ HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, KR: FER TIL REYNSLU HJÁ STERKUM LIÐUM Í ÞÝSKALANDI OG SVÍÞJÓÐ Ég ætla mér að komast út í atvinnumennsku HANDBOLTI Hasarinn í kringum toppleik Fram og Stjörnunnar í N1-deild kvenna er hvergi nærri búinn. Fram vann leikinn með einu marki, 21-20, og í kjölfar leiksins hafa fallið þung orð. Stjarnan hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu og hefur nú kært umgjörð leiksins til HSÍ. Stjörnumenn vilja að leikurinn verði spilaður upp á nýtt. „Við erum að kæra framkvæmd- ina frá upphafi til enda. Má þar nefna dæmi eins og að það hafi ekki verið eftirlitsmaður á leikn- um og við bendum á í rökstuðningi að hefði hann verið til staðar hefðu mörg atvik farið á annan veg en raun bar vitni. Svo talar formaður dómara- nefndar um að þetta dómarapar hafi staðið sig svo vel að þeir hafi verið verðlaunaðir með því að fá þennan leik. Ég kæri mig einfald- lega ekkert um að liðið mitt sé ein- hver verðlaun til þessara manna,“ sagði Bragi Bragason, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Að setja þessa dómara á leik- inn án eftirlits er rakinn dóna- skapur við íþróttina og þá leik- menn sem tóku þátt. Það sem ætti að gerast er að bæði dómaranefnd- in og HSÍ ætti að biðja mína leik- menn afsökunar á því sem þarna fór fram. Þessi leikur fór úr bönd- unum frá upphafi og það gengur ekki.“ Bragi er mjög ósáttur við að HSÍ ætli að kæra ummæli þjálf- ara og færa þar með umræðuna frá því sem máli skipti. „Það er ástæðan fyrir tilurð þessara orða sem er umgjörðin og frammistaða dómar anna. Það hvað gekk þarna á er grafalvarlegt mál og í raun það sem skaðar ímynd íþróttar- innar. Það er óþolandi að leggja mikinn metnað í starfið og svo er leiknum sýnd slík vanvirðing sem raun ber vitni. Það er ekki til þess að hvetja mann áfram í starfi,“ sagði Bragi. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, staðfesti að hafa fengið kæruna inn á borð til sín en hann skýtur henni inn á borð dómstóls HSÍ, sem væntan- lega tekur málið fyrir síðar í vik- unni. Bragi segir kröfu Stjörnu- manna skýlausa. „Við viljum að úrslitin verði gerð ómerk og að leikurinn verði spilaður upp á nýtt á hlutlausum stað,“ sagði Bragi en hefur hann trú á því að kæran muni bera árangur? „Það er afskaplega ólík- legt en við vonumst til þess að hægt sé að gera þetta af sanngirni og handboltinn njóti vafans,“ sagði Bragi að lokum. henry@frettabladid.is Viljum spila leikinn aftur Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur kært umgjörð leiks kvennaliða Fram og Stjörnunnar. Stjarnan vill að úrslit leiksins verði þurrkuð út og leikurinn spilaður upp á nýtt. Málið fer fyrir dómstól HSÍ sem dæmir líklega fyrir helgi. BARÁTTA Leikmenn gáfu ekkert eftir í hinum umdeilda leik Fram og Stjörnunnar. Hér er það Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir sem fær hraustlegar móttökur hjá Fram-vörninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FORMÚLAN Fernando Alonso, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, hefur ákveðið að snúa aftur á fornar slóðir og keppa fyrir Renault á næsta keppnis- tímabili. „Ég er í skýjunum með að koma aftur til Renault. Ég ólst upp sem ökumaður hjá liðinu og núna er tími til þess að við skrifum saman nýjan kafla á ferli mínum,“ sagði Alonso, sem skrifaði undir eins árs samning við liðið. Alonso vann stigakeppni ökuþóra tvívegis með Renault-liðinu, árin 2005 og 2006, og er sannfærður um að ná góðum árangri árið 2008. - óþ Fernando Alonso, Renault: Stefnan sett á toppinn á ný ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Veltisagir MAKITA LF1000. Öflug og lipur veltisög. Frábært verð. Sendu sms BTC BMF Á númerið 1900og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 6. desember! FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur vináttu- landsleik við Slóvakíu hinn 26. mars á næsta ári og mun leikur- inn fara fram ytra eins og fram kemur á heimasíðu Knattspyrnu- sambands Íslands. Leikurinn gegn Slóvakíu er annar vináttulandsleikurinn sem hefur verið staðfestur í mars, en íslenska liðið mætir því færeyska í Egilshöll 16. mars, auk þess sem íslenska landsliðið leikur á alþjóð- legu æfingarmóti á Möltu dagana 2.-6. febrúar. Ólafur Jóhannes- son, þjálfari karlalandsliðsins, var að vonum sáttur þegar Frétta- blaðið heyrði í honum í gær. „Við höfum sett okkur það markmið að fá æfingarleiki á eins mörgum alþjóðlegum lands- leikjadögum og við mögulega getum og erum að vinna hörðum höndum að því. Þessi leikur gegn Slóvakíu er bara eitt af þeim skrefum sem við erum að taka í því og þetta er bara gott mál. Við hittum forráðamenn knatt- spyrnusambands Sló- vakíu í Suður-Afr- íku á dögunum þegar dráttur- inn í riðla undan- keppni Heims- meistaramótsins fór fram og í framhaldi náðum við samkomulagi við þá. Við erum svo að skoða möguleikann á að fá æfingarleik næsta sumar áður en Evrópumótið byrj- ar og þá jafnvel á móti ein- hverri þjóð sem verður að spila þar, en það verður bara að koma í ljós síðar,“ sagði Ólafur, sem kvaðst þegar vera kominn á fullt að undir- búa sig fyrir æfingarmótið á Möltu í byrjun febrúar. „Ég hef verið að fylgjast með liðunum hérna heima og er að gera mér hugmynd- ir um hverju ég vil ná fram á þessu móti. Það er alla vega nóg að gera og í mörg horn að líta, en þetta er bara skemmti- leg vinna sem ég kann mjög vel við.“ - óþ KSÍ tilkynnti í gær að íslenska karlalandsliðið mætir Slóvakíu hinn 26. mars: Markmiðið að fá fleiri leiki > Mourinho tekur ekki við Englandi Knattspyrnustjórinn José Mourinho tilkynnti í gær að hann myndi ekki taka við enska landsliðinu en enska knattspyrnusambandið hafði rætt við umboðsmann hans. Í yfirlýsingu frá Mourinho kemur fram að hann hafi ákveðið eftir langa umhugsun að taka ekki starfið að sér. Talið er að enska knattspyrnusambandið muni næst beina sjónum sínum að Ítölun- um Fabio Capello og Marcello Lippi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.