Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 2
2 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR
YACOUBIAN BYGGINGIN EFTIR ALAA AL-ASWANY
INNILEG, GRÍPANDI
OG SKEMMTILEG
Hrífandi og beinskeytt
mynd af fjölbreyttu
mannlífi í Kaíró
„HEILLANDI OG SLÁANDI
BLANDA AF ÆRSLASÖGU
OG SAMFÉLAGSGREININGU,
BRJÁLAÐRI SKEMMTUN OG
FÚLUSTU ALVÖRU.“
– JYLLANDS-POSTEN
„BESTA
BÓK ÁRSI
NS“
– THE GU
ARDIAN
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
RÚSSLAND, AP Garrí Kasparov
greindi frá því í gær að stjórnvöld
hefðu komið í veg fyrir framboð
hans til forseta með því að hindra
stuðningsmenn hans í að halda
fund til að
tilnefna hann.
Talsmenn
Annars Rúss-
lands, flokka-
bandalagsins sem
Kasparov er í
forystu fyrir,
segja að þeir hafi
ekki getað fengið
leigðan sal í
Moskvu, sem þeir
verða að gera til að geta greitt
lögformlega atkvæði til að tilnefna
frambjóðanda. Frestur til að
tilkynna kjörstjórn um slíkan fund
rann út í gær. - aa
Forsetakosningar í Rússlandi:
Framboð Kasp-
arovs hindrað
GARRÍ
KASPAROV
UTANRÍKISMÁL Caron Van Voorst, sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi, hefur haft samband við stjórnvöld
í Bandaríkjunum vegna meðferðar á íslenskri konu
við komu hennar til landsins. Þarlend stjórnvöld
munu rannsaka málið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sendiráðinu
sem send var fjölmiðlum í gær.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
fundaði með Van Voorst í utanríkisráðuneytinu í gær.
Ingibjörg segir að fjölmargir hafa sett sig í samband
við utanríkisráðuneytið og lýst erfiðum samskiptum
við innflytjendaeftirlit Bandaríkjanna eftir að greint
var frá hremmingum íslenskrar konu í New York.
Fundur með Van Voorst í utanríkisráðuneytinu
hafði verið ákveðinn áður en málið kom upp, en
Ingibjörg segir að hún hafi ákveðið að nota tækifærið
og ræða þetta mál við sendiherrann.
„Ég kom á framfæri áhyggjum okkar af þessu
máli, og að við litum það alvarlegum augum,“ segir
Ingibjörg Sólrún.
„Þó að það sé hægt að fallast á að hún hafi ekki
verið með rétta vegabréfsáritun var meðferðin á
henni í engu samræmi við þá yfirsjón. Þarna hljóta
að hafa átt sér stað alvarleg mistök hjá bandarískum
yfirvöldum, og eðlilegt að eftir að búið er að skoða
málið þá biðjist þau afsökunar á því.“
Ingibjörg segir að Van Voorst hafi einnig sagst líta
málið alvarlegum augum, og að hún muni vera í sam-
bandi við ráðuneytið þegar hún hafi fengið svör frá
bandarískum stjórnvöldum.
- bj
Margar sögur um samskipti við innflytjendaeftirlit Bandaríkjanna borist ráðuneyti:
Stjórnvöld biðjist afsökunar
CAROL VAN VOORSTINGIBJÖRG SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR
ALÞINGI Fjárlög fyrir árið 2008
voru samþykkt á lokadegi
Alþingis fyrir jólafrí í dag. Loka-
atkvæðagreiðsla um frumvarpið
tók á þriðja tíma.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra lofaði fjárlögin og benti á
að afgangur af þeim væri tæpir
40 milljarðar króna. Þeir bætast
við 82 milljarða afgang af fjár-
aukalögum. „Þessar tölur sýna
það svart á hvítu að ríkisstjórnin
er að auka aðhald í efnahagsmál-
um,“ sagði Geir. Framsóknar-
menn deildu hins vegar á ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar fyrir eyðslusemi.
„Ríkisstjórnin er að gefa í verð-
bólgueldinn á meðan allar eftir-
litsstofnanir erlendis vara við
þeirri þróun,“ sagði Guðni
Ágústsson, formaður Framsóknar-
flokksins.
