Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 4

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 4
4 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Það er alltaf erfitt að liggja á göngunum og auðvitað myndum við óska þess að svo væri ekki,“ segir Björn Zoëga, fram- kvæmdastjóri lækninga á Landspít- alanum, um ástand á hjartadeild. Björn segir að á þessu ári hafi um 20 prósent fleiri sjúklingar farið í hjartaþræðingu en árið á undan. Þrátt fyrir mikil afköst hafi mynd- ast langur bið- listi með haust- inu, en þegar mest var biðu um 300 manns, og því hafi verið farið í átak á deildinni. Nú bíða rúmlega 200 manns eftir að komast í þræðingu. Þá bíða 50 manns eftir að komast í hjartaaðgerð sem oft er nauð- synleg eftir hjartaþræðingu. Um tíu þeirra eru á hjartadeild því þeir eru of veikir til að komast heim en komast þó ekki í hjartaaðgerð þar sem gjör- gæsludeildin getur ekki tekið við þeim eftir aðgerðina vegna þrengsla. Gestur Þorgeirsson, yfir- læknir á hjartadeild, segir nær ómögulegt að halda uppi átaki í hjartaþræðingum ef sjúklingar komist ekki í þær aðgerðir sem reynast nauðsynlegar á eftir. Þá hefur Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðdeildar, bent á að tafir á hjartaaðgerðum séu mjög alvarlegt mál þar sem líf og heilsa fólks sé í veði. Ásgeir Þór Árnason, fram- kvæmdastjóri Hjartaheilla, segir ástandið skelfilegt. „Það er ólíðandi að fólk sé látið liggja á göngum og hvað þá að það sé látið bíða eftir lífsnauðsynlegri aðgerð,“ segir hann. Ásgeir segist ítrekað hafa reynt að fá fund með Guðlaugi Þór Þórð- arsyni, frá því hann tók við embætti heilbrigðisráðherra í vor, en án árangurs. „Það er mikill urgur í hjartasjúk- lingum vegna þessa,“ segir Ásgeir. Hann bætir því næst við að einna verst sé þetta þó fyrir starfsfólk deildarinnar sem standi sig með miklum sóma við erfið skilyrði. „Fólk brotnar oft niður þegar það heyrir að það komist ekki í aðgerð,“ segir Inga Björnsdóttir, aðstoðar- deildarstjóri hjartadeildar 14 E, um þá erfiðleika sem tafirnar valda fólki. Þessa dagana er óvenju mikið álag á deildinni og vegna aðstöðu- leysis hefur þurft að senda sjúk- linga á sjúkrahúsin í Keflavík og Akranesi. „Við reynum að vinna eins vel og við getum að hag sjúklinganna, og setjum aðeins það fólk sem er minnst veikt á gangana,“ segir Björn Zoëga að lokum. karen@frettabladid.is „Það er ólíðandi að fólk sé látið liggja á göngum og hvað þá að það sé látið bíða eftir lífsnauðsynlegri aðgerð.“ ÁSGEIR ÞÓR ÁRNASON BEÐIÐ Á HJARTADEILD „Við reynum að vinna eins vel og við getum að hag sjúkling- anna, og setjum aðeins það fólk sem er minnst veikt á gangana,“ segir Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BJÖRN ZOËGA ÁSGEIR ÞÓR ÁRNASON Hjartasjúklingar bíða á göngum Landspítalans Hjartaaðgerðum hefur ítrekað þurft að fresta þar sem gjörgæsludeild getur ekki tekið á móti nægilega mörg- um sjúklingum. Á hjartadeild hefur verið unnið ötullega við að stytta þann biðlista sem hefur myndast. Um 200 bíða eftir að komast í hjartaþræðingu og 50 eftir að komast í hjartaaðgerð þar af tíu á spítalanum. Fyrir nokkrum dögum fór Óskar Tryggvason, 57 ára vörubílstjóri, að kenna sér meins. „Ég hélt að þetta væri bara flensa og reyndi að harka af mér. Ég tók mér þó frí frá vinnu til að komast til læknis fyrir um níu dögum og þá uppgötvaðist þetta,“ segir Óskar. Hann er einn þeirra sjúklinga sem eru of veikir til að geta verið heima hjá sér og þarf nauðsynlega að komast í hjartaað- gerð sem allra fyrst. „Það er veik von að hægt verði að skera fyrir jól,“ segir hann og brosir þegar hann hugsar til þeirra jóla sem fram undan eru hjá honum og fjölskyldu hans en eftir aðgerðina þarf hann svo að dvelja á gjör- gæsludeild. „Ég skil ekki hvernig hægt er að hafa þetta svona. Fólki er hrúgað á gangana og aðstöðuleysið reynir mjög á starfsfólk,“ segir hann en ítrekar að starfsfólk hjartadeildar hafi sýnt sér afar