Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 22
22 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Kjarabætur öryrkja Hinn 1. apríl nk. munu tekjutengingar við maka heyra sögunni til. Að þessu hefur verið unnið lengi á vettvangi ÖBÍ og nú síð- ast innan ráðgjafarhóps um breytingar á almannatryggingum þar sem við eigum sæti. Ég hefði reyndar talið það eðlilegt að breytingin tæki gildi strax um áramót en um breytinguna sjálfa var algjör samstaða í ráð- gjafarhópnum. Það er líka fagnaðarefni að ríkisstjórnin hyggst grípa til sérstakra aðgerða gegn of- og van greiðslum Tryggingastofnunar ríkisins og í því skyni verður komið á sérstöku frítekjumarki á fjármagnstekjur. Aldraðir gerðu samkomulag við stjórnvöld um 25 þúsund króna réttindi í lífeyrissjóðum fyrir þá sem ekki eiga þann rétt fyrir og 100.000 króna frítekju- mark á atvinnutekjur. Ígildi þessara aðgerða fyrir aldraða er metið til tveggja milljarða króna fram- lags til öryrkja á ársgrundvelli. Nú er mjög þýðingarmikið að mótaðar verði framsýnar tillögur um hvernig þessum tveimur milljörðum króna verði varið í þágu fatlaðra og sjúkra. Í því sambandi þarf að huga að tvennu. Annars vegar hvernig fjármagnið skilar sér best til þeirra sem verst standa og hins vegar að aðgerðin styðji við nauðsynlegar breytingar á almannatryggingakerfinu. Í janúar 2009 er stefnt að því að nýtt fyrirkomulag almannatrygginga taki gildi sem leggi áherslu á jafnan rétt fólks til þátttöku og að hinar illræmdu tekjutengingar og skerðing- ar heyri sögunni til. Það er grundvallar- atriði að nýtt fyrirkomulag verði fyrir alla, án aðgreiningar og mismununar og lúti lýðræðislegri stjórn og ábyrgð. Lykilaðilar í nýju kerfi auk ríkis og sveitarfélaga eru aðilar vinnumarkaðarins og lífeyris- sjóðirnir. Ný sátt verður að takast um hlutverk þeirra og skyldur. Skerðingar og niðurfellingar níu lífeyrissjóða á lífeyri öryrkja misbjóða gróflega réttlætiskennd þjóðarinnar. Hugmyndafræði eins samfélags fyrir alla er hugmyndin um víðtæka ábyrgð og skyldur gagnvart öllum í samfélaginu. Á bak við hvern einstakling sem lífeyrissjóðirnir eru nú að skerða er persónuleg saga, erfiðleikar og slys. Því heiti ég nú á lífeyrissjóðina að hverfa frá þessum aðgerðum tafarlaust. Öryrkjabandalagið hefur skorað á ríkisstjórnina að skerast í leikinn og bregðast strax við. Tíminn er naumur og nú þarf að vinna hratt. Höfundur er formaður ÖBÍ. Að duga eða drepast SIGURSTEINN MÁSSON Kjartan fertugur Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hélt upp á fertugsafmæli sitt á laugardag með pompi og prakt en veislustjórn var í öruggum höndum Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Gestir sem eiga fálka- nælu í fórum sínum voru í miklum meirihluta í veislunni en þó mátti sjá glitta í fólk af öðru pólitísku litrófi. Athygli vakti að af oddvitunum fimm í borgarstjórn heiðruðu aðeins tveir afmælisbarnið með nærveru sinni, þeir Vil- hjálmur Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon. Hinir þrír voru tepptir erlendis; Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var í Stokkhólmi, Svandís Svavars- dóttir í Kaupmannahöfn og Björn Ingi Hrafnsson var í Boston. Þeirra var sjálfsagt sárt saknað. Partí á Seltjarnarnesi Þótt Kjartan sé kjörinn fulltrúi Reyk- víkinga ákvað hann hins vegar að leigja veislusal í öðru bæjarfélagi, á Seltjarnarnesi nánar tiltekið. Kannski vildi hann vera viss um að andi nýja meirihlutans svifi ekki yfir vötnum og spillti gillinu. Líklega hugnast Kjartani meirihlutinn á Seltjarnar- nesi betur en sá í Reykjavík. Konur sem þekkjast Meira af gleðskap. Sam- koma undir yfirskriftinni „Konur sem þekkjast ekki en ættu að þekkj- ast“ fór fram í Norður- mýrinni um helgina. Samkomurnar eru haldnar reglulega í þeim tilgangi að rækta tengslanet valinkunnra kvenna. Fyrirkomulagið er þannig að þrjár konur bjóða tíu vinkonum sínum svo úr verður þrjátíu manna selsskapur. Í samsætinu á laugardag mátti finna konur á borð við Oddnýju Sturludóttur borgarfull- trúa, Marsibil Sæmunds- dóttur