Guðni kallaði fjárlögin þenslu-
fjárlög. „Horfurnar á harðri lend-
ingu í efnahagslífinu verða meiri
eftir að þessi fjárlög verða sam-
þykkt. Þessi ríkisstjórn er því
miður ábyrgðarlaus og það mun
bitna á ungu skuldugu fólki og
fyrirtækjum með hærri vöxtum,“
sagði Guðni.
Þingmenn Vinstri grænna
lögðu fram fjölda breytingartil-
lagna, meðal annars hækkun fjár-
magnstekjuskatts með frítekju-
marki, hærri framlög í
heilbrigðismál og niðurfellingu
allra útgjalda til varnarmála. Til-
lögurnar hefðu kostað rúma þrjá
milljarða.
„Hin nýja áhersla ríkisstjórn-
arinnar er herstofnun sem varið
er til á þriðja milljarð króna,“
sagði Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstri grænna. „Heilbrigðis-
þjónustunni er haldið í fjárhags-
legri úlfakreppu.“
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins
benti á að verðbólga væri yfir
viðmiðunarmörkum fimmta árið
í röð.
„Það verður mikið átak að ná
verðbólgunni niður á það stig
sem ásættanlegt er. Ofan á þessa
stöðu koma boðaðar skattalækk-
anir forsætisráðherra sem olía á
eld,“ sagði Kristinn.
steindor@frettabladid.is
Minnihlutinn gagn-
rýnir eyðslu og nísku
Fjárlög voru afgreidd á lokadegi Alþingis fyrir jólafrí í gær. Fjárlögin sýna aukið
aðhald í efnahagsmálum, segir forsætisráðherra. „Þenslufjárlög,“ segir formað-
ur Framsóknarflokksins. Breytingartillögur VG um aukin útgjöld voru felldar.
Guðmundur, er andrúmsloftið
á Landspítalanum rafmagn-
að?
„Framkvæmdastjóri tæknisviðs er að
minnsta kosti í hörkustuði.“
Nær allir rafvirkjar á Landspítalanum
hafa sagt upp störfum vegna óánægju
með laun. Guðmundur Gunnarsson er
formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
LÖGREGLUMÁL „Við fengum
vitneskju um þetta hér innan-
lands og óskuðum eftir því að
lögreglan á Akranesi kannaði
málið þar sem símanúmerið sem
hringt var úr var þaðan,“ segir
Jón Bjartmarz hjá ríkislögreglu-
stjóra um aðkomu embættisins að
því þegar lögreglan á Akranesi
heimsótti Vífil Atlason vegna
símahrekks hans í Hvíta húsinu.
Hann kynnti sig sem Ólaf
Ragnar Grímsson forseta og
munaði minnstu að hann fengi að
tala við George W. Bush Banda-
ríkjaforseta.
Jón vildi ekki upplýsa hvaðan
ábendingin hafði komið. - mh
Símahrekkur Vífils Atlasonar:
Ábending barst
innan Íslands
MENNTAMÁL „Ég hef ekki heyrt
þennan fyrirlestur en eins og Gísli
lýsir honum þá finnst mér hann
groddafenginn og ekki falla að
þeirri siðfræði sem að ég tel að
þurfi að vera í kringum svona
fræðslu og samskipti kynjanna og
sé þetta svona þá þykir mér þetta
siðlaust,“ segir Guðni Ágústsson
um kvörtun Gísla Óskarssonar
yfir því sem hann telur óviðeig-
andi forvarnafræðslu Alnæmis-
samtaka Íslands í grunnskóla
Vestmannaeyja.
Gísli sendi Árna Johnsen þing-
manni og Guðna Ágústssyni, auk
landlæknisembættinu athuga-
semdir vegna málsins.
„Ég átta mig ekki á því hvað ég
get gert. En eðlilegt er að mennta-
málayfirvöld fari yfir þetta því
fræðsla um kynlíf og annað því
tengdu verður að fara fram með
siðrænum hætti en ekki með dóna-
skap. Yfirvöld ættu að taka þetta
upp,“ segir Guðni.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir hafði ekki séð athuga-
semdir Gísla. „Það er ekki hægt
að gera öllum til hæfis, allra síst í
málum sem eru erfið umfjöllunar
eins og þetta. Ég veit þó að
umfjöllun Alnæmissamtakanna
hefur hingað til verið vönduð,“
segir Sigurður.