hlýlegt viðmót og geri allt til að gera dvöl hans léttari. - kdk Beðið eftir hjartaaðgerð ÓSKAR TRYGGVASON                            VIÐSKIPTI Jón Karl Ólafsson lætur af störfum bæði sem forstjóri Ice- landair Group og dótturfélagsins Icelandair. Við starfi forstjóra Icelandair Group tekur, samkvæmt heimild- um blaðsins, Björgólfur Jóhanns- son, en hann hefur til þessa gegnt starfi forstjóra matvælafyrirtæk- isins Icelandic Group sem starfar í sjávarútvegi. Áður gegndi Björ- gólfur starfi forstjóra Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, auk þess sem hann er stjórnarformaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Ekki hefur verið ráðið í starf forstjóra dótturfélagsins Ice- landair. Ástæða starfsloka Jóns Karls er rakin til ákvörðunar sem tekin var hjá félaginu í sumar um að skipta forstjórastarfinu í tvennt, þar sem einn væri settur yfir móðurfélagið og annar yfir dótturfélagið Ice- landair. Þannig hafi Jón Karl leitt félagið í gegn um umbreytinga- og vaxtaferli, en nú hafi menn orðið ásáttir um að leiðir skildu. Á þessu ári hafa verið nokkrar hræringar í eignarhaldi Icelandair Group, en rétt tæpt ár er síðan félagið var skráð á markað í Kauphöll Íslands. Forsvarsmenn Icelandair vildu í gær ekki tjá sig um þróun mála. Þá náðist ekki í Jón Karl, sem sagður er vera í útlöndum. Samkvæmt heimildum blaðsins var í gær unnið að gerð tilkynninga til Kauphallar um mannabreyting- ar bæði hjá Icelandair Group og Icelandic Group. - óká FORSTJÓRAR Í TÉKKLANDI Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair og Icelandair Group, ásamt forstjóra Travel Service í Tékklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Jón Karl Ólafsson hættir og Björgólfur Jóhannsson frá Icelandic Group tekur við: Skipt um forstjóra Icelandair HÆSTIRÉTTUR Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari var kosinn forseti réttarins í gær. Varafor- seti Hæstaréttar var kjörin Ingibjörg Benediktsdóttir. Gunnlaugur Claessen lætur af starfi forseta Hæstaréttar um áramótin. Samkvæmt lögum um dómstóla fer forseti með yfirstjórn Hæstaréttar, stýrir þeirri starfsemi réttarins sem er ekki hluti af meðferð máls fyrir dómi, skiptir verkum milli dómara og annarra starfsmanna og fer með agavald yfir þeim. Árni og Ingibjörg sinna störfum sínum til loka árs 2009. - sþs Gunnlaugur lætur af störfum: Árni forseti Hæstaréttar ALSÍR, AP Það voru maður á sextugsaldri og þrítugur fyrrver- andi fangi sem frömdu sjálfs- morðs-bílsprengjutilræðin tvö í Algeirsborg á þriðjudag, sem urðu minnst 31 manni að bana. Dagblöðin L‘Expression og El Watan höfðu þetta eftir ónafn- greindum heimildarmönnum í lögreglunni. Öfgasamtök, sem kenna sig við Norður-Afríkudeild al-Kaída, lýstu ábyrgð á tilræðun- um á hendur sér og birtu myndir af tilræðismönnunum á netinu. Eldri maðurinn, „einn elsti hryðjuverkamaðurinn“ í röðum íslamskra öfgamanna í landinu að sögn El Watan, var sá sem sprengdi sig við skrifstofur SÞ. - aa Tilræðin í Algeirsborg: Sprengjumaður á sjötugsaldri Í RÚST Slökkviliðsmenn á vettvangi í rústum SÞ-byggingarinnar í Algeirsborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Umboðsmaður endurkjörinn Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, var endurkjörinn í embættið til næstu fjögurra ára á þingfundi í gær. Kosningin var leynileg og óbind- andi, en Tryggvi fékk öll 55 atkvæðin sem greidd voru. ALÞINGI Áréttað er að tilvitnuð orð sýslu- mannsins á Selfossi, Ólafs Helga Kjartanssonar, í frétt í blaðinu síðastliðinn föstudag voru úr bréfi sýslumannsins til bæjaryfirvalda í Hveragerði. Fréttin varðaði svokallaða Tívolílóð í Hveragerði. ÁRÉTTING GENGIÐ 13.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 117,8893 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 60,69 60,97 123,94 124,54 89,13 89,63 11,945 12,015 11,225 11,291 9,44 9,496 0,5426 0,5458 96,03 96,61 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.