varaborgar- fulltrúa, Ernu Kaaber veitingakonu, Þórlaugu Ágústsdóttir, forstöðu- mann vefmiðlunar 365, og Sigríði Klingenberg spákonu, svo nokkrar séu nefndar. bergsteinn@frettabladid.is Fyrir nokkru var tekin upp nýbreytni í neðanjarðarlestum Parísar: menn gátu nú fengið stafrænt kort í stað miðanna, það gilti eins og venjulegir miðar í viku eða mánuð en einnig allt upp í ár, og þurftu menn ekki annað en bera það upp að einhvers konar „auga“ sem las kortið, þá opnaðist hliðið um leið. Ekki var hægt að sjá að þetta nýja kort, sem nefndist því virðulega nafni „navigo“, hefði mikið gagn umfram miðana (sem eru stöðugt við lýði, a.m.k. enn sem komið er) nema kannske tímalengdina, og svo það að mönnum sem týna korti er lofað að þeir skuli fá nýtt innan skamms: en hvað um það, gífurleg auglýs- ingaherferð var sett í gang til að telja menn á að hætta við miðana og fá sér þessi kort. Til að árétta það voru sett upp sérstök hlið, sem einungis þessi kort geta opnað. Óvinsæl kortlagning En þessum nýju kortum fylgdi einnig nokkuð annað, sem var þó ekki tekið fram í auglýsingunum. Í hvert skipti sem korthafi fer í neðanjarðarlest og opnar hlið með þessu spjaldi sínu er það letrað í einhverri miðlægri tölvu sem skrá- ir númerið á kortinu, svo og staðinn og stundina þegar það er notað. Á þennan hátt er sem sé hægt að fylgjast með öllum ferðum korthafans í neðanjarðar- lestum fram og aftur um Parísar- borg og úthverfin líka. Þetta spurðist út, og fannst ýmsum þetta miður. Frakkar hafa nefnilega nokkuð slæma reynslu af því að alls kyns persónulegar upplýsingar um þá berist til aðila sem síst skyldi og séu notaðar á ófyrirsjáanlegan hátt, þeim mjög í óhag. Þannig er sagt að trygginga- félög séu nösk á að veiða upp upplýsingar um ýmislegt, sem skiptir kannske ekki neinu máli í sjálfu sér og viðtakandi er löngu búinn að gleyma, en hægt er með réttri túlkun að nota til að neita mönnum um réttindi eða taka þau af þeim. Og til eru þeir Fransmenn sem hafa sitthvað að fela fyrir öðrum en tryggingafélögum, án þess að það varði beinlínis við lög; að því ógleymdu að í augum lögreglumanna getur verið grunsamlegt að hafa verið á einhverjum ákveðnum stað á einhverjum ákveðnum tíma, nema hægt sé að gefa tafarlaust á því pottþétta skýringu, kannske mörgum mánuðum síðar. Því gast mönnum ekki meira en svo að þessar tækninýlundu. En ef trúa má útvarpsfréttum ætlar stjórn neðanjarðarlesta Parísarborgar að bæta úr þessu, og er það vitanlega í samræmi við lögmál viðskiptalífsins. Menn eiga sem sé völ á nýrri þjónustu sem er fólgin í því að ferðirnar verði ekki skráðar í tölvuna, en hún kostar að sjálfsögðu sitt, þótt upphæðin sé ekki há: einar fimm evrur. Þetta eru miklar framfarir og mjög til hagsbóta, en aðferðin er að vísu gamalgróin. Barnakennarinn Tópaz Í leikritinu „Tópaz“, sem einu sinni var sýnt í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík, segir m.a. frá því hvaða leið bæjarfulltrúi í einhverjum smábæ fann til að drýgja tekjurnar. Hann holaði einu af þessum sérstöku karlaklósettum sem einkenndu franskar borgir til skamms tíma og íslenskir stúdent- ar nefndu „migildi“, niður á stétt fyrir framan kaffihús. Þar var nú eigandi kaffihússins vanur að setja út sín borð fyrir viðskiptavinina á góðviðrisdögum, en eftir því sem hitinn jókst þá jókst og fnykurinn af þessu blikkafdrepi; því gufuðu viðskiptavinirnir fljótlega upp. Eigandinn var meira en fús til að borga þá tíu þúsund franka sem bæjarfulltrúinn setti upp til að láta fjarlægja gripinn. Strax að þeirri upphæð fram greiddri, lét bæjarfulltrúinn flytja migildið – þvert yfir götuna á stétt fyrir framan annað kaffihús. Honum reiknaðist svo til að þennan leik gæti hann leikið fimm eða sex sinnum á sama árinu, með því að flytja migildið af einni kaffistétt á aðra, og hafa þetta vafalaust verið stórupphæðir árið 1928, þegar leik- ritið var frumsýnt. En aðalpersóna leikritsins, barnakennarinn Tópaz sem svindlarar hyggjast notfæra sér vegna þess að hann sé svo saklaus en endar á