Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 54
46 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. sál 6. í röð 8. struns 9. stækkaði 11. samtök 12. ofanálag 14. stoðvirki 16. í röð 17. fugl 18. ennþá 20. til dæmis 21. velta. LÓÐRÉTT 1. þjaka 3. átt 4. veiðarfæri 5. keyra 7. fíkinn 10. ílát 13. gljúfur 15. Listastefna 16. húðpoki 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. anda, 6. rs, 8. ark, 9. jók, 11. aa, 12. álegg, 14. grind, 16. hi, 17. lóa, 18. enn, 20. td, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. hrjá, 3. na, 4. dragnót, 5. aka, 7. sólginn, 10. ker, 13. gil, 15. dada, 16. hes, 19. nú. Jón Ásgeir Jóhannesson minnir á þungarokksgítarleikara frá átt- unda áratugnum og hefur talað fjálglega um það hversu gaman honum þykir að blanda sér í glas. Og hrifn- ing hans af þessu ljúfa lífi varð meðal annars upphaf- ið að ásökunum í dómsal á Miami vegna exótísks teit- is á skútu árið 2003 en þeim var öllum vísað á bug af Baugi. Þetta skrifar blaðamaðurinn Martin Well- er á viðskiptavef Times í gær. Þar er Jón sagður vera draumur sérhvers slúðurdálka- höfundar, jafnvel þótt honum sjálfum sé meinilla við að vera sjálfur til umfjöll- unar. Weller greinir einnig frá brúðkaupi Jóns og Ingibjargar Pálma- dóttur sem kallað var brúðkaup aldarinnar og segir að bæði sir Tom Hunter – sem reyndar er kallaður Tom Farmer í greininni – og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi þurft að gefa loforð, væntanlega eins og aðrir gestir, um að halda öllu því sem þarna fór fram leyndu. Weller gerir einnig grein fyrir Baugsmálinu þar sem Jón hafi verið sýknaður af öllum ásökun- um. Það er síðan ef til vill skemmti- leg tilviljun að nafni Jóns, Jón Ólafsson, er í stóru viðtali hjá The Independent þar sem hann ræðir um sitt íslenska vatn. - fgg Jón Ásgeir eins og gítarleikari í rokksveit HJÁ INDEPENDENT Jón Ólafsson vekur áhuga Breta; hann fór í viðtal hjá The Independent. MINNIR Á ROKKSTJÖRNU Jón Ásgeir er sagður vera með rokkstjörnuútlit og draumur sérhvers slúðurdálkahöfunds. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR „Ég er mjög matvönd og finnst erfitt að finna góða veitinga- staði. En pitsurnar á Ítalíu eru góðar. Líka humarinn á Fjöruborðinu og humarsúpan á Sægreifanum.“ Hildur Vala Einarsdóttir söngkona „Listinn verður óbreyttur og telur 28 manns. En fjárhæðin er hækkuð úr 1,6 milljónum í 1,8 á ári,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson for- maður menntamálanefndar. Þingskjal verður lagt fram í dag þar sem gerð er tillaga um að hækka heiðurslaun listamanna úr 125 þúsundum á mánuði í 150 þús- und sem þýðir 20 prósenta hækkun. Tekist var á um heiðurslaunin í menningarnefnd. Sigurður Kári segir að í púllíunni hafi verið mörg nöfn en það orki tvímælis að taka einn fram yfir annan í þessum efnum. Mikill áhugi er á heiðurs- laununum og segir Sigurður sím- ann ekki hafa stoppað en fjölmarg- ir væru að agitera fyrir hinum og þessum. Sterkar skoðanir væru á heiðurslaunum. Kolbrún Halldórsdóttir situr í menntamálanefnd og hún er ósátt. Segir minnihlutann hafa fremur viljað bæta tveimur við á lista í stað þeirra tveggja sem féllu frá á árinu. „Mikill nánasarskapur af meiri- hlutanum. Það er verið að eyða öðru eins á þessum fjárlögum. Lista- menn af þeirri kynslóð sem greiddi kannski ekki í lífeyrisjóð. Það er kannski ekkert markmið en heiður- inn sem eldri kynslóðin upplifir við að fá þessi heiðurslaun er þannig að mér finnst að þeir sem eigi það skilið eigi að njóta þess.