Birna Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri fræðsluverkefnis-
ins, var viðstödd fundina og segist
hún ánægð með fræðslufulltrúann
og viðbrögðin sem fundurinn fékk
frá kennurum og nemendum. - eb
Formaður Framsóknar vill að yfirvöld skoði forvarnafræðslu Alnæmissamtakanna:
Guðni segir fræðslu siðlausa
GUÐNI ÁGÚSTSSON Telur að mennta-
málayfirvöld eigi að fara yfir málið.
VIÐSKIPTI Lítil sem engin viðskipti
hafa verið með fiskveiðikvóta á
seinni hluta þessa árs.
„Bankarnir spila þarna stóra
rullu. Þeir hafa dregið verulega úr
lánveitingum til kaupa á aflaheim-
ildum,“ segir Þórir Matthíasson,
forstöðumaður sjávarútvegssviðs
Viðskiptahússins.
Þórir segir lítil sem engin
viðskipti hafa verið með kvóta frá
því að tilkynnt var um verulegan
niðurskurð aflaheimilda í sumar.
- ikh/óká / sjá síðu 32
Bankarnir draga úr lánum:
Kvótaviðskipti
eru í lágmarki
BRETLAND, AP Það er eftir sem
áður nauðsynlegt að beita Írana
þvingunarað-
gerðum, þrátt
fyrir að komist
sé að þeirri
niðurstöðu í
bandarískri
leyniþjónustu-
skýrslu að þeir
hafi hætt við
áætlun sína um
að koma sér upp
kjarnorkuvopn-
um. Þetta sagði Gordon Brown,
forsætisráðherra Bretlands,
meðal annars er hann sat fyrir
svörum á þingi í gær.
Brown, sem vill að alþjóðlegar
refsiaðgerðir gegn Íran verði
hertar þannig að þær bitni á olíu-
og gasútflutningsiðnaðinum,
sagði klerkastjórnina ekki enn
hafa gefið fullnægjandi skýring-
ar á því hvers vegna hún haldi
áfram að auðga úran af kappi. - aa
Gordon Brown fyrir svörum:
Þörf á aðgerð-
um gegn Íran
GORDON BROWN
HVALFJÖRÐUR Unnið er að tillögum
um að strætisvagnar, sem keyra
nú þegar gegnum Hvalfjörðinn,
stoppi fyrir Hvalfirðingum og
hleypi þeim upp í bílinn.
„Kostnaðurinn við að stoppa er
náttúrulega enginn, en Akranes
vill að við borgum fyrir það,“
segir Einar Örn Thorlacius,
sveitarstjóri Hvalfirðinga.
Önnur gjá í veginum sé
skortur á strætóskýlum. Kostn-
aður við þau mun vera um
400.000 krónur fyrir hvert og
eitt. Einar útilokar þó ekki að
Hvalfirðingar smíði sín eigin
skýli.
Óvíst er hvað hvert stopp
strætós kostar sveitarfélagið.
- kóþ
Almenningssamgöngur:
Strætó stoppi í
Hvalfirðinum
Grímseyjarferjan siglir
Nýja Grímseyjarferjan fór í reynslusigl-
ingu í gær. Til stendur að taka hana í
notkun eftir áramót. Miklar tafir hafa
orðið á afhendingu skipsins og hafa
endurbætur reynst tímafrekari og
dýrari en stefnt var að. Enn á eftir að
gera smávægilegar úrbætur á ferjunni.
SAMGÖNGUMÁL
FORSÆTISRÁÐHERRA Í RÆÐUSTÓL Geir H. Haarde segir að fjálögin sýni það svart á
hvítu að ríkisstjórnin sé að auka aðhald í efnahagsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Heilbrigðisþjónustunni
er haldið í fjárhagslegri
úlfakreppu.“
JÓN BJARNASON
ÞINGMAÐUR VG
SPURNING DAGSINS