því að verða enn útsmognari en þeir og leika á þá, hann lætur sér fátt um finnast. Svona smásvindl kallar hann „skáldskap“, í mikilli fyrirlitningu; hann stefnir hærra. Tópaz gat vafalaust ekki ímyndað sér alla þá möguleika sem rökheimur bæjarfulltrúans bjó yfir. Eitt migildi var lítill og óálitlegur blikkhólkur, og kaffihús með eiganda og fáeinum viðskipta- vinum kotungslegur heimur. Það er mun umfangsmeiri aðferð að láta aragrúa manna borga fyrir að ekki sé um þá njósnað, og hægt að útfæra það á marga vegu. En einn galli er þó á þessari nýju þjónustu við stafrænu kortin: ef einhver borgar fyrir að ferðir hans verði ekki skráðar í tölvuna, er eins víst að lögreglan líti svo á að hann hljóti að hafa eitthvað að fela, hann verði því jafnan grunsamlegur. Þarna er enn eitt atriði sem kallar á nýjungar í viðskiptalífinu. Migildi og stafræn kort EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Rafrænt eftirlit G O T T F O L K F réttir undanfarinna vikna hljóta að vera þungbærar fyrir útlendinga á Íslandi. Það einfaldar örugglega ekki tilveru fjölmargra Pólverja og Litháa hér á landi þegar fréttir eru sagðar af því að landar þeirra hafi verið handteknir grunaðir um alvarlega glæpi. Í haust hafa einmitt verið fluttar margar fréttir af meintum brotum manna frá þessum tveimur löndum. Þetta er óvenjulegt því að við Íslendingar höfum hingað til fyrst og fremst þurft að eiga við heimaframleidda nauðgara, þjófa og aðra glæpamenn. Við höfum hins vegar alltaf vitað af því að glæpir eru líka framdir í öðrum löndum. Það er því í raun ekkert undarlegt að þegar heimurinn kemur til Íslands eru afbrot meðal þess sem kemur með í farangrinum En þetta er nýr veruleiki og honum fylgja ný úrlausnarefni. Þar á meðal fyrir okkur sem vinnum á fjölmiðlunum. Eitt af því er spurningin hvort það komi frétt í vinnslu við hvort grunaðir afbrotamenn eru útlendingar? Annað er hvort fréttir af tilteknum málum þar sem útlendingar koma við sögu ali á útlend- ingahatri? Svarið við fyrri spurningunni er stundum. Þeirri síðari afdráttarlaust já. Fordómarnir eru fljótir að gjósa upp í okkar litla landi. Staðan er hins vegar sú að ef þjóðernið skiptir máli í samhengi frétta verða fjölmiðlar að leiða hjá sér vangaveltur um hvort þær valdi fordómum. Fjölmiðlar geta ekki skotið sér undan því að fjalla um óþægileg mál. Hraðri fjölgun útlendinga í íslensku samfélagi fylgja ákveðin vandamál sem hverfa ekki þótt um þau sé ekki fjallað. Þvert á móti má ætla að opinská umræða flýti fyrir að tekið sé á málunum. Fréttablaðið sagði til dæmis frá því á dögunum að hátt í fjórð- ungur þeirra sem eru teknir ölvaðir við akstur er útlendingar og áfengismagn í blóði þeirra er að jafnaði töluvert meira en í íslensk- um stútum við stýri. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand og gefur til kynna að átaks sé þörf til að uppfræða þá erlendu menn sem hér starfa. Það er engum til góðs að horfa framhjá þessum vanda. En auðvitað er ábyrgð fjölmiðlanna mikil og það stendur upp á þá að vanda til verka. Fréttir af útlendingum geta hæglega fengið á sig það yfirbragð að aðeins sé sagt frá því slæma sem þeir gera. Þetta er vegna þess að fréttir eru í eðli sínu neikvæðar, eða eins og einhver gáfaður maður sagði: hundar sem gelta um nætur eru fréttaefni en ekki þeir sem þegja. Fjölmiðlar verða að gæta þess að leita jafnvægis og flytja líka fréttir af öllum þeim harðduglegu og heiðarlegu Pólverjum og Litháum sem hér búa og starfa. Þeir eru í miklum meirihluta og eiga ekki að þurfa að þola að fáeinir svartir sauðir komi óorði á fjöldann. Í því samhengi geta Íslendingar rifjað upp að lengi vel voru okkar helstu fulltrúar úti í heimi íslenskir sjómenn. Þegar þeir komu til hafnar og áttu frí í landi, hvort sem það var í Hull, Grimsby eða Hamborg, nýttu þeir það á fjölbreyttan hátt. Og ekki alltaf landi og þjóð til sóma. Fjölmiðlar geta ekki skorast undan því að fjalla um erlenda glæpamenn á Íslandi. Koma óorði á fjöldann JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.