“ Á ýmsu hefur gengið í tengslum við heiðurslaun listamanna sem hafa verið umdeild enda engar skýrar verklagsreglur til í tengsl- um við veitingu þeirra. Gagnrýn- endur vilja meina að þau snúist um pólitísk hrossakaup fremur en nokkuð annað. Frjálshyggjufélagið hefur ályktað gegn verðlaununum og vitnað í Milton Friedman sem segir að ekki skuli gera góðverk á kostnað annarra. „Listamenn eru að jafnaði hvorki merkilegri né ómerkilegri en aðrir. Mismunun í formi heiðurslauna listamanna er því röng,“ segir Frjálshyggju- félagið. Hvernig háttar með heiðurs- launin er ákvarðað við 3. umræðu fjárlagafrumvarps ár hvert. Fréttablaðið hefur fyrir því heim- ildir að þau nöfn sem nefnd hafa verið í tengslum við að komast í hinn umdeilda hóp á allra síðustu árum séu Hafliði Hallgrímsson sellóisti en hann er búsettur í Edinborg, Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður búsettur í Hol- landi auk þess sem nafn Þórhildar Þorleifsdóttur hefur borið á góma. Slúðurvefurinn „Orðið á götunni“ fullyrðir að nafn Þórhildar sé fram komið að undirlagi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. Þá hefur lengi staðið reiptog í nefndinni um Sig- urð A. Magnússon en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Frétta- blaðsins hefur Sjálfstæðisflokk- urinn alltaf staðið í vegi fyrir því. jakob@frettabladid.is SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON: ENGIR NÝIR Í HÓP HEIÐURSLAUNÞEGA Heiðurslaun listamanna hækka um tuttugu prósent Heiðurslaunþegar eru 28 talsins en á árinu féllu tveir frá, hinir dáðu og elskuðu óperusöngvarar Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson. Þeir sem eru á lista heiðurs- launa listmanna eru eftirtaldir: ■ Atli Heimir Sveinsson tónlist ■ Ásgerður Búadóttir myndlist ■ Erró myndlist ■ Fríða Á. Sigurðardóttir ritlist ■ Guðbergur Bergsson ritlist ■ Guðmunda Elíasdóttir tónlist ■ Gunnar Eyjólfsson leiklist ■ Hannes Pétursson ritlist ■ Herdís Þorvaldsdóttir leiklist ■ Jóhann Hjálmarsson ritlist ■ Jón Nordal tónlist ■ Jón Sigurbjörnsson leiklist ■ Jón Þórarinsson tónlist ■ Jónas Ingimundarson tónlist ■ Jórunn Viðar tónlist ■ Kristbjörg Kjeld leiklist ■ Kristján Davíðsson myndlist ■ Magnús Pálsson myndlist ■ Matthías Jóhannessen ritlist ■ Megas tónlist ■ Róbert Arnfinnsson leiklist ■ Thor Vilhjálmsson ritlist ■ Vigdís Grímsdóttir ritlist ■ Vilborg Dagbjartsdóttir ritlist ■ Þorbjörg Höskuldsdóttir myndlist ■ Þorsteinn frá Hamri ritlist ■ Þráinn Bertelsson ritlist ■ Þuríður Pálsdóttir tónlist HEIÐURSLAUNÞEGAR ATLI HEIMIR SVEINSSON GUNNAR EYJÓLFSSON LEIKARI VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR ÞRÁINN BERTELSSON JÓLAGJÖFIN Í ÁR Matthías Johanness- en, Gunnar Eyjólfsson, Vigdís Gríms- dóttir og Þráinn Bertelsson eru meðal þeirra sem fá 20 prósenta hækkun á heiðurslaun sín. ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Demants ... ... kjarnaborar: 42 - 400 mm ... slípibollar: 125 og 180 mm ... sagarblöð: 125 - 800 mm Gæði og gott verð. „Þetta gekk alveg glimrandi vel,“ sagði Garðar Thor Cortes skömmu eftir að hafa sungið fyrir Karl Bretaprins og Camillu Parker Bowles í gær þegar nýju skemmti- ferðaskipi Cunard-skipasmíða- fyrirtækisins var gefið nafnið Queen Victoria í Southampton. Frú Camilla sá um að skíra fleyið en það var óperusöngkonan Kath- erine Jenkins sem sá um að bjóða hina tignu gesti vel- komna. Aðalatriði kvöldsins voru hins vegar hinir nýju þrír tenórar, þeir Alfie Boe, Jon Christos og Garðar Thor. Og fluttu þeir lögin I Saw Three Ships, Nessun Dorma og svo loks Rule Britannia en þá slóst í hópinn Lúðrasveit hinna konunglegu líf- varða. Undir þessu öllu var slegið upp glæsilegri flugeldasýn- ingu og að sögn sjónar- vottar var þetta mikið sjónarspil. Stórleikarinn Derek Jakobi sá um að kynna en að sögn Garðars gistu tenórarnir um borð í skipinu tvær nætur og lét tenórinn vel af dvöl sinni. Sagði allt vera til alls um borð, bæði veitingastaðir, búðir og diskótek. Garðari gefst nú kær- komið tækifæri til að hvíla rödd- ina eftir mikla törn að undanförnu. „Ég á að mæta í einhver viðtöl en ekkert meir,“ segir Garðar. - fgg Garðar Thor fór á kost- um hjá kóngafólkinu NÝIR ÞRÍR TENÓRAR Garðar söng þrjú lög ásamt þeim Alfie Boe og Jon Christos undir dynjandi flugeldasýn- ingu. KONUNGLEGT YFIRBRAGÐ Bæði Karl og Camilla Parker vígðu hið nýja skip Cunard-skipasmíðafyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP PHOTOS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.