Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 6

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 6
6 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR Óska eftir að kaupa enskt lingapon námskeið óska eftir að kaupa enskt lingpon námskeiða sem samanstendur af einni bók innbundini sem kilju. Kassettur eða geisladiska og neðanmáls við enska textan er íslenska þýðing. Upplýsingar í síma 865 7013 Björgvin Ómar Ólafsson Opið til 22:00 fram að jólum © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 ISIG gjafapappír 3x0,7 m ýmsir litir 6 rúllur í pk. 495,- DÓMSMÁL Ungur piltur hefur verið dæmdur í sex mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft samræði við stúlku sem þá var 13 ára. Jafnframt var hann dæmdur fyrir að hafa haft samræði við aðra stúlku og þá notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Í fyrrgreinda tilvikinu sem átti sér stað í febrúar 2006 viðurkenndi pilturinn, sem þá var 15 ára, að hafa í tvígang haft samræði við stúlkuna. Hann kvaðst í fyrstu hafa vitað um aldur hennar en breytti síðan framburði sínum á þá lund að hann hefði ekki vitað hversu gömul hún var. Í dómsniðurstöðu segir að bróðir piltsins hafi verið í sama bekk í sama skóla og stúlkan. Sjálfur hafi pilturinn verið í 9. bekk, einum bekk ofar. Hann hafi því vitað hve gömul stúlkan var. Í síðara tilvikinu, sem gerðist síðar á sama ári, neitaði pilturinn sök. Hann hafði, ásamt öðrum pilti, ekið stúlku úr partíi í Breiðholtið. Stúlkan var mjög ölvuð. Pilturinn gekkst við að hafa kysst hana og þuklað en lengra hefði hann ekki gengið. Þegar honum voru sýndar niðurstöður DNA-rannsóknar sem sýndi annað, neitaði hann að tjá sig. Honum var gert að greiða stúlkunni hálfa milljón í skaðabætur en hinni 13 ára 100 þúsund, auk ríflega einnar milljónar í sakarkostnað. - jss Ungur piltur dæmdur í sex mánaða fangelsi og til greiðslu skaðabóta: Hafði samræði við þrettán ára DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni fyrir kynferðis- brot gegn tíu ára dóttur besta vinar mannsins. Faðir stúlkunnar leigði hjá manninum, og fékk stúlkuna reglulega til sín. Hinn dæmdi viðurkenndi að hafa brotið gegn stúlkunni í tvígang. Stúlkan fullyrti að brotin hefðu verið fleiri. Í dóminum segir að verknaður- inn hafi haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir stúlkuna. Maðurinn var dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur. - bj Braut gegn dóttur besta vinar: Átján mánaða fangelsisdómur FASTEIGNIR Bjarni Harðarson, þing- maður Framsóknarflokksins, og Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, eru á önd- verðum meiði um hvort eðlilegt hafi verið að heimila veðsetningu í eignum þegar Háskólavellir keyptu 96 byggingar á starfssvæði Þróunarfélagsins. Heildarvirði samningsins er um fjórtán millj- arðar króna. „Það virðist vera samið með mjög óvanalegum hætti um það að aðili sem aðeins er búinn að borga örfá prósent í eign fái hana til fullrar ráðstöfunar til veð- setningar. Það er algjört fádæmi, ef ekki einsdæmi, í fasteignavið- skiptum óskyldra aðila. Svona er þetta í undirrituðu kauptilboði,“ sagði Bjarni Harðarson. Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélagsins, er ósammála Bjarna og segir hann misskilja samninginn í öllum grundvallaratriðum. „Ef menn eru að gagnrýna veðsetninguna þá skilja menn ekki eðlileg fasteigna- viðskipti. Við gefum út veðleyfi en kauptilboðið sem slíkt er ekki opið veðleyfi á eignirnar sem málið snýst um. Greiðslunum er dreift yfir ákveðið tímabil og kaupand- inn fær veðheimild á eignir í takt við greiðslurnar. Þetta eru eðlileg fasteignaviðskipti.“ Að félaginu Háskólavöllum standa fasteignafélagið Klasi hf., Glitnir, Fasteignafélagið Þrek ehf., Fjárfestingafélagið Teigur ehf. og Sparisjóðurinn í Keflavík. - mh Enn er deilt um hvernig staðið var að sölu eigna á varnarliðssvæðinu: Veðsetning eigna gagnrýnd HÉRAÐSDÓMUR REYKJA- NESS Það var Héraðs- dómur Reykjaness sem kvað upp dóminn. ALÞINGI Þingmenn Vinstri grænna sökuðu þingmenn annarra flokka um að hlusta ekki á málamiðlunar- tillögur sínar í umræðu um frum- varp Sturlu Böðvarssonar, forseta þingsins, um þingsköp á Alþingi í gær. Þessi síðasti þingfundur ársins stóð fram á nótt og var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Fjöldi mála var enn á dagskrá. Umdeildasta atriði frumvarpsins er styttri ræðutími þingmanna. Verði frumvarpið samþykkt mega þingmenn ekki lengur tala án tíma- markana í 2. og 3. umræðu. Mark- miðið er meðal annars að fækka kvöld- og næturfundum. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, deildi harðlega á framsóknarmenn og frjálslynda, félaga sína í stjórnar- andstöðu, fyrir að hlusta ekki á málamiðlanir vinstri grænna. „Er ég ekki frá því að þingflokksfor- menn Framsóknarflokks og Frjáls- lynda flokksins hafi gengið harðast fram í óbilgirni sinni,“ sagði Ögmundur. „Það er alveg ljóst að VG hafa aldrei ætlað að vera með í þessu máli,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar- flokks. „Það hafa mörg tækifæri gefist til að semja um þetta mál. Allir flokkar hafa tekið þátt í mála- miðlunum í þessu máli, nema Vinstri grænir.“ Meðan á ræðu Sivjar stóð ávítti forseti Ögmund vegna framíkalla. Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði að meirihluti allsherjarnefndar hefði lagt sig fram við að koma til móts við sjónarmið Vinstri grænna, en engu að síður stæðu 54 þingmenn bak við frumvarpið og styddu það. „Ég fullyrði að við hefðum getað náð samkomulagi ef menn hefðu gefið sér tíma til þess,“ sagði Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna. „Hvað lá svona mikið á?“ Í frumvarpinu er einnig tillaga um að formenn stjórnarandstöðu- flokka fái aðstoðarmenn og einnig þingmenn landsbyggðarkjördæma. Starfsár þingsins verður lengt, en þingdögum þó ekki fjölgað. Verða þeir áfram 100 talsins. steindor@frettabladid.is Ræddu ræðutímann fram yfir miðnætti Þingmenn Vinstri grænna voru einir í andstöðu sinni gegn frumvarpi um styttri ræðutíma á lokadegi Alþingis fyrir jólafrí. Þeir segja ekki hlustað á til- lögur sínar. Umræður stóðu fram eftir kvöldi og var fjöldi mála enn á dagskrá. KJARTAN ÞÓR EIRÍKSSON BJARNI HARÐARSON Telur þú rétt að takmarka þyngd lyftingalóða í líkams- ræktarsölum fangelsa? Já 60,9% Nei 39,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Þykir þér landamæraeftirlit bandarískra stjórnvalda vera of strangt? Segðu þína skoðun á visir.is FORYSTUMENN VINSTRI GRÆNNA Ögmundur Jónasson þingflokksformaður deildi harðlega á félaga sína í stjórnarandstöðunni fyrir að hlusta ekki á málamiðlanir Vinstri